„Ég þarf bara að sækja peninginn annað“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2022 08:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur leikið með Hetti og nú Tindastóli síðan að hann skildi við ÍR. Hann fór með Stólunum í úrslit í vor, rétt eins og með ÍR árið 2019. vísir/bára „Það eina sem Hæstiréttur segir er að ég eigi ekki að leita til körfuknattleiksdeildarinnar heldur félagsins alls. Það er þá það sem ég mun gera,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson, körfuboltamaður, sem enn stendur í launadeilu við sína gömlu vinnuveitendur hjá ÍR. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur höfðu dæmt körfuknattleiksdeild ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir króna auk dráttarvaxta, vegna ógreiddra launa tímabilið 2019-20 en hann missti af því nánast öllu vegna krossbandsslita. Í vikunni vísaði Hæstiréttur hins vegar málinu frá og samkvæmt þeim dómi hefði Sigurður átt að gera kröfu á Íþróttafélag Reykjavíkur í heild, en ekki á körfuknattleiksdeild félagsins. „Það eru ákveðin vonbrigði að þetta sé niðurstaðan, og að þurfa að byrja allt ferlið upp á nýtt. En það er búið að dæma með mér efnislega tvisvar í þessu máli og ég þarf bara að sækja peninginn annað,“ segir Sigurður og því gæti enn verið langt þar til að endanleg niðurstaða fæst í málið. „Þeir gætu náttúrulega fengið reikninginn og borgað bara en ef þeir neita því þá þarf að stefna þeim,“ segir Sigurður um forráðamenn ÍR sem nú mega eiga von á kröfu. Lögfræðikostnaður safnast upp Eftir að hafa sótt málið í gegnum þrjú dómstig má ætla að málið sé orðið dýrt fyrir Sigurð, vegna lögfræðikostnaðar: „Þetta kostar peninga. Ég er svo sem ekki í daglegum samskiptum við lögfræðingana en kostnaðurinn er ákveðinn og það er bara partur af þessu,“ segir Sigurður en vill ekki nefna neinar tölur í því sambandi. Aðspurður hvort ekki sé lýjandi að standa svo lengi í þessari launadeilu svarar Sigurður, sem staddur er á Sauðárkróki þar sem hann spilar með Tindastóli: „Þetta hefur tekið langan tíma en það hefur liðið langt á milli dóma og maður er ekki að hugsa um þetta á meðan maður er að bíða. Það er helst vikuna áður en þetta er tekið fyrir í dómsal sem þetta er mest í hausnum á manni en maður spáir minna í þessu þegar það líður svona svakalega langt á milli, þó að þetta sé á bakvið eyrað.“ „Get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur“ Sigurður komst í frægt úrslitaeinvígi með ÍR gegn KR vorið 2019 og var í algjöru lykilhlutverki í Breiðholtinu, en launadeilan hlýtur að varpa skugga á samband hans við ÍR, eða hvað? „Fyrra árið með ÍR var auðvitað frábært og með skemmtilegri tímabilum sem ég hef klárað. En tilfinningarnar eru blendnar og ég get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur. Það er leiðinlegt að það sé farið svona að þessu. Málið dregið í gegnum dómstóla og svo einhverjar pælingar um hver eigi að borga. Það er leiðinlegt að svona sé staðið að þessu. En ég er ekki þekktur fyrir að gefast upp og ég veit ekki af hverju ég ætti að byrja á því núna. Þetta er bara svona. Dómstólarnir segja tvisvar að ég eigi skilið pening og svo kemur Hæstiréttur og segir að ég eigi ekki að sækja hann þangað, og þá fer ég bara annað að sækja hann.“ Subway-deild karla ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Kjaramál Dómsmál Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur höfðu dæmt körfuknattleiksdeild ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir króna auk dráttarvaxta, vegna ógreiddra launa tímabilið 2019-20 en hann missti af því nánast öllu vegna krossbandsslita. Í vikunni vísaði Hæstiréttur hins vegar málinu frá og samkvæmt þeim dómi hefði Sigurður átt að gera kröfu á Íþróttafélag Reykjavíkur í heild, en ekki á körfuknattleiksdeild félagsins. „Það eru ákveðin vonbrigði að þetta sé niðurstaðan, og að þurfa að byrja allt ferlið upp á nýtt. En það er búið að dæma með mér efnislega tvisvar í þessu máli og ég þarf bara að sækja peninginn annað,“ segir Sigurður og því gæti enn verið langt þar til að endanleg niðurstaða fæst í málið. „Þeir gætu náttúrulega fengið reikninginn og borgað bara en ef þeir neita því þá þarf að stefna þeim,“ segir Sigurður um forráðamenn ÍR sem nú mega eiga von á kröfu. Lögfræðikostnaður safnast upp Eftir að hafa sótt málið í gegnum þrjú dómstig má ætla að málið sé orðið dýrt fyrir Sigurð, vegna lögfræðikostnaðar: „Þetta kostar peninga. Ég er svo sem ekki í daglegum samskiptum við lögfræðingana en kostnaðurinn er ákveðinn og það er bara partur af þessu,“ segir Sigurður en vill ekki nefna neinar tölur í því sambandi. Aðspurður hvort ekki sé lýjandi að standa svo lengi í þessari launadeilu svarar Sigurður, sem staddur er á Sauðárkróki þar sem hann spilar með Tindastóli: „Þetta hefur tekið langan tíma en það hefur liðið langt á milli dóma og maður er ekki að hugsa um þetta á meðan maður er að bíða. Það er helst vikuna áður en þetta er tekið fyrir í dómsal sem þetta er mest í hausnum á manni en maður spáir minna í þessu þegar það líður svona svakalega langt á milli, þó að þetta sé á bakvið eyrað.“ „Get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur“ Sigurður komst í frægt úrslitaeinvígi með ÍR gegn KR vorið 2019 og var í algjöru lykilhlutverki í Breiðholtinu, en launadeilan hlýtur að varpa skugga á samband hans við ÍR, eða hvað? „Fyrra árið með ÍR var auðvitað frábært og með skemmtilegri tímabilum sem ég hef klárað. En tilfinningarnar eru blendnar og ég get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur. Það er leiðinlegt að það sé farið svona að þessu. Málið dregið í gegnum dómstóla og svo einhverjar pælingar um hver eigi að borga. Það er leiðinlegt að svona sé staðið að þessu. En ég er ekki þekktur fyrir að gefast upp og ég veit ekki af hverju ég ætti að byrja á því núna. Þetta er bara svona. Dómstólarnir segja tvisvar að ég eigi skilið pening og svo kemur Hæstiréttur og segir að ég eigi ekki að sækja hann þangað, og þá fer ég bara annað að sækja hann.“
Subway-deild karla ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Kjaramál Dómsmál Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti