Sextíu ár síðan leikmaður byrjaði NBA tímabil svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 15:01 Luka Doncic á ferðinni með boltann í sigri Dallas Mavericks í nótt. AP/Gareth Patterson Luka Doncic hélt áfram uppteknum hætti í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann skoraði 33 stig í 103-100 sigri Dallas Mavericks á Utah Jazz. Doncic hefur þar með skorað þrjátíu stig eða meira í fyrstu sjö leikjum tímabilsins sem er svo sjaldgæft að sjálfur Michael Jordan náði því aldrei á sínum magnaða ferli. Jordan náði mest sex fyrstu leikjunum yfir þrjátíu stig og Doncic fót því fram úr honum í nótt. Luka drives and scores for his 7th straight game with 30+ PTS this season pic.twitter.com/Djn5RBGV3i— NBA (@NBA) November 3, 2022 Það þarf í raun að fara sextíu ár aftur í tímanna, allt til tímabilsins 1962-63, til að finna síðasta leikmann sem náði þessu. Sá hét Wilt Chamberlain en hann skoraði yfir þrjátíu stig í 23 fyrstu leikjum þess tímabils. Wilt bætti þá eigið met eftir að hafa skorað yfir þrjátíu stig í átta fyrstu leikjunum þremur tímabilum fyrr. „Þetta er sjaldgæft og við fáum að sjá þetta á hverju kvöldi,“ sagði Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, eftir leikinn í nótt. Luka Doncic becomes the first player since Wilt in 1962 to start the season with 7 straight 30+ PTS games pic.twitter.com/lsDQN01p8A— Hoop Muse (@HoopMuse) November 3, 2022 Doncic er með 36,1 stig að meðaltali í þessum fyrstu sjö leikjum en á síðustu sextíu NBA-tímabilum hafa aðeins tveir leikmenn skorað meira í leik í upphafi leiktíðar en það eru þeir Michael Jordan (37,0 stig í leik 1986-87) og James Harden (36,6 stig í leik 2019-20). Doncic er enn bara 23 ára gamall og á sínu fimmta tímabili í NBA-deildinni. Hann er líka að spila uppi félaga sína en Slóveninn var líka með ellefu stoðsendingar í nótt og hefur þegar átt fjóra 30-10 leiki á tímabilinu. Restin af deildinni er aðeins samanlagt með fjóra slíka leiki. Luka Doncic becomes the 3rd player (4th instance) in NBA history to score 30+ points in their first 7 games of the season! #MFFL pic.twitter.com/GRpuW2T9mW— NBA History (@NBAHistory) November 3, 2022 NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Doncic hefur þar með skorað þrjátíu stig eða meira í fyrstu sjö leikjum tímabilsins sem er svo sjaldgæft að sjálfur Michael Jordan náði því aldrei á sínum magnaða ferli. Jordan náði mest sex fyrstu leikjunum yfir þrjátíu stig og Doncic fót því fram úr honum í nótt. Luka drives and scores for his 7th straight game with 30+ PTS this season pic.twitter.com/Djn5RBGV3i— NBA (@NBA) November 3, 2022 Það þarf í raun að fara sextíu ár aftur í tímanna, allt til tímabilsins 1962-63, til að finna síðasta leikmann sem náði þessu. Sá hét Wilt Chamberlain en hann skoraði yfir þrjátíu stig í 23 fyrstu leikjum þess tímabils. Wilt bætti þá eigið met eftir að hafa skorað yfir þrjátíu stig í átta fyrstu leikjunum þremur tímabilum fyrr. „Þetta er sjaldgæft og við fáum að sjá þetta á hverju kvöldi,“ sagði Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, eftir leikinn í nótt. Luka Doncic becomes the first player since Wilt in 1962 to start the season with 7 straight 30+ PTS games pic.twitter.com/lsDQN01p8A— Hoop Muse (@HoopMuse) November 3, 2022 Doncic er með 36,1 stig að meðaltali í þessum fyrstu sjö leikjum en á síðustu sextíu NBA-tímabilum hafa aðeins tveir leikmenn skorað meira í leik í upphafi leiktíðar en það eru þeir Michael Jordan (37,0 stig í leik 1986-87) og James Harden (36,6 stig í leik 2019-20). Doncic er enn bara 23 ára gamall og á sínu fimmta tímabili í NBA-deildinni. Hann er líka að spila uppi félaga sína en Slóveninn var líka með ellefu stoðsendingar í nótt og hefur þegar átt fjóra 30-10 leiki á tímabilinu. Restin af deildinni er aðeins samanlagt með fjóra slíka leiki. Luka Doncic becomes the 3rd player (4th instance) in NBA history to score 30+ points in their first 7 games of the season! #MFFL pic.twitter.com/GRpuW2T9mW— NBA History (@NBAHistory) November 3, 2022
NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira