Fyrrverandi leikmaður Anorthosis hissa á því að þeir hafi rústað Haukum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2022 15:01 Tímabilið hefur verið erfitt hjá Haukum. vísir/hulda margrét Fyrrverandi leikmaður Anorthosis á Kýpur var undrandi á því hversu auðveldlega liðið vann Hauka í Evrópubikarnum í handbolta karla. Haukar féllu úr leik fyrir Anorthosis eftir tólf marka samanlagt tap, 62-50. Sigurður Finnbogi Sæmundsson þekkir Anorthosis betur en sennilega allir Íslendingar enda lék hann með liðinu á síðasta tímabili. Hann segir að sigur Kýpverjanna á Haukum hafi ekki komið sér mikið á óvart. Stærð sigursins hafi hins vegar gert það. „Það kom mér á óvart hversu mikið rúst þetta var og smá á óvart að þeir hafi unnið. En það var ekkert sjokkerandi að þeir hafi klárað Haukana, sérstaklega miðað við hvernig þeir hafa byrjað tímabilið,“ sagði Sigurður í Handkastinu. Hann viðurkennir að hafa hjálpað Kýpverjunum aðeins með undirbúninginn fyrir leikina gegn Haukum. Aðeins átta lið eru í efstu deild á Kýpur og að sögn Sigurðar er hún ekki sterk. Helmingur liðanna skelfileg „Handbolti er ekki mjög stór en nokkrir góðir leikmenn hafa komið úr þessari deild. En hún er ekkert góð,“ sagði Sigurður. „Fjögur lið þarna eru skelfileg. Þau væru léleg í 2. deild á Íslandi. Svo eru tvö þokkaleg lið sem væru kannski í Grill 66 deildinni. Parnathos væri að rokka milli Olís- og Grill-deildarinnar og svo er Anorthosis er langlangbesta liðið. Þeir myndu fara í úrslitakeppnina í Olís-deildinni.“ Sigurður segir að bestu leikmenn Anorthosis séu flestir útlendingar og í hópi liðsins séu sterkir leikmenn frá Balkanskaganum. Að sögn Sigurðar voru Anorthosis-menn áhyggjufullir þegar þeir drógust gegn Haukum. „Þeir voru mjög stressaðir þegar þeir fréttu að þeir fengju Hauka. En eftir fyrri leikinn voru þeir alveg kokhraustir og héldu að þeir myndu ná þessu í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann fór í meistaranám á Kýpur fyrir tveimur árum. Fyrst lék hann með APOEL en gekk svo í raðir Anorthosis þar sem hann var aðallega í hlutverki varamanns. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Sigurð hefst 1:09:30. Haukar Olís-deild karla Handbolti Handkastið Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Handbolti Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfubolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Sport Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Fleiri fréttir Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Sjá meira
Sigurður Finnbogi Sæmundsson þekkir Anorthosis betur en sennilega allir Íslendingar enda lék hann með liðinu á síðasta tímabili. Hann segir að sigur Kýpverjanna á Haukum hafi ekki komið sér mikið á óvart. Stærð sigursins hafi hins vegar gert það. „Það kom mér á óvart hversu mikið rúst þetta var og smá á óvart að þeir hafi unnið. En það var ekkert sjokkerandi að þeir hafi klárað Haukana, sérstaklega miðað við hvernig þeir hafa byrjað tímabilið,“ sagði Sigurður í Handkastinu. Hann viðurkennir að hafa hjálpað Kýpverjunum aðeins með undirbúninginn fyrir leikina gegn Haukum. Aðeins átta lið eru í efstu deild á Kýpur og að sögn Sigurðar er hún ekki sterk. Helmingur liðanna skelfileg „Handbolti er ekki mjög stór en nokkrir góðir leikmenn hafa komið úr þessari deild. En hún er ekkert góð,“ sagði Sigurður. „Fjögur lið þarna eru skelfileg. Þau væru léleg í 2. deild á Íslandi. Svo eru tvö þokkaleg lið sem væru kannski í Grill 66 deildinni. Parnathos væri að rokka milli Olís- og Grill-deildarinnar og svo er Anorthosis er langlangbesta liðið. Þeir myndu fara í úrslitakeppnina í Olís-deildinni.“ Sigurður segir að bestu leikmenn Anorthosis séu flestir útlendingar og í hópi liðsins séu sterkir leikmenn frá Balkanskaganum. Að sögn Sigurðar voru Anorthosis-menn áhyggjufullir þegar þeir drógust gegn Haukum. „Þeir voru mjög stressaðir þegar þeir fréttu að þeir fengju Hauka. En eftir fyrri leikinn voru þeir alveg kokhraustir og héldu að þeir myndu ná þessu í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann fór í meistaranám á Kýpur fyrir tveimur árum. Fyrst lék hann með APOEL en gekk svo í raðir Anorthosis þar sem hann var aðallega í hlutverki varamanns. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Sigurð hefst 1:09:30.
Haukar Olís-deild karla Handbolti Handkastið Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Handbolti Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfubolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Sport Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Fleiri fréttir Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik