Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Snorri Másson skrifar 3. nóvember 2022 19:33 Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. Lögregla fór víða um Reykjavík í gær í leit að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi með flugvél um morguninn. Þrettán úr hópnum fundust ekki og að lokum voru fimmtán sendir úr landi. Á meðal þeirra var Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, sem hefur dvalið á Íslandi í meira en eitt og hálft ár. Myndband þar sem honum er lyft úr hjólastól sínum til að vera fluttur á brott hefur vakið nokkra hneykslan á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Aðrir tveir í þessum fimmtán manna hópi eru systur Hussein, þær Yasameen og Zahra Hussein, sem hafa verið við nám við Fjölbrautarskólann við Ármúlann undanfarið eitt og hálft ár. Þær voru teknar höndum af lögreglu á leið úr skóla um miðjan dag í gær. Systurnar sendu kennurum sínum myndband af Hótel Völlum, þar sem þær báðu lögreglu að lofa sér að vera, sem má sjá í fréttabrotinu hér að ofan. „Þetta voru miklir fyrirmyndarnemendur, búnir að vera hér í eitt og hálft ár. Búnar að ná þokkalegum tökum á íslensku, voru til algerrar fyrirmyndar, mættu 100% og komu aldrei seint eða neitt. Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari í samtali við fréttastofu. „Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari um mál hælisleitenda sem sendir hafa verið úr landi.Vísir Vildu sjá hvort þau fengju efnislega meðferð síns máls Öll hefur fjölskyldan fengið hæli í Grikklandi en áttu von á því 18. nóvember að úr því yrði skorið á Íslandi hvort þau fengju samt efnislega meðferð hér. Allt kom fyrir ekki og nú er Hussein-fjölskyldan komin til Grikklands, þar sem Magnús segir systurnar hafa verið sendar af grísku lögreglunni útaf flugstöðinni allslausar og vita ekki hvar þær sofa í nótt. Þá hafi þær aðeins náð að taka með sér það sem þær höfðu meðferðis í skólanum í gær. „Það er alveg sama hvað fólki finnst um hælisleitendur og hversu lengi þeir eiga að vera á Íslandi, þær voru búnar að vera í eitt og hálft ár. Þetta er svo ómannúðleg framkoma að það er bara engu lagi líkt,“ segir Magnús skólastjóri. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Reykjavík Mál Hussein Hussein Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Lögregla fór víða um Reykjavík í gær í leit að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi með flugvél um morguninn. Þrettán úr hópnum fundust ekki og að lokum voru fimmtán sendir úr landi. Á meðal þeirra var Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, sem hefur dvalið á Íslandi í meira en eitt og hálft ár. Myndband þar sem honum er lyft úr hjólastól sínum til að vera fluttur á brott hefur vakið nokkra hneykslan á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Aðrir tveir í þessum fimmtán manna hópi eru systur Hussein, þær Yasameen og Zahra Hussein, sem hafa verið við nám við Fjölbrautarskólann við Ármúlann undanfarið eitt og hálft ár. Þær voru teknar höndum af lögreglu á leið úr skóla um miðjan dag í gær. Systurnar sendu kennurum sínum myndband af Hótel Völlum, þar sem þær báðu lögreglu að lofa sér að vera, sem má sjá í fréttabrotinu hér að ofan. „Þetta voru miklir fyrirmyndarnemendur, búnir að vera hér í eitt og hálft ár. Búnar að ná þokkalegum tökum á íslensku, voru til algerrar fyrirmyndar, mættu 100% og komu aldrei seint eða neitt. Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari í samtali við fréttastofu. „Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari um mál hælisleitenda sem sendir hafa verið úr landi.Vísir Vildu sjá hvort þau fengju efnislega meðferð síns máls Öll hefur fjölskyldan fengið hæli í Grikklandi en áttu von á því 18. nóvember að úr því yrði skorið á Íslandi hvort þau fengju samt efnislega meðferð hér. Allt kom fyrir ekki og nú er Hussein-fjölskyldan komin til Grikklands, þar sem Magnús segir systurnar hafa verið sendar af grísku lögreglunni útaf flugstöðinni allslausar og vita ekki hvar þær sofa í nótt. Þá hafi þær aðeins náð að taka með sér það sem þær höfðu meðferðis í skólanum í gær. „Það er alveg sama hvað fólki finnst um hælisleitendur og hversu lengi þeir eiga að vera á Íslandi, þær voru búnar að vera í eitt og hálft ár. Þetta er svo ómannúðleg framkoma að það er bara engu lagi líkt,“ segir Magnús skólastjóri.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Reykjavík Mál Hussein Hussein Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira