Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2022 08:37 Bandaríska þinghúsið í Washington-borg. Vísir/EPA Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. Nú í morgun höfðu repúblikanar tryggt sér 211 sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings en 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar samkvæmt kosningaspávefnum Five Thirty Eight. Reuters-fréttastofan, sem gefur repúblikönum 210 sæti til þessa, segir að úrslit séu enn óráðin í 33 einmenningskjördæmum, þar á meðal 21 af þeim 53 þar sem minnstu munaði á frambjóðendum flokkanna. Því sé líklegt að úrslitin ráðist ekki endanlega strax. Flest þeirra kjördæma þar sem enn á eftir að telja atkvæði eru í Kaliforníu en nokkur eru í Nevada, Arzona og New York. Enn lengra gæti verið í að úrslitin ráðist í öldungadeildinni þar sem endanlegra úrslita er enn beðið í Georgíu, Arizona og Nevada. Í þeim tveimur síðarnefndu gæti það tekið nokkra daga að lýsa sigurvegara en í Georgíu þarf að bíða eftir aukakosningum 6. desember þar sem hvorugur frambjóðandinn náði yfir fimmtíu prósent atkvæða. Eins og sakir standa eru frambjóðendur demókrata með naumt forskot í Arizona en repúblikana í Nevada. Enn á eftir að telja fjölda utankjörfundaratkvæða þar. Skipti flokkarnir ríkjunum á milli sín kemur það ekki í ljós fyrr en eftir aukakosningarnar í Georgíu í desember hvor flokkurinn fer með völdin í öldungadeildinni á næsta ári. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9. nóvember 2022 19:49 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Sjá meira
Nú í morgun höfðu repúblikanar tryggt sér 211 sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings en 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar samkvæmt kosningaspávefnum Five Thirty Eight. Reuters-fréttastofan, sem gefur repúblikönum 210 sæti til þessa, segir að úrslit séu enn óráðin í 33 einmenningskjördæmum, þar á meðal 21 af þeim 53 þar sem minnstu munaði á frambjóðendum flokkanna. Því sé líklegt að úrslitin ráðist ekki endanlega strax. Flest þeirra kjördæma þar sem enn á eftir að telja atkvæði eru í Kaliforníu en nokkur eru í Nevada, Arzona og New York. Enn lengra gæti verið í að úrslitin ráðist í öldungadeildinni þar sem endanlegra úrslita er enn beðið í Georgíu, Arizona og Nevada. Í þeim tveimur síðarnefndu gæti það tekið nokkra daga að lýsa sigurvegara en í Georgíu þarf að bíða eftir aukakosningum 6. desember þar sem hvorugur frambjóðandinn náði yfir fimmtíu prósent atkvæða. Eins og sakir standa eru frambjóðendur demókrata með naumt forskot í Arizona en repúblikana í Nevada. Enn á eftir að telja fjölda utankjörfundaratkvæða þar. Skipti flokkarnir ríkjunum á milli sín kemur það ekki í ljós fyrr en eftir aukakosningarnar í Georgíu í desember hvor flokkurinn fer með völdin í öldungadeildinni á næsta ári.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9. nóvember 2022 19:49 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Sjá meira
Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44
Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9. nóvember 2022 19:49
Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18