Stjörnurnar syrgja Aaron: „Ó hvað ég elskaði þig heitt á okkar unglingsárum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 16:02 Hilary Duff og Aaron Carter voru par fyrir um tuttugu árum síðan. Voru þau tvær af skærustu unglingsstjörnum þess tíma. Getty/Chris Polk „Ég er svo miður mín yfir því hvað lífið var þér erfitt og að þú hafir þurft að glíma við það fyrir framan allan heiminn,“ skrifar leikkonan Hilary Duff um fyrrverandi kærasta sinn Aaron Carter. Aaron fannst látinn á heimili sínu á laugardaginn. Hilary og Aaron byrjuðu fyrst saman árið 2001 og áttu svo í slitróttu sambandi til ársins 2004. Voru þau sannkallað stjörnupar, enda tvær af stærstu unglingastjörnum þess tíma. Þá vakti sambandið sérstaka athygli eftir að Aaron kom fram í þætti af Lizzie McGuire, þar sem Hilary fór með aðalhlutverk. Ástin sem hann missti frá sér Aaron hafði glímt við mikinn fíknivanda áður en hann fannst látinn í baðkari á heimili sínu á laugardaginn. Í gegnum tíðina hafði hann reglulega minnst á Hilary í viðtölum og talað um hana sem ástina sem hann missti frá sér. Þá sagðist hann vera staðráðinn í því að koma sér inn á beinu brautina og vinna Hilary til baka - svo varð þó aldrei. „Þú bjóst yfir sjarma sem var engu líkur... Ó hvað ég elskaði þig heitt á okkar unglingsárum,“ skrifaði Hilary á Instagram síðu sinni um leið og hún sendi ást til fjölskyldu hans. Aaron Carter og Hilary Duff á frumsýningu á myndinni The Lizzie McGuire Movie árið 2004.Getty/L.Cohen Á fjölmargar minningar með Aaroni Hilary var ekki eina unglingastjarnan sem Aaron átti í ástarsambandi við, því hann var einnig í sambandi með leikkonunni Lindsay Lohan um skeið. Lindsay minntist Aarons í viðtali við Access Hollywood. Þar talaði hún um þær fjölmörgu minningar sem hún á með honum. Hún sagðist þó ekki hafa heyrt í Aaroni í langan tíma. Þá sendi hún samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Aaron Carter og Lindsay Lohan voru par.Instagram Fíknin og andlegu veikindin eini óvinurinn Bróðir Aarons er Nick Carter, meðlimur hljómsveitarinnar The Backstreet Boys. Hljómsveitin var á tónleikaferðalagi þegar fregnir af andláti Aarons bárust. Bræðurnir höfðu átt í stormasömu sambandi síðustu ár og hafði Nick meðal annars fengið nálgunarbann á Aaron, eftir að Aaron hafði hótað óléttri eiginkonu hans lífláti. „Þrátt fyrir að samband okkar hafi verið fólkið, hefur ást mín á honum aldrei dofnað. Ég hef alltaf haldið í þá von að hann myndi á endanum finna löngun til þess að komast inn á beinu brautina og leita sér þeirrar hjálpar sem hann þurfti svo mikið á að halda,“ skrifaði Nick á Instagram á sunnudaginn. „Stundum vill maður kenna einhverjum um missi. Sannleikurinn er hins vegar sá að fíknin og andlegu veikindin eru eini raunverulegi óvinurinn í þessu tilfelli.“ View this post on Instagram A post shared by Nick Carter (@nickcarter) Backstreet Boys minntust Aarons á tónleikum Á sunnudaginn héldu Backstreet Boys tónleika á O2 leikvanginum í London. Nýttu þeir tækifærið til þess að heiðra minningu Aarons. „Í kvöld erum við sorgmæddir, því við misstum einn úr fjölskyldunni okkar í gær,“ sagði Backstreet Boys meðlimurinn Kevin Richardson. Myndskeið frá tónleikunum hefur gengið um netið þar sem má sjá Nick Carter í miklu uppnámi. Hljómsveitin flutti lagið Breathe og tileinkuðu þeir lagið Aaroni. Hollywood Tónlist Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Aaron Carter látinn 34 ára Söngvarinn Aaron Carter er látinn 34 aðeins ára gamall. Fjölmiðlar ytra greina frá því að hann hafi látist í baðkarinu heima hjá sér. Ekki er grunur um saknæma háttsemi. 5. nóvember 2022 20:23 Aaron Carter segir opinberlega frá tvíkynhneigð sinni Carter tilkynnti um kynhneigð sína í færslu á Twitter-reikningi sínum í dag. 7. ágúst 2017 14:26 Líflátshótanir bróðurins í garð óléttrar eiginkonu leiddu til nálgunarbanns Nick Carter, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys, hefur fengið nálgunarbann á bróður sinn, Aaron Carter, eftir að sá síðarnefndi hótaði óléttri eiginkonu Nicks lífláti. 18. september 2019 13:47 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Hilary og Aaron byrjuðu fyrst saman árið 2001 og áttu svo í slitróttu sambandi til ársins 2004. Voru þau sannkallað stjörnupar, enda tvær af stærstu unglingastjörnum þess tíma. Þá vakti sambandið sérstaka athygli eftir að Aaron kom fram í þætti af Lizzie McGuire, þar sem Hilary fór með aðalhlutverk. Ástin sem hann missti frá sér Aaron hafði glímt við mikinn fíknivanda áður en hann fannst látinn í baðkari á heimili sínu á laugardaginn. Í gegnum tíðina hafði hann reglulega minnst á Hilary í viðtölum og talað um hana sem ástina sem hann missti frá sér. Þá sagðist hann vera staðráðinn í því að koma sér inn á beinu brautina og vinna Hilary til baka - svo varð þó aldrei. „Þú bjóst yfir sjarma sem var engu líkur... Ó hvað ég elskaði þig heitt á okkar unglingsárum,“ skrifaði Hilary á Instagram síðu sinni um leið og hún sendi ást til fjölskyldu hans. Aaron Carter og Hilary Duff á frumsýningu á myndinni The Lizzie McGuire Movie árið 2004.Getty/L.Cohen Á fjölmargar minningar með Aaroni Hilary var ekki eina unglingastjarnan sem Aaron átti í ástarsambandi við, því hann var einnig í sambandi með leikkonunni Lindsay Lohan um skeið. Lindsay minntist Aarons í viðtali við Access Hollywood. Þar talaði hún um þær fjölmörgu minningar sem hún á með honum. Hún sagðist þó ekki hafa heyrt í Aaroni í langan tíma. Þá sendi hún samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Aaron Carter og Lindsay Lohan voru par.Instagram Fíknin og andlegu veikindin eini óvinurinn Bróðir Aarons er Nick Carter, meðlimur hljómsveitarinnar The Backstreet Boys. Hljómsveitin var á tónleikaferðalagi þegar fregnir af andláti Aarons bárust. Bræðurnir höfðu átt í stormasömu sambandi síðustu ár og hafði Nick meðal annars fengið nálgunarbann á Aaron, eftir að Aaron hafði hótað óléttri eiginkonu hans lífláti. „Þrátt fyrir að samband okkar hafi verið fólkið, hefur ást mín á honum aldrei dofnað. Ég hef alltaf haldið í þá von að hann myndi á endanum finna löngun til þess að komast inn á beinu brautina og leita sér þeirrar hjálpar sem hann þurfti svo mikið á að halda,“ skrifaði Nick á Instagram á sunnudaginn. „Stundum vill maður kenna einhverjum um missi. Sannleikurinn er hins vegar sá að fíknin og andlegu veikindin eru eini raunverulegi óvinurinn í þessu tilfelli.“ View this post on Instagram A post shared by Nick Carter (@nickcarter) Backstreet Boys minntust Aarons á tónleikum Á sunnudaginn héldu Backstreet Boys tónleika á O2 leikvanginum í London. Nýttu þeir tækifærið til þess að heiðra minningu Aarons. „Í kvöld erum við sorgmæddir, því við misstum einn úr fjölskyldunni okkar í gær,“ sagði Backstreet Boys meðlimurinn Kevin Richardson. Myndskeið frá tónleikunum hefur gengið um netið þar sem má sjá Nick Carter í miklu uppnámi. Hljómsveitin flutti lagið Breathe og tileinkuðu þeir lagið Aaroni.
Hollywood Tónlist Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Aaron Carter látinn 34 ára Söngvarinn Aaron Carter er látinn 34 aðeins ára gamall. Fjölmiðlar ytra greina frá því að hann hafi látist í baðkarinu heima hjá sér. Ekki er grunur um saknæma háttsemi. 5. nóvember 2022 20:23 Aaron Carter segir opinberlega frá tvíkynhneigð sinni Carter tilkynnti um kynhneigð sína í færslu á Twitter-reikningi sínum í dag. 7. ágúst 2017 14:26 Líflátshótanir bróðurins í garð óléttrar eiginkonu leiddu til nálgunarbanns Nick Carter, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys, hefur fengið nálgunarbann á bróður sinn, Aaron Carter, eftir að sá síðarnefndi hótaði óléttri eiginkonu Nicks lífláti. 18. september 2019 13:47 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Aaron Carter látinn 34 ára Söngvarinn Aaron Carter er látinn 34 aðeins ára gamall. Fjölmiðlar ytra greina frá því að hann hafi látist í baðkarinu heima hjá sér. Ekki er grunur um saknæma háttsemi. 5. nóvember 2022 20:23
Aaron Carter segir opinberlega frá tvíkynhneigð sinni Carter tilkynnti um kynhneigð sína í færslu á Twitter-reikningi sínum í dag. 7. ágúst 2017 14:26
Líflátshótanir bróðurins í garð óléttrar eiginkonu leiddu til nálgunarbanns Nick Carter, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys, hefur fengið nálgunarbann á bróður sinn, Aaron Carter, eftir að sá síðarnefndi hótaði óléttri eiginkonu Nicks lífláti. 18. september 2019 13:47