Brighton henti Arsenal úr keppni | Man City hafði getur gegn Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2022 22:21 Tariq Lamptey hampað eftir að hann skoraði þriðja mark Brighton gegn Arsenal í kvöld. John Walton/Getty Images Heill haugur af leikjum í enska deildarbikarnum fór fram í kvöld. Þar ber helst að nefna að Brighton & Hove Albion lagði Arsenal, Nottingham Forest lagði Tottenham Hotspur, Manchester City lagði Chelsea og leikur Liverpool Derby County fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Á Emirates vellinum í Lundúnum kom Eddie Nketiah Skyttunum yfir eftir tuttugu mínútna leik en Danny Welbeck jafnaði metin fyrir gestina sjö mínútum síðar. Kaoru Mitoma kom gestunum yfir og þó Mikel Arteta hafi reynt að snúa einvíginu sér í hag með því að setja nafnana Gabriel, Martinelli og Jesus inn á ásamt Oleksandr Zinchenko og Granit Xhaka þá var það Brighton sem skoraði fjórða mark leiksins. Það gerði Tariq Lamptey á 71. mínútu og tryggði það mark Brighton áfram í enska deildarbikarnum. .@OfficialBHAFC have turned it around!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/vgocIS7P0C— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Antonio Conte stillti svo gott sem sínu sterkasta liði gegn Forest á útivelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Renan Lodi heimamönnum yfir eftir sendingu Jesse Lingard þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Lingard skoraði svo annað mark Forest sjö mínútum síðar og þar við sat, lokatölur 2-0. Skipti engu þó Orel Mangala hafi fengið tvö gul spjöld og þar með rautt í liði heimamanna þegar enn var stundarfjórðungur eftir. Man City vann 2-0 sigur á Chelsea þökk sé mörkum Riyad Mahrez og Julián Álvarez í síðari hálfleik. Þetta var þriðji tapleikur Chelsea í síðustu fjórum leikjum. Liverpool hafði betur gegn C-deildarliði Derby County í vítaspyrnukeppni eftir að ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Liverpool stillti upp mikið breyttu liði en hafði á endanum betur 3-2 eftir vítaspyrnukeppnina. .@ManCity are through and @LiverpoolFC progress on penalties!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/orMNwnoN0e— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Mikið var um vítaspyrnukeppnir í kvöld en alls þurfti fjórar slíkar til að útkljá leiki kvöldsins. Önnur úrslit Newcastle United 0-0 Crystal Palace [Newcastle áfram eftir vítaspyrnukeppni]Southampton 1-1 Sheffield Wendesday [Southampton áfram eftir vítaspyrnukeppni] West Ham United 2-2 Blackburn Rovers [Blackburn áfram eftir vítaspyrnukeppni]Wolves 1-0 Leeds United Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Á Emirates vellinum í Lundúnum kom Eddie Nketiah Skyttunum yfir eftir tuttugu mínútna leik en Danny Welbeck jafnaði metin fyrir gestina sjö mínútum síðar. Kaoru Mitoma kom gestunum yfir og þó Mikel Arteta hafi reynt að snúa einvíginu sér í hag með því að setja nafnana Gabriel, Martinelli og Jesus inn á ásamt Oleksandr Zinchenko og Granit Xhaka þá var það Brighton sem skoraði fjórða mark leiksins. Það gerði Tariq Lamptey á 71. mínútu og tryggði það mark Brighton áfram í enska deildarbikarnum. .@OfficialBHAFC have turned it around!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/vgocIS7P0C— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Antonio Conte stillti svo gott sem sínu sterkasta liði gegn Forest á útivelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Renan Lodi heimamönnum yfir eftir sendingu Jesse Lingard þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Lingard skoraði svo annað mark Forest sjö mínútum síðar og þar við sat, lokatölur 2-0. Skipti engu þó Orel Mangala hafi fengið tvö gul spjöld og þar með rautt í liði heimamanna þegar enn var stundarfjórðungur eftir. Man City vann 2-0 sigur á Chelsea þökk sé mörkum Riyad Mahrez og Julián Álvarez í síðari hálfleik. Þetta var þriðji tapleikur Chelsea í síðustu fjórum leikjum. Liverpool hafði betur gegn C-deildarliði Derby County í vítaspyrnukeppni eftir að ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Liverpool stillti upp mikið breyttu liði en hafði á endanum betur 3-2 eftir vítaspyrnukeppnina. .@ManCity are through and @LiverpoolFC progress on penalties!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/orMNwnoN0e— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Mikið var um vítaspyrnukeppnir í kvöld en alls þurfti fjórar slíkar til að útkljá leiki kvöldsins. Önnur úrslit Newcastle United 0-0 Crystal Palace [Newcastle áfram eftir vítaspyrnukeppni]Southampton 1-1 Sheffield Wendesday [Southampton áfram eftir vítaspyrnukeppni] West Ham United 2-2 Blackburn Rovers [Blackburn áfram eftir vítaspyrnukeppni]Wolves 1-0 Leeds United
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira