Bein útsending: Rær í fimmtíu tíma til stuðnings Píeta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2022 15:16 Einar Hansberg Aðsend Einar Hansberg ætlar að vekja athygli á mikilvægu starfi Píeta-samtakanna á Íslandi með því að framkvæma æfingu sem inniheldur 56 kaloríur á Concept2-tæki, 10 upphífingar og 11 réttstöðulyftur á 15 mínútna fresti í alls 50 klukkutíma. Vísir sýnir beint frá æfingunni. Viðburðurinn fer fram í húsakynnum Afreks við Skógarhlíð og hefst klukkan 16:00. Horfa má á beina útsendingu frá æfingunni hér að neðan. Píeta-samtökin vinna mikilvægt starf í að færa umræðunaum sjálfsvíg upp á yfirborðið og eru leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum hér á landi. „Þetta er málefni sem snertir okkur öll og ætti ekki að liggja í þagnargildi. Ég reyni að nýta þessi verkefni mín til að vekja fólk til umhugsunar í þágu einhvers góðs málefnis hverju sinni,“ segir Einar sem hefur áður lagt góðum málefnum lið með álíka hætti; lyft meira en 520 tonnum samanlagt í réttstöðulyftu á einum sólarhring, róið 500 kílómetra og synt samfleytt í tvo sólarhringa. Til minningar um móðurbróður „Markmiðið með þessu verkefni er að fá okkur öll til þess að hugsa hlýtt til þeirra sem þjást í eigin hugsunum og varpa ljósi á þau úrræði sem í boði eru. Kveikjan að þessu var sú að fyrir réttu ári síðan lést móðurbróðir minn af slysförum en hann var mér afar náinn og kær og mig langaði til að gera eitthvað til að heiðra minningu hans. Hann var 56 ára gamall þegar hann dó þann 10.11. og ég yfirfæri þær tölur á þetta verkefni; þ.e. 56, 10 og 11. Ég ákvað að leggja Píeta-samtökunum lið að þessu sinni, meðal annars vegna þess að þegar ég var að undirbúa verkefnið hafði samband við mig einstaklingur sem hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum fyrir fjórum árum. Það var á sama tíma og ég var í róðrarverkefninu sem var í streymi á netinu; viðkomandi sá þá útsendingu og ákvað að mæta á staðinn og róa með mér af fullum krafti og í framhaldi af því að leita sér hjálpar. Í dag er þessi einstaklingur á mjög góðum stað í lífinu og telur að róðurinn á sínum tíma eigi stóran þátt í því,“ segir Einar. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Sjá meira
Viðburðurinn fer fram í húsakynnum Afreks við Skógarhlíð og hefst klukkan 16:00. Horfa má á beina útsendingu frá æfingunni hér að neðan. Píeta-samtökin vinna mikilvægt starf í að færa umræðunaum sjálfsvíg upp á yfirborðið og eru leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum hér á landi. „Þetta er málefni sem snertir okkur öll og ætti ekki að liggja í þagnargildi. Ég reyni að nýta þessi verkefni mín til að vekja fólk til umhugsunar í þágu einhvers góðs málefnis hverju sinni,“ segir Einar sem hefur áður lagt góðum málefnum lið með álíka hætti; lyft meira en 520 tonnum samanlagt í réttstöðulyftu á einum sólarhring, róið 500 kílómetra og synt samfleytt í tvo sólarhringa. Til minningar um móðurbróður „Markmiðið með þessu verkefni er að fá okkur öll til þess að hugsa hlýtt til þeirra sem þjást í eigin hugsunum og varpa ljósi á þau úrræði sem í boði eru. Kveikjan að þessu var sú að fyrir réttu ári síðan lést móðurbróðir minn af slysförum en hann var mér afar náinn og kær og mig langaði til að gera eitthvað til að heiðra minningu hans. Hann var 56 ára gamall þegar hann dó þann 10.11. og ég yfirfæri þær tölur á þetta verkefni; þ.e. 56, 10 og 11. Ég ákvað að leggja Píeta-samtökunum lið að þessu sinni, meðal annars vegna þess að þegar ég var að undirbúa verkefnið hafði samband við mig einstaklingur sem hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum fyrir fjórum árum. Það var á sama tíma og ég var í róðrarverkefninu sem var í streymi á netinu; viðkomandi sá þá útsendingu og ákvað að mæta á staðinn og róa með mér af fullum krafti og í framhaldi af því að leita sér hjálpar. Í dag er þessi einstaklingur á mjög góðum stað í lífinu og telur að róðurinn á sínum tíma eigi stóran þátt í því,“ segir Einar.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Sjá meira