Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 80-85 Grindavík | Ljónharðir Grindvíkingar sóttu sigur í Ljónagryfjunni Atli Arason skrifar 4. nóvember 2022 23:05 Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, gerði 18 stig gegn Njarðvík. Vísir/Bára Grindavík sótti öflugan fimm stiga sigur á útivelli gegn Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-85. Sigri Grindavíkur var lítið ógnað en liðið leiddi nánast frá upphafi til enda. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af krafti á meðan Njarðvíkingar virtust hægir og seinir. Gestirnir skoruðu 12 af fyrstu 15 stigum leiksins og náðu níu stiga forskoti áður en heimamenn vöknuðu til lífsins og gerðu næstu fimm stig leiksins. Það dugði þó skammt því gestirnir tóku aftur völd á leiknum með Braga Guðmunds og Óla Óla fremsta í flokki. Grindavík keyrði yfir Njarðvíkinga og náði mest 15 stiga forskoti í fyrsta leikhlutanum í stöðunni 8-23. Heimamenn náðu að rétta örlítið úr kútnum undir lok fjórðungsins sem lauk með 12 stiga sigri Grindvíkinga, 12-24. Njarðvíkingar sýndu smá baráttuvilja í upphafi 2. leikhluta og náðu að minnka muninn niður í þrjú stig eftir sniðskot frá Ólafi Helga Jónssyni, 22-25. Eins og í fyrsta leikhluta þá svöruðu gestirnir áhlaupi Njarðvíkur af krafti. Þegar 2. fjórðungur var rúmlega hálfnaður var Grindavík komið með 14 stiga forskot, 25-39. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Njarðvík gerði þó fleiri stig, hálfleikstölur voru 40-47 fyrir Grindavík. Í þriðja leikhluta ógnuðu heimamenn forskoti Grindvíkinga nokkru sinnum en Njarðvíkingum tókst mest að minnka muninn niður í eitt stig en komust ekki nær, þrátt fyrir að vinna þriðja leikhlutan 24-21. Það voru því Grindvíkingar sem leiddu með fjórum stigum fyrir lokaleikhlutan, 64-68. Síðasti fjórðungurinn var æsispennandi. Njarðvík náði forskoti í fyrsta skipti í leiknum með því að skora fyrstu sex stig leikhlutans en eins og áður þá kom áhlaup frá Grindvíkingum sem hirtu forskotið til baka. Basile tókst þó að koma Njarðvíkingum aftur einu stigi yfir þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af leiknum í stöðunni 76-75. Síðustu fjórar mínúturnar voru þó eign Grindvíkinga sem skoruðu tíu stig gegn aðeins fjórum frá Njarðvík og fór svo að lokum að Grindavík vann fimm stiga sigur, 80-85. Afhverju vann Grindavík? Grindvíkingar leiddu leikinn lengst af og áttu sigurinn skilið. Gestirnir sýndu töluvert meiri baráttuvilja og var það líklega sá einstaki þáttur sem munaði mest á milli liðunum í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Bragi Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur, var frábær í kvöld. Bragi gerði 15 af 47 stigum Grindavíkur í fyrri hálfleik og Njarðvíkingar réðu ekkert við hann. Bragi skoraði alls 19 stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Eftir því sem leið á leikinn þá tók David Azore, leikmaður Grindavíkur, við keflinu og skoraði nánast þegar honum sýndist í síðari hálfleik. Azore endaði stigahæsti leikmaður vallarins með 25 stig. Hjá Njarðvík var Dedrick Basile stigahæstur með 15 stig. Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé en næsti leikur Njarðvíkur er á útivelli gegn Breiðablik þann 20. nóvember en Grindavík tekur á móti Tindastól degi síðar. „Ef þú ert ekki tilbúinn þá bara taparðu“ Benedikt Guðmundsson er þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Vilhelm Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var fúll og pirraður yfir því hvernig sínir menn nálguðust leikinn í kvöld, með alltof miklum hroka. „Mig langar að óska Grindavík til hamingju með þennan leik. Þeir áttu sigurinn skilið og börðust eins og ljón með risa hjarta. Þeir gáfu allt í þetta, til hamingju Grindavík,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Við gerðum ekkert af því sem Grindavík var að gera. Ég er auðvitað svekktur að tapa jöfnum leik og allt þetta en ég er ógeðslega fúll með nálgunina okkar í þessum leik. Hvernig við byrjum þennan leik flatir og ætlum síðan eitthvað að reyna að fara að spýta í lófana þegar það líður á leikinn en þá er það bara orðið of seint. Ef þú nálgast leiki með þessa hætti, sama hvaða lið það er, ef þú ert ekki tilbúinn þá bara taparðu. Það er bara okkar hlutskipti núna. Við mættum hrokafullir og of góðir með okkur en eigum svo skíta frammistöðu.“ Njarðvíkingar hafa átt í erfiðleikum með að gíra sig upp í leiki gegn andstæðingum sem fyrirfarm eru taldir lakari að mati Benedikts. Leikurinn í kvöld var annar tapleikur Njarðvíkur á tímabilinu en liðið tapaði einnig gegn ÍR í fyrstu umferð. „Þú þarft að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Maður getur ekki nálgast leiki á móti liðum sem þú telur vera lakari en þú öðruvísi en maður nálgast lið sem eru annað hvort betri eða á sama getustigi. Núna erum við búnir að spila fimm leiki og þetta er aldrei vandamál á móti liðum sem eru talin líklegri til að vinna okkur. Þá erum við alltaf klárir. Svo mætum við svona í tveimur leikjum af þessum fimm og við erum bara algjörlega hauslausir.“ Benedikt mun eiga erfitt með að sætta sig við tapið í kvöld að eigin sögn, vegna þess hve andlausir sínir leikmenn mættu til leiks. „Ég get alveg sætt mig við töp. Ég er búinn að vera lengi í þessu og tapað ansi mörgum leikjum. Ég get samt ekki sætt mig við svona, að tapa leikjum út af hugarfari og hvernig við nálgumst leikinn. Ég á mjög erfitt með það, ég get alveg sætt mig við tap ef hitt liðið var betra og við gáfum allt í þetta en að grafa okkur í holu í byrjun út af heimsku og hroka, það er miklu erfiðara að tapa þannig,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík
Grindavík sótti öflugan fimm stiga sigur á útivelli gegn Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-85. Sigri Grindavíkur var lítið ógnað en liðið leiddi nánast frá upphafi til enda. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af krafti á meðan Njarðvíkingar virtust hægir og seinir. Gestirnir skoruðu 12 af fyrstu 15 stigum leiksins og náðu níu stiga forskoti áður en heimamenn vöknuðu til lífsins og gerðu næstu fimm stig leiksins. Það dugði þó skammt því gestirnir tóku aftur völd á leiknum með Braga Guðmunds og Óla Óla fremsta í flokki. Grindavík keyrði yfir Njarðvíkinga og náði mest 15 stiga forskoti í fyrsta leikhlutanum í stöðunni 8-23. Heimamenn náðu að rétta örlítið úr kútnum undir lok fjórðungsins sem lauk með 12 stiga sigri Grindvíkinga, 12-24. Njarðvíkingar sýndu smá baráttuvilja í upphafi 2. leikhluta og náðu að minnka muninn niður í þrjú stig eftir sniðskot frá Ólafi Helga Jónssyni, 22-25. Eins og í fyrsta leikhluta þá svöruðu gestirnir áhlaupi Njarðvíkur af krafti. Þegar 2. fjórðungur var rúmlega hálfnaður var Grindavík komið með 14 stiga forskot, 25-39. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Njarðvík gerði þó fleiri stig, hálfleikstölur voru 40-47 fyrir Grindavík. Í þriðja leikhluta ógnuðu heimamenn forskoti Grindvíkinga nokkru sinnum en Njarðvíkingum tókst mest að minnka muninn niður í eitt stig en komust ekki nær, þrátt fyrir að vinna þriðja leikhlutan 24-21. Það voru því Grindvíkingar sem leiddu með fjórum stigum fyrir lokaleikhlutan, 64-68. Síðasti fjórðungurinn var æsispennandi. Njarðvík náði forskoti í fyrsta skipti í leiknum með því að skora fyrstu sex stig leikhlutans en eins og áður þá kom áhlaup frá Grindvíkingum sem hirtu forskotið til baka. Basile tókst þó að koma Njarðvíkingum aftur einu stigi yfir þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af leiknum í stöðunni 76-75. Síðustu fjórar mínúturnar voru þó eign Grindvíkinga sem skoruðu tíu stig gegn aðeins fjórum frá Njarðvík og fór svo að lokum að Grindavík vann fimm stiga sigur, 80-85. Afhverju vann Grindavík? Grindvíkingar leiddu leikinn lengst af og áttu sigurinn skilið. Gestirnir sýndu töluvert meiri baráttuvilja og var það líklega sá einstaki þáttur sem munaði mest á milli liðunum í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Bragi Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur, var frábær í kvöld. Bragi gerði 15 af 47 stigum Grindavíkur í fyrri hálfleik og Njarðvíkingar réðu ekkert við hann. Bragi skoraði alls 19 stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Eftir því sem leið á leikinn þá tók David Azore, leikmaður Grindavíkur, við keflinu og skoraði nánast þegar honum sýndist í síðari hálfleik. Azore endaði stigahæsti leikmaður vallarins með 25 stig. Hjá Njarðvík var Dedrick Basile stigahæstur með 15 stig. Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé en næsti leikur Njarðvíkur er á útivelli gegn Breiðablik þann 20. nóvember en Grindavík tekur á móti Tindastól degi síðar. „Ef þú ert ekki tilbúinn þá bara taparðu“ Benedikt Guðmundsson er þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Vilhelm Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var fúll og pirraður yfir því hvernig sínir menn nálguðust leikinn í kvöld, með alltof miklum hroka. „Mig langar að óska Grindavík til hamingju með þennan leik. Þeir áttu sigurinn skilið og börðust eins og ljón með risa hjarta. Þeir gáfu allt í þetta, til hamingju Grindavík,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Við gerðum ekkert af því sem Grindavík var að gera. Ég er auðvitað svekktur að tapa jöfnum leik og allt þetta en ég er ógeðslega fúll með nálgunina okkar í þessum leik. Hvernig við byrjum þennan leik flatir og ætlum síðan eitthvað að reyna að fara að spýta í lófana þegar það líður á leikinn en þá er það bara orðið of seint. Ef þú nálgast leiki með þessa hætti, sama hvaða lið það er, ef þú ert ekki tilbúinn þá bara taparðu. Það er bara okkar hlutskipti núna. Við mættum hrokafullir og of góðir með okkur en eigum svo skíta frammistöðu.“ Njarðvíkingar hafa átt í erfiðleikum með að gíra sig upp í leiki gegn andstæðingum sem fyrirfarm eru taldir lakari að mati Benedikts. Leikurinn í kvöld var annar tapleikur Njarðvíkur á tímabilinu en liðið tapaði einnig gegn ÍR í fyrstu umferð. „Þú þarft að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Maður getur ekki nálgast leiki á móti liðum sem þú telur vera lakari en þú öðruvísi en maður nálgast lið sem eru annað hvort betri eða á sama getustigi. Núna erum við búnir að spila fimm leiki og þetta er aldrei vandamál á móti liðum sem eru talin líklegri til að vinna okkur. Þá erum við alltaf klárir. Svo mætum við svona í tveimur leikjum af þessum fimm og við erum bara algjörlega hauslausir.“ Benedikt mun eiga erfitt með að sætta sig við tapið í kvöld að eigin sögn, vegna þess hve andlausir sínir leikmenn mættu til leiks. „Ég get alveg sætt mig við töp. Ég er búinn að vera lengi í þessu og tapað ansi mörgum leikjum. Ég get samt ekki sætt mig við svona, að tapa leikjum út af hugarfari og hvernig við nálgumst leikinn. Ég á mjög erfitt með það, ég get alveg sætt mig við tap ef hitt liðið var betra og við gáfum allt í þetta en að grafa okkur í holu í byrjun út af heimsku og hroka, það er miklu erfiðara að tapa þannig,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum