Meistaraefni Milwaukee í engum vandræðum án Giannis | Durant virðist ekki þurfa Kyrie né Simmons Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 10:31 Brook Lopez steig upp fyrst Giannis gat ekki spilað. Milwaukee Bucks Það kom ekki að sök þó Giannis Antetokounmpo hafi verið fjarri góðu gamni þegar Milwaukee Bucks mætti Oklahoma City Thunder í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistaraefnin frá Milwaukee unnu 14 stiga sigur, 108-94. Þá vann Brooklyn Nets sinn annan leik í röð, kannski er liðið betur sett án Kyrie Irving og Ben Simmons? Milwaukee Bucks eru besta lið deildarinnar í dag en liðið hefur nú unnið fyrstu níu leiki sína á tímabilinu. Oklahoma höfðu þó komið nokkuð á óvart og voru 4-4 fyrir leik næturinnar. Það var jafnt á öllum tölum í fyrsta leikhluta en svo má segja að Bucks hafi gert út um leikinn í öðrum leikhluta. Liðið skoraði þá 33 stig gegn aðeins 19 hjá OKC og í raun var aldrei aftur snúið. Bucks vann leikinn með 14 stiga mun og lagði grunninn að sigrinum í öðrum leikhluta leiksins, lokatölur 108-94. Brook Lopez steig upp í fjarveru Giannis og skoraði 25 stig. Alls skoruðu sex leikmenn Bucks 10 stig eða meira. Hjá Thunder var Shai Gilgeous-Alexander stigahæstur með 18 stig. Brook dropped 25 points in 24 minutes tonight.25 PTS | 3 REB | 63% FGM pic.twitter.com/ckr7qneYYP— Milwaukee Bucks (@Bucks) November 6, 2022 Brooklyn Nets vann Charlotte Hornes með fjögurra stiga mun, 98-94. Nets voru án Irving og Simmons, sá fyrrnefndi er í banni eftir að neita að biðjast afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla um gyðinga á meðan sá síðarnefndi er meiddur. Kevin Durant fór fyrir sínum mönnum og skoraði 27 stig í sigri Nets. Þar á eftir kom Cam Thomas með 21 stig. Hjá Hornets var Terry Rozier stigahæstur með 25 stig. KD IN THE CLUTCH pic.twitter.com/poMSin15H3— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) November 6, 2022 Boston Celtics vann New York Knicks með 15 stiga mun í stórveldaslagnum, lokatölur 133-118 Boston í vil. Jaylen Brown skoraði 30 stig í liði Boston og Jayson Tatum var með 26 stig. Alls skoruðu sex leikmenn liðsins 12 stig eða meira. Hjá Knicks var Julius Randle með 29 stig, RJ Barrett með 27 og Jalen Brunson með 22 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. The @celtics' dynamic duo of Jayson Tatum and Jaylen Brown combined for 56 PTS and 12 3PM in their win in NY!@jaytatum0: 26 PTS, 4 REB, 5 AST, 2 BLK, 6 3PM @FCHWPO: 30 PTS, 5 REB, 6 3PM pic.twitter.com/abLtMgu5sQ— NBA (@NBA) November 6, 2022 Trae Young skoraði 34 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks lagði New Orleans Pelicans í framlengdum leik, 124-121. Dejounte Murray var með þrefalda tvennu í liði Hawks. Hann skoraði 22 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Clint Capela bauð svo upp á 21 stig og 19 fráköst. Hjá Pelicans voru Zion Williamson og CJ McCollum báðir með 29 stig. Trae Young Dejounte Murray @TheTraeYoung (34 PTS, 10 AST, 2 STL) and @DejounteMurray (22 PTS, 10 REB, 11 AST, 3 STL) led the @ATLHawks to the overtime win! pic.twitter.com/AfYGKXHq73— NBA (@NBA) November 6, 2022 De'Aron Fox skoraði magnaða flautukörfu í sigri Sacramento Kings á Orlando Magic í framlengdum leik. Skot hans nánast frá miðju tryggði Kings þriggja stiga sigur, 126-123. Fox var stigahæstur í liði Kings með 37 stig á meðan Paolo Banchero skoraði 33 í liði Magic og tók 16 fráköst. De'Aaron Fox capped off his 37-point performance with a game-winner from the logo! @swipathefox: 37 PTS, 5 REB pic.twitter.com/FaRbtQfLNC— NBA (@NBA) November 6, 2022 Önnur úrslit Phoenix Suns 102 - 82 Portland Trail BlazersMinnesota Timberwolves 129 - 117 Houston RocketsDenver Nuggets 126 - 101 San Antonio Spurs Körfubolti NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Milwaukee Bucks eru besta lið deildarinnar í dag en liðið hefur nú unnið fyrstu níu leiki sína á tímabilinu. Oklahoma höfðu þó komið nokkuð á óvart og voru 4-4 fyrir leik næturinnar. Það var jafnt á öllum tölum í fyrsta leikhluta en svo má segja að Bucks hafi gert út um leikinn í öðrum leikhluta. Liðið skoraði þá 33 stig gegn aðeins 19 hjá OKC og í raun var aldrei aftur snúið. Bucks vann leikinn með 14 stiga mun og lagði grunninn að sigrinum í öðrum leikhluta leiksins, lokatölur 108-94. Brook Lopez steig upp í fjarveru Giannis og skoraði 25 stig. Alls skoruðu sex leikmenn Bucks 10 stig eða meira. Hjá Thunder var Shai Gilgeous-Alexander stigahæstur með 18 stig. Brook dropped 25 points in 24 minutes tonight.25 PTS | 3 REB | 63% FGM pic.twitter.com/ckr7qneYYP— Milwaukee Bucks (@Bucks) November 6, 2022 Brooklyn Nets vann Charlotte Hornes með fjögurra stiga mun, 98-94. Nets voru án Irving og Simmons, sá fyrrnefndi er í banni eftir að neita að biðjast afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla um gyðinga á meðan sá síðarnefndi er meiddur. Kevin Durant fór fyrir sínum mönnum og skoraði 27 stig í sigri Nets. Þar á eftir kom Cam Thomas með 21 stig. Hjá Hornets var Terry Rozier stigahæstur með 25 stig. KD IN THE CLUTCH pic.twitter.com/poMSin15H3— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) November 6, 2022 Boston Celtics vann New York Knicks með 15 stiga mun í stórveldaslagnum, lokatölur 133-118 Boston í vil. Jaylen Brown skoraði 30 stig í liði Boston og Jayson Tatum var með 26 stig. Alls skoruðu sex leikmenn liðsins 12 stig eða meira. Hjá Knicks var Julius Randle með 29 stig, RJ Barrett með 27 og Jalen Brunson með 22 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. The @celtics' dynamic duo of Jayson Tatum and Jaylen Brown combined for 56 PTS and 12 3PM in their win in NY!@jaytatum0: 26 PTS, 4 REB, 5 AST, 2 BLK, 6 3PM @FCHWPO: 30 PTS, 5 REB, 6 3PM pic.twitter.com/abLtMgu5sQ— NBA (@NBA) November 6, 2022 Trae Young skoraði 34 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks lagði New Orleans Pelicans í framlengdum leik, 124-121. Dejounte Murray var með þrefalda tvennu í liði Hawks. Hann skoraði 22 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Clint Capela bauð svo upp á 21 stig og 19 fráköst. Hjá Pelicans voru Zion Williamson og CJ McCollum báðir með 29 stig. Trae Young Dejounte Murray @TheTraeYoung (34 PTS, 10 AST, 2 STL) and @DejounteMurray (22 PTS, 10 REB, 11 AST, 3 STL) led the @ATLHawks to the overtime win! pic.twitter.com/AfYGKXHq73— NBA (@NBA) November 6, 2022 De'Aron Fox skoraði magnaða flautukörfu í sigri Sacramento Kings á Orlando Magic í framlengdum leik. Skot hans nánast frá miðju tryggði Kings þriggja stiga sigur, 126-123. Fox var stigahæstur í liði Kings með 37 stig á meðan Paolo Banchero skoraði 33 í liði Magic og tók 16 fráköst. De'Aaron Fox capped off his 37-point performance with a game-winner from the logo! @swipathefox: 37 PTS, 5 REB pic.twitter.com/FaRbtQfLNC— NBA (@NBA) November 6, 2022 Önnur úrslit Phoenix Suns 102 - 82 Portland Trail BlazersMinnesota Timberwolves 129 - 117 Houston RocketsDenver Nuggets 126 - 101 San Antonio Spurs
Körfubolti NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira