Fetterman lagði Oz Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 06:45 CNN og Fox eru meðal þeirra miðla sem hafa lýst Fetterman sigurvegara í Pennsylvaníu. AP/The Philadelphia Inquirer/Tom Gralish CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. Úrslit eru enn óljós í sjö af þeim ríkjum þar sem kosið var til öldungadeildarinnar í þingkosningunum sem fóru fram í Bandaríkjunum í gær. Kosið var um öll sæti fulltrúadeildar þingsins og 35 af 100 sætum í öldungadeildinni. Þá var einnig kosið um ríkisstjóra og dómara. Nokkuð bar til tíðinda í nótt en enn sem komið er hefur árangur Demókrata, sem áttu undir högg að sækja, komið nokkuð á óvart. Eygja þeir raunhæfan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni, á meðan Repúblikanar þykja líklegri til að ná fulltrúadeildinni á sitt vald. Demókratar hafa bætt við sig einu sæti í öldungadeildinni þegar úrslit eru óráðin um sjö sæti og hafa tryggt sér 47 sæti gegn 46 sætum Repúblikana. Í fulltrúadeildinni, þar sem sætin eru 435, hafa Repúblikanar tryggt sér 192 sæti gegn 167 sætum Demókrata. Repúblikaninn Ron DeSantis var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída en hann er sagður íhuga forsetaframboð árið 2024 og virðist eini maðurinn sem á raunverulegan möguleika á því að sigra Donald Trump, ef síðarnefndi stendur við stórkarlalegar yfirlýsingar og býður sig fram á ný. Þá urðu nokkur söguleg úrslit í nótt, þar sem Maura Healey, sem vann sigur í Massachusetts, verður fyrsti lesbíski ríkisstjórinn í sögu Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, einn margra fjölmiðlafulltrúa Trumps í Hvíta húsinu, verður fyrsta konan til að sitja í embætti ríkisstjóra Arkansas og þá verður Demókratinn Wes Moore fyrsti svarti maðurinn til að verða ríkisstjóri Maryland. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Úrslit eru enn óljós í sjö af þeim ríkjum þar sem kosið var til öldungadeildarinnar í þingkosningunum sem fóru fram í Bandaríkjunum í gær. Kosið var um öll sæti fulltrúadeildar þingsins og 35 af 100 sætum í öldungadeildinni. Þá var einnig kosið um ríkisstjóra og dómara. Nokkuð bar til tíðinda í nótt en enn sem komið er hefur árangur Demókrata, sem áttu undir högg að sækja, komið nokkuð á óvart. Eygja þeir raunhæfan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni, á meðan Repúblikanar þykja líklegri til að ná fulltrúadeildinni á sitt vald. Demókratar hafa bætt við sig einu sæti í öldungadeildinni þegar úrslit eru óráðin um sjö sæti og hafa tryggt sér 47 sæti gegn 46 sætum Repúblikana. Í fulltrúadeildinni, þar sem sætin eru 435, hafa Repúblikanar tryggt sér 192 sæti gegn 167 sætum Demókrata. Repúblikaninn Ron DeSantis var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída en hann er sagður íhuga forsetaframboð árið 2024 og virðist eini maðurinn sem á raunverulegan möguleika á því að sigra Donald Trump, ef síðarnefndi stendur við stórkarlalegar yfirlýsingar og býður sig fram á ný. Þá urðu nokkur söguleg úrslit í nótt, þar sem Maura Healey, sem vann sigur í Massachusetts, verður fyrsti lesbíski ríkisstjórinn í sögu Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, einn margra fjölmiðlafulltrúa Trumps í Hvíta húsinu, verður fyrsta konan til að sitja í embætti ríkisstjóra Arkansas og þá verður Demókratinn Wes Moore fyrsti svarti maðurinn til að verða ríkisstjóri Maryland.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira