Alveg jafn sátt með appelsínuöndina sex árum síðar Bjarki Sigurðsson skrifar 7. nóvember 2022 15:39 Appelsínuöndin er alltaf jafn góð að mati Ellenar. Ellen Guðmundsdóttir sló óvart í gegn hér á landi fyrir sex árum síðan þegar eiginmaður hennar birti mynd af henni á Facebook. Þá misskildi vinur hans færsluna og hélt hann væri að kalla eiginkonu sína appelsínuönd. Árið 2016 voru hjónin Ellen Guðmundsdóttir og Jónas Bjarnason stödd á eyjunni Tenerife á veitingastaðnum Hong Kong Food City. Þar fæst besta appelsínuönd heims að mati Ellenar. Hún var mjög ánægð með öndina sem hún fékk og skrifaði Jónas við myndina: „Sátt með appelsínuöndina“. Tryggvi, vinur Jónasar, misskildi færsluna og hélt að Jónas væri að líkja Ellen við appelsínuönd þar sem hún var orðin ansi sólbrún eftir dvölina á eyjunni. „Að þú skulir tala svona um konuna þína“ skrifaði Tryggvi. Jónas var fljótur að leiðrétta hann en úr urðu ein frægustu Facebook-samskipti Íslandssögunnar. Nú sex árum síðar ákvað dóttir þeirra Ellenar og Jónasar, Indíra, að endurgera myndina frægu. Hún hafði aldrei fengið að fara með móður sinni að smakka öndina frægu en það breyttist í gær. „Ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016,“ skrifaði Indíra við myndina sem hún birti í gærkvöldi. Auðvitað fengu fyrri samskipti Jónasar og Tryggva að fljóta með. Löngu hætt á twitter en fannst þessi merkisdagur eiga heima hér, ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016 pic.twitter.com/dvwnL0fJBE— Indira jonasd (@indirajonasd) November 6, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ellen að hún hafi mjög gaman af þessu gríni. Hún geti í rauninni ekki gert annað en að hlæja með. Þegar fólk leitar að appelsínuönd á Google kemur myndin af Ellen upp. „Ég var hérna í fyrra og þá var ein sem hringdi heim og talaði við systur sína. Sagðist vera að fara að fá sér appelsínuönd. Systirin sagðist hafa verið að lesa ótrúlega fyndin brandara um appelsínuönd og hún svaraði að hún væri með appelsínuöndinni sjálfri hérna úti,“ segir Ellen og hlær. Þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á flugvellinum á Tenerife að bíða eftir því að fljúga heim. Hún fer til eyjunnar að jafnaði tvisvar til þrisvar á ári og fær sér alltaf appelsínuöndina. Ertu alltaf jafn sátt með appelsínuöndina? „Algjörlega. Þetta er besta appelsínuönd sem ég fæ,“ segir Ellen. Grín og gaman Samfélagsmiðlar Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Einu sinni var... Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Árið 2016 voru hjónin Ellen Guðmundsdóttir og Jónas Bjarnason stödd á eyjunni Tenerife á veitingastaðnum Hong Kong Food City. Þar fæst besta appelsínuönd heims að mati Ellenar. Hún var mjög ánægð með öndina sem hún fékk og skrifaði Jónas við myndina: „Sátt með appelsínuöndina“. Tryggvi, vinur Jónasar, misskildi færsluna og hélt að Jónas væri að líkja Ellen við appelsínuönd þar sem hún var orðin ansi sólbrún eftir dvölina á eyjunni. „Að þú skulir tala svona um konuna þína“ skrifaði Tryggvi. Jónas var fljótur að leiðrétta hann en úr urðu ein frægustu Facebook-samskipti Íslandssögunnar. Nú sex árum síðar ákvað dóttir þeirra Ellenar og Jónasar, Indíra, að endurgera myndina frægu. Hún hafði aldrei fengið að fara með móður sinni að smakka öndina frægu en það breyttist í gær. „Ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016,“ skrifaði Indíra við myndina sem hún birti í gærkvöldi. Auðvitað fengu fyrri samskipti Jónasar og Tryggva að fljóta með. Löngu hætt á twitter en fannst þessi merkisdagur eiga heima hér, ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016 pic.twitter.com/dvwnL0fJBE— Indira jonasd (@indirajonasd) November 6, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ellen að hún hafi mjög gaman af þessu gríni. Hún geti í rauninni ekki gert annað en að hlæja með. Þegar fólk leitar að appelsínuönd á Google kemur myndin af Ellen upp. „Ég var hérna í fyrra og þá var ein sem hringdi heim og talaði við systur sína. Sagðist vera að fara að fá sér appelsínuönd. Systirin sagðist hafa verið að lesa ótrúlega fyndin brandara um appelsínuönd og hún svaraði að hún væri með appelsínuöndinni sjálfri hérna úti,“ segir Ellen og hlær. Þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á flugvellinum á Tenerife að bíða eftir því að fljúga heim. Hún fer til eyjunnar að jafnaði tvisvar til þrisvar á ári og fær sér alltaf appelsínuöndina. Ertu alltaf jafn sátt með appelsínuöndina? „Algjörlega. Þetta er besta appelsínuönd sem ég fæ,“ segir Ellen.
Grín og gaman Samfélagsmiðlar Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Einu sinni var... Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira