Fetterman lagði Oz Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 06:45 CNN og Fox eru meðal þeirra miðla sem hafa lýst Fetterman sigurvegara í Pennsylvaníu. AP/The Philadelphia Inquirer/Tom Gralish CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. Úrslit eru enn óljós í sjö af þeim ríkjum þar sem kosið var til öldungadeildarinnar í þingkosningunum sem fóru fram í Bandaríkjunum í gær. Kosið var um öll sæti fulltrúadeildar þingsins og 35 af 100 sætum í öldungadeildinni. Þá var einnig kosið um ríkisstjóra og dómara. Nokkuð bar til tíðinda í nótt en enn sem komið er hefur árangur Demókrata, sem áttu undir högg að sækja, komið nokkuð á óvart. Eygja þeir raunhæfan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni, á meðan Repúblikanar þykja líklegri til að ná fulltrúadeildinni á sitt vald. Demókratar hafa bætt við sig einu sæti í öldungadeildinni þegar úrslit eru óráðin um sjö sæti og hafa tryggt sér 47 sæti gegn 46 sætum Repúblikana. Í fulltrúadeildinni, þar sem sætin eru 435, hafa Repúblikanar tryggt sér 192 sæti gegn 167 sætum Demókrata. Repúblikaninn Ron DeSantis var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída en hann er sagður íhuga forsetaframboð árið 2024 og virðist eini maðurinn sem á raunverulegan möguleika á því að sigra Donald Trump, ef síðarnefndi stendur við stórkarlalegar yfirlýsingar og býður sig fram á ný. Þá urðu nokkur söguleg úrslit í nótt, þar sem Maura Healey, sem vann sigur í Massachusetts, verður fyrsti lesbíski ríkisstjórinn í sögu Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, einn margra fjölmiðlafulltrúa Trumps í Hvíta húsinu, verður fyrsta konan til að sitja í embætti ríkisstjóra Arkansas og þá verður Demókratinn Wes Moore fyrsti svarti maðurinn til að verða ríkisstjóri Maryland. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Úrslit eru enn óljós í sjö af þeim ríkjum þar sem kosið var til öldungadeildarinnar í þingkosningunum sem fóru fram í Bandaríkjunum í gær. Kosið var um öll sæti fulltrúadeildar þingsins og 35 af 100 sætum í öldungadeildinni. Þá var einnig kosið um ríkisstjóra og dómara. Nokkuð bar til tíðinda í nótt en enn sem komið er hefur árangur Demókrata, sem áttu undir högg að sækja, komið nokkuð á óvart. Eygja þeir raunhæfan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni, á meðan Repúblikanar þykja líklegri til að ná fulltrúadeildinni á sitt vald. Demókratar hafa bætt við sig einu sæti í öldungadeildinni þegar úrslit eru óráðin um sjö sæti og hafa tryggt sér 47 sæti gegn 46 sætum Repúblikana. Í fulltrúadeildinni, þar sem sætin eru 435, hafa Repúblikanar tryggt sér 192 sæti gegn 167 sætum Demókrata. Repúblikaninn Ron DeSantis var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída en hann er sagður íhuga forsetaframboð árið 2024 og virðist eini maðurinn sem á raunverulegan möguleika á því að sigra Donald Trump, ef síðarnefndi stendur við stórkarlalegar yfirlýsingar og býður sig fram á ný. Þá urðu nokkur söguleg úrslit í nótt, þar sem Maura Healey, sem vann sigur í Massachusetts, verður fyrsti lesbíski ríkisstjórinn í sögu Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, einn margra fjölmiðlafulltrúa Trumps í Hvíta húsinu, verður fyrsta konan til að sitja í embætti ríkisstjóra Arkansas og þá verður Demókratinn Wes Moore fyrsti svarti maðurinn til að verða ríkisstjóri Maryland.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira