Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2022 08:37 Bandaríska þinghúsið í Washington-borg. Vísir/EPA Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. Nú í morgun höfðu repúblikanar tryggt sér 211 sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings en 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar samkvæmt kosningaspávefnum Five Thirty Eight. Reuters-fréttastofan, sem gefur repúblikönum 210 sæti til þessa, segir að úrslit séu enn óráðin í 33 einmenningskjördæmum, þar á meðal 21 af þeim 53 þar sem minnstu munaði á frambjóðendum flokkanna. Því sé líklegt að úrslitin ráðist ekki endanlega strax. Flest þeirra kjördæma þar sem enn á eftir að telja atkvæði eru í Kaliforníu en nokkur eru í Nevada, Arzona og New York. Enn lengra gæti verið í að úrslitin ráðist í öldungadeildinni þar sem endanlegra úrslita er enn beðið í Georgíu, Arizona og Nevada. Í þeim tveimur síðarnefndu gæti það tekið nokkra daga að lýsa sigurvegara en í Georgíu þarf að bíða eftir aukakosningum 6. desember þar sem hvorugur frambjóðandinn náði yfir fimmtíu prósent atkvæða. Eins og sakir standa eru frambjóðendur demókrata með naumt forskot í Arizona en repúblikana í Nevada. Enn á eftir að telja fjölda utankjörfundaratkvæða þar. Skipti flokkarnir ríkjunum á milli sín kemur það ekki í ljós fyrr en eftir aukakosningarnar í Georgíu í desember hvor flokkurinn fer með völdin í öldungadeildinni á næsta ári. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9. nóvember 2022 19:49 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Nú í morgun höfðu repúblikanar tryggt sér 211 sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings en 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar samkvæmt kosningaspávefnum Five Thirty Eight. Reuters-fréttastofan, sem gefur repúblikönum 210 sæti til þessa, segir að úrslit séu enn óráðin í 33 einmenningskjördæmum, þar á meðal 21 af þeim 53 þar sem minnstu munaði á frambjóðendum flokkanna. Því sé líklegt að úrslitin ráðist ekki endanlega strax. Flest þeirra kjördæma þar sem enn á eftir að telja atkvæði eru í Kaliforníu en nokkur eru í Nevada, Arzona og New York. Enn lengra gæti verið í að úrslitin ráðist í öldungadeildinni þar sem endanlegra úrslita er enn beðið í Georgíu, Arizona og Nevada. Í þeim tveimur síðarnefndu gæti það tekið nokkra daga að lýsa sigurvegara en í Georgíu þarf að bíða eftir aukakosningum 6. desember þar sem hvorugur frambjóðandinn náði yfir fimmtíu prósent atkvæða. Eins og sakir standa eru frambjóðendur demókrata með naumt forskot í Arizona en repúblikana í Nevada. Enn á eftir að telja fjölda utankjörfundaratkvæða þar. Skipti flokkarnir ríkjunum á milli sín kemur það ekki í ljós fyrr en eftir aukakosningarnar í Georgíu í desember hvor flokkurinn fer með völdin í öldungadeildinni á næsta ári.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9. nóvember 2022 19:49 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44
Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9. nóvember 2022 19:49
Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18