Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2022 13:49 Mestöll raforka í Sviss er framleidd með vatnsafli eða kjarnorku. Því leita stjórnvöld þar óhefðbundinna leiða til þess að ná samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/EPA Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. Svissneskir frankar greiða nú fyrir orkunýtnari ljósaperur og eldavélar fyrir allt að fimm milljónir manna í Afríkuríkinu Gana. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þar sem flestir landsmenn brenna viði til að elda mat. Samdrátturinn í losun verður hins vegar færður í losunarbókhald Sviss, ekki Gana. Gana er eitt átta ríkja sem Sviss hefur samið við á þessum nótum og er sagt í viðræðum við að minnast kosti þrjú önnur. Öll eru ríkin töluverð verr stæð en Sviss, eitt auðugasta ríki jarðar. Auk Gana fá Perú, Senegal, Georgía, Vanúatú, Dóminíka, Taíland og Úkraína greitt fyrir að skera niður losun og gefa Sviss heiðurinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Svissnesk stjórnvöld hafa þegar gefist upp á að ná loftslagsmarkmiðum sínum. Raforka, sem er stærsta áskorunin hjá flestum ríkjum heims, er fyrst og fremst framleidd með vatnsafli og kjarnorku í Sviss. Því þurfa Svisslendingar að ná sínum samdrætti annars staðar. Stjórnvöld segja að þau þurfi að útvista að minnsta kosti þriðjungi fyrirhugaðs samdráttar til að ná losunarmarkmiðum sínum. Svíar og Japanir eru sagðir ætla sér að feta svipaða slóð. Velti ábyrgðinni yfir á þróunarríkin Ekki eru þó allir hrifnir af þessari svissnesku leið til að fegra losunarbókhaldið. Gagnrýnendur hennar segja að hún gæti frestað raunverulegum loftslagsaðgerðum í iðnríkjum og velt ábyrgðinni á því að draga úr losun yfir á þau snauðari jafnvel þó að það séu iðnríkin sem bera langstærstu ábyrgðina á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnbyltingu. Luis Arce, forseti Bólivíu, lýsti slíkum æfigum sem „kolefniskapítalisma“ á loftslagsráðstefnunni í Glasgow í fyrra. Hættuna telja gagnrýnendurnir þá að auðug ríki notfæri sér loftslagsaðgerðir sem fátækari þjóðir ætluðu hvort sem er að ráðast í. Svissnesk stjórnvöld fullyrða að þau ætli sér að tryggja að verkefnin sem þau fjármagna erlendis verði viðbót. Opnað var á möguleikann að ríki ynnu saman að samdrætti í losun með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Enn á eftir að leggja lokahönd á regluverk um hvernig slíkt samstarf virkaði í reynd, meðal annars til þess að tryggja að samdráttur sé ekki tvítalinn í losunarbókhaldi ríkja. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sviss Gana Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Svissneskir frankar greiða nú fyrir orkunýtnari ljósaperur og eldavélar fyrir allt að fimm milljónir manna í Afríkuríkinu Gana. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þar sem flestir landsmenn brenna viði til að elda mat. Samdrátturinn í losun verður hins vegar færður í losunarbókhald Sviss, ekki Gana. Gana er eitt átta ríkja sem Sviss hefur samið við á þessum nótum og er sagt í viðræðum við að minnast kosti þrjú önnur. Öll eru ríkin töluverð verr stæð en Sviss, eitt auðugasta ríki jarðar. Auk Gana fá Perú, Senegal, Georgía, Vanúatú, Dóminíka, Taíland og Úkraína greitt fyrir að skera niður losun og gefa Sviss heiðurinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Svissnesk stjórnvöld hafa þegar gefist upp á að ná loftslagsmarkmiðum sínum. Raforka, sem er stærsta áskorunin hjá flestum ríkjum heims, er fyrst og fremst framleidd með vatnsafli og kjarnorku í Sviss. Því þurfa Svisslendingar að ná sínum samdrætti annars staðar. Stjórnvöld segja að þau þurfi að útvista að minnsta kosti þriðjungi fyrirhugaðs samdráttar til að ná losunarmarkmiðum sínum. Svíar og Japanir eru sagðir ætla sér að feta svipaða slóð. Velti ábyrgðinni yfir á þróunarríkin Ekki eru þó allir hrifnir af þessari svissnesku leið til að fegra losunarbókhaldið. Gagnrýnendur hennar segja að hún gæti frestað raunverulegum loftslagsaðgerðum í iðnríkjum og velt ábyrgðinni á því að draga úr losun yfir á þau snauðari jafnvel þó að það séu iðnríkin sem bera langstærstu ábyrgðina á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnbyltingu. Luis Arce, forseti Bólivíu, lýsti slíkum æfigum sem „kolefniskapítalisma“ á loftslagsráðstefnunni í Glasgow í fyrra. Hættuna telja gagnrýnendurnir þá að auðug ríki notfæri sér loftslagsaðgerðir sem fátækari þjóðir ætluðu hvort sem er að ráðast í. Svissnesk stjórnvöld fullyrða að þau ætli sér að tryggja að verkefnin sem þau fjármagna erlendis verði viðbót. Opnað var á möguleikann að ríki ynnu saman að samdrætti í losun með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Enn á eftir að leggja lokahönd á regluverk um hvernig slíkt samstarf virkaði í reynd, meðal annars til þess að tryggja að samdráttur sé ekki tvítalinn í losunarbókhaldi ríkja.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sviss Gana Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41
Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08