Halda góðgerðarhlaup í myrkrinu í Elliðaárdalnum í kvöld Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 14:41 Karen Kjartansdóttir og Birna Bragadóttir Aðsent Í kvöld fer fram alþjóðlega góðgerðarhlaupið Run in the dark í Reykjavík. Myrkrahlaupið gæti viðburðurinn kallast á íslensku, sem er viðeigandi nú þegar svartasta skammdegið er að skella á hér á landi. Hlaupið fer fram samtímis um víðs vegar um heiminn en með því er safnað fyrir rannsóknum og lækningu á mænuskaða. Þátttökugjald er 3.700 krónur og enn er hægt að skrá sig. Góð spá er fyrir kvöldið samkvæmt skipuleggjendum og hugsanlega fá hlauparar því stjörnubjartan himinn. Hlaupahringurinn 5,7 km og er aðgengilegur flestum hvort sem hlaupið er hægt eða hratt. Hlauparar eru beðnir um að sækja Run in the dark snjallforritið áður. Karen og Birna eru miklar útivistarkonur.Aðsent Hlaupa í myrkri eins og stofnandinn „Stofnandi hlaupsins er írski útivistar- og ævintýramaðurinn Mark Pollock. Saga hans er einstök en 22 ára gamall missti hann sjónina. Þrátt fyrir það byggði hann upp íþrótta- og ævintýraferil þar sem hann hljóp Gobi-eyðimerkurmaraþonið og var fyrsti blindi maðurinn til að ganga yfir Suðurpólinn,“ segir í tilkynningu um hlaupið. „Lífið ætlaði honum þó enn fleiri áskoranir því árið 2010 lenti hann í slysi sem hafði þær afleiðingar að hann hlaut alvarlegan mænuskaða og lamaðist. Leiðangur Marks núna miðar að því að finna leiðir til að safna fyrir rannsóknum og lækningu á mænuskaða.“ Birna Bragadóttir og Karen Kjartansdóttir halda utan um hlaupið hér á landi. Þær mættu í viðtal í Bítið á Bylgjunni og er hægt að hlusta á það í spilaranum hér fyrir neðan. „Markmiðið er að lýsa upp skammdegið, fá fólk út í skammdegið að hreyfa sig og á sama tíma styrkja við rannsóknir á mænuskaða,“ sagði Birna þar um hlaupið. Tugir þúsunda hlaupa í myrkri á þessum degi fyrir þennan málstað. „Þetta er svolítið valdeflandi.“ Klippa: Hlaupið til styrktar rannsóknum á mænuskaða Fyrir þá sem vilja kynnast sögu Mark Pollock betur þá hélt han TED Talk erindi sem sjá má í heild sinni á Youtube. Hlaup Reykjavík Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Sjá meira
Hlaupið fer fram samtímis um víðs vegar um heiminn en með því er safnað fyrir rannsóknum og lækningu á mænuskaða. Þátttökugjald er 3.700 krónur og enn er hægt að skrá sig. Góð spá er fyrir kvöldið samkvæmt skipuleggjendum og hugsanlega fá hlauparar því stjörnubjartan himinn. Hlaupahringurinn 5,7 km og er aðgengilegur flestum hvort sem hlaupið er hægt eða hratt. Hlauparar eru beðnir um að sækja Run in the dark snjallforritið áður. Karen og Birna eru miklar útivistarkonur.Aðsent Hlaupa í myrkri eins og stofnandinn „Stofnandi hlaupsins er írski útivistar- og ævintýramaðurinn Mark Pollock. Saga hans er einstök en 22 ára gamall missti hann sjónina. Þrátt fyrir það byggði hann upp íþrótta- og ævintýraferil þar sem hann hljóp Gobi-eyðimerkurmaraþonið og var fyrsti blindi maðurinn til að ganga yfir Suðurpólinn,“ segir í tilkynningu um hlaupið. „Lífið ætlaði honum þó enn fleiri áskoranir því árið 2010 lenti hann í slysi sem hafði þær afleiðingar að hann hlaut alvarlegan mænuskaða og lamaðist. Leiðangur Marks núna miðar að því að finna leiðir til að safna fyrir rannsóknum og lækningu á mænuskaða.“ Birna Bragadóttir og Karen Kjartansdóttir halda utan um hlaupið hér á landi. Þær mættu í viðtal í Bítið á Bylgjunni og er hægt að hlusta á það í spilaranum hér fyrir neðan. „Markmiðið er að lýsa upp skammdegið, fá fólk út í skammdegið að hreyfa sig og á sama tíma styrkja við rannsóknir á mænuskaða,“ sagði Birna þar um hlaupið. Tugir þúsunda hlaupa í myrkri á þessum degi fyrir þennan málstað. „Þetta er svolítið valdeflandi.“ Klippa: Hlaupið til styrktar rannsóknum á mænuskaða Fyrir þá sem vilja kynnast sögu Mark Pollock betur þá hélt han TED Talk erindi sem sjá má í heild sinni á Youtube.
Hlaup Reykjavík Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Sjá meira