Stjórnarmenn NBA taka í sama streng og Lögmál leiksins: Dagar Kyrie gætu verið taldir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2022 20:15 Kyrie Irving og Brooklyn Nets eru í basli. AP Photo/Darron Cummings Eins og kmur fram í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins þá gætu dagar Kyrie Irving verið taldir í NBA deildinni í körfubolta. Hans eigið félag, Brooklyn Nets, dæmdi hann í fimm leikja bann eftir að hann neitaði að biðjast afsökunar vegna gyðingahaturs. Forráðamenn deildarinnar taka margir hverjir undir með sérfræðingum Lögmál leiksins þegar kemur að framtíð Kyrie. Kyrie Irving er þrítugur leikmaur sem er á sínu tólfta tímabili í NBA deildinni. Hann hefur sjö sinnum tekið þátt í Stjörnuleiknum og orðið NBA meistari einu sinni. Hann er með rúmlega 23 stig og tæplega 6 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferli sínum. Einnig hefur hann unnið gullverðlaun á Ólympíuleikunum og HM í körfubolta. Eftir nýjasta útspil hans – sem og allt bólusetningarfíaskóið – virðist sem dagar hans í deildinni gætu verið taldir. Allavega sem stjörnu sem getur gert, og sagt, hvað sem honum sýnist. The Athletic hafði samband við fjöldann allan af stjórnarmönnum deildarinnar og spurði út í stöðu Kyrie. NBA executives poll on all things Nets, at @TheAthletic: What is Kyrie Irving's future? Should they tear it down (again)? Will they trade Kevin Durant, or might he ask out (again)?"At what point is Durant gonna say 'F*** it. Get me out of here'?"https://t.co/NcfGsS3VnE— Sam Amick (@sam_amick) November 7, 2022 „Hann er andstæðan við dýrmæta vöru, sem þú vilt að leikmaður sem fær jafn mikið borgað og raun ber vitni, er,“ sagði einn. „Ég held að Kyrie muni ekki spila aftur í NBA deildinni,“ sagði annar. „Þetta verða bara eins árs samningar fyrir Irving héðan í frá,“ sagði þriðji. „Að Nike hafi rift samningnum gerir hlutina enn erfiðari fyrir hann,“ bætti sá fjórði við. Kyrie Irving er í dag leikmaður Brooklyn Nets og það verður seint sagt að það sé lognmolla í kringum það lið. Kevin Durant fékk ósk sína ekki uppfyllta en hann reyndi að komast frá liðinu í sumar. Eftir slaka byrjun var Steve Nash rekinn sem þjálfari og nú hefur félagið sett Kyrie í bann. Kyrie Nets career:111 games played128 games missed pic.twitter.com/zGFmnt1X7T— StatMuse (@statmuse) November 3, 2022 Þegar Nets nældi í þríeykið Durant, Kyrie og James Harden var talað um að liðið ætlaði sér að berjast um meistaratitilinn. Nú, þegar Harden er farinn til Philadelphia 76ers, er liðið nær því að missa af úrslitakeppninni heldur en að berjast um titilinn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Lögmál leiksins um Kyrie: „Ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu“ Það kemur svo sem ekki á óvart að í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins verði talað um Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA deildinni, og nýjasta útspils hans. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi velti einfaldlega fyrir sér hvort Irving hefði spilað sinn síðasta leik í deildinni. 7. nóvember 2022 17:30 Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5. nóvember 2022 16:30 Vildi ekki biðjast afsökunar og var settur í fimm leikja bann af eigin félagi NBA körfuboltastjarnan Kyrie Irving spilar ekki með liði sínu á næstunni eftir að Brooklyn Nets setti sinn eigin leikmann í fimm leikja bann vegna andgyðinglega framkomu sinnar. 4. nóvember 2022 07:30 Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. 27. september 2022 13:31 Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Kyrie Irving er þrítugur leikmaur sem er á sínu tólfta tímabili í NBA deildinni. Hann hefur sjö sinnum tekið þátt í Stjörnuleiknum og orðið NBA meistari einu sinni. Hann er með rúmlega 23 stig og tæplega 6 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferli sínum. Einnig hefur hann unnið gullverðlaun á Ólympíuleikunum og HM í körfubolta. Eftir nýjasta útspil hans – sem og allt bólusetningarfíaskóið – virðist sem dagar hans í deildinni gætu verið taldir. Allavega sem stjörnu sem getur gert, og sagt, hvað sem honum sýnist. The Athletic hafði samband við fjöldann allan af stjórnarmönnum deildarinnar og spurði út í stöðu Kyrie. NBA executives poll on all things Nets, at @TheAthletic: What is Kyrie Irving's future? Should they tear it down (again)? Will they trade Kevin Durant, or might he ask out (again)?"At what point is Durant gonna say 'F*** it. Get me out of here'?"https://t.co/NcfGsS3VnE— Sam Amick (@sam_amick) November 7, 2022 „Hann er andstæðan við dýrmæta vöru, sem þú vilt að leikmaður sem fær jafn mikið borgað og raun ber vitni, er,“ sagði einn. „Ég held að Kyrie muni ekki spila aftur í NBA deildinni,“ sagði annar. „Þetta verða bara eins árs samningar fyrir Irving héðan í frá,“ sagði þriðji. „Að Nike hafi rift samningnum gerir hlutina enn erfiðari fyrir hann,“ bætti sá fjórði við. Kyrie Irving er í dag leikmaður Brooklyn Nets og það verður seint sagt að það sé lognmolla í kringum það lið. Kevin Durant fékk ósk sína ekki uppfyllta en hann reyndi að komast frá liðinu í sumar. Eftir slaka byrjun var Steve Nash rekinn sem þjálfari og nú hefur félagið sett Kyrie í bann. Kyrie Nets career:111 games played128 games missed pic.twitter.com/zGFmnt1X7T— StatMuse (@statmuse) November 3, 2022 Þegar Nets nældi í þríeykið Durant, Kyrie og James Harden var talað um að liðið ætlaði sér að berjast um meistaratitilinn. Nú, þegar Harden er farinn til Philadelphia 76ers, er liðið nær því að missa af úrslitakeppninni heldur en að berjast um titilinn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Lögmál leiksins um Kyrie: „Ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu“ Það kemur svo sem ekki á óvart að í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins verði talað um Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA deildinni, og nýjasta útspils hans. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi velti einfaldlega fyrir sér hvort Irving hefði spilað sinn síðasta leik í deildinni. 7. nóvember 2022 17:30 Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5. nóvember 2022 16:30 Vildi ekki biðjast afsökunar og var settur í fimm leikja bann af eigin félagi NBA körfuboltastjarnan Kyrie Irving spilar ekki með liði sínu á næstunni eftir að Brooklyn Nets setti sinn eigin leikmann í fimm leikja bann vegna andgyðinglega framkomu sinnar. 4. nóvember 2022 07:30 Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. 27. september 2022 13:31 Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Lögmál leiksins um Kyrie: „Ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu“ Það kemur svo sem ekki á óvart að í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins verði talað um Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA deildinni, og nýjasta útspils hans. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi velti einfaldlega fyrir sér hvort Irving hefði spilað sinn síðasta leik í deildinni. 7. nóvember 2022 17:30
Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5. nóvember 2022 16:30
Vildi ekki biðjast afsökunar og var settur í fimm leikja bann af eigin félagi NBA körfuboltastjarnan Kyrie Irving spilar ekki með liði sínu á næstunni eftir að Brooklyn Nets setti sinn eigin leikmann í fimm leikja bann vegna andgyðinglega framkomu sinnar. 4. nóvember 2022 07:30
Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. 27. september 2022 13:31