Öryggis- og friðarmál miðpunktur umræðunnar á Norðurlandaráðsþingi Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2022 12:31 Sanna Marin, Katrin Jakobsdottir, Jonas Gahr Store á góðri stundu. AP/Vesa Moilanen Forsætisráðherra segir öryggis- og varnarmál vera miðpunkt umræðunnar á þingi Norðurlandaráðs sem nú væri haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland muni leggja áherslu á friðarmál undir formennsku hennar í ráðherraráði ríkjanna með alþjóðlegri friðarráðstefnu í Reykjavík á næsta ári. Þing Norðurlandaráðs hófst í Helsinki í Finnlandi í gær og lýkur á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forsætisráðherra ríkjanna hafa rætt í gær um áætlun sem samþykkt var árið 2019 um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta svæði heims fyrir 2030. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands og Katrin Jakobsdottir forsætisráðherra Íslands á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki.AP/Vesa Moilanen „Svo er það stríðið sem er hér í raun og veru yfir og allt um lykjandi. Það má segja að þingið sé haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Það er auðvitað mjög áberandi að þessi mál, utanríkis- og varnarmál, hafa kannski ekki mikið verið rædd á vettvangi Norðurlandaráðs en núna eru þau í algerum miðpunkti,“ segir Katrín. Mikil samstaða ríki milli landanna í viðbrögðum við stríðinu í Úkraínu en einhver áherslumunur sé mili þeirra í loftslagsmálum þótt eining ríki um framtíðarsýnina. Verkefnið nái til þess sem hvert og eitt ríki geri á heimavelli en líka gagnvart umheiminum. Norðurlöndin væru í vaxandi mæli að styrkja önnur og fátækari ríki í loftslagsmálum. „Sem einmitt þurfa þennan stuðning til að geta tryggt velsæld sinna íbúa og um leið dregið úr losun,“ segir forsætisráðherra. Katrín tekur við formennsku í ráðherraráði Norðurlandaráðs á næsta ári og kynntu íslensku fulltrúarnir áherslur sínar á þinginu í gær varðandi loftslagsmálin og önnur mál. Að auki setji Ísland friðarmál á dagskrá sem hafi mælst vel fyrir. Katrin Jakobsdottir, Jonas Gahr Store, Sanna Marin Ulf Kristersson á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Mette Frederikssen var fjarri góðu gamni vegna þingkosninga í Danmörku.AP/Vesa Moilanen „Við erum í raun og veru að segja út af stöðunni, þar sem notkun til dæmis kjarnavopna er skyndilega orðin eitthvað sem er rætt um eins og möguleika, hafi aldrei verið brýnna að ræða frið. Hvernig við getum tryggt frið í álfunni okkar, segir Katrín. Áhrif stríðsins á íbúa Úkraínu og öryggi og velsæld íbúa allrar Evrópu birtist öllum glögglega um þessar mundir. Þess vegna muni Ísland setja friðarmálin í forgang og kalla fólk saman í Reykjavík. „Við munum efna til alþjóðlegrar friðarráðstefnu í tilefni af okkar formennsku. Auðvitað má segja að friðurinn sé undirstaðan undir allt annað sem við erum að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Norðurlandaráð Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Félagslegar áherslur Norðurlanda verða að fylgja loftslagsaðgerðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn og styðji öll Úkraínu eftir innrás Rússa. 1. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs hófst í Helsinki í Finnlandi í gær og lýkur á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forsætisráðherra ríkjanna hafa rætt í gær um áætlun sem samþykkt var árið 2019 um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta svæði heims fyrir 2030. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands og Katrin Jakobsdottir forsætisráðherra Íslands á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki.AP/Vesa Moilanen „Svo er það stríðið sem er hér í raun og veru yfir og allt um lykjandi. Það má segja að þingið sé haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Það er auðvitað mjög áberandi að þessi mál, utanríkis- og varnarmál, hafa kannski ekki mikið verið rædd á vettvangi Norðurlandaráðs en núna eru þau í algerum miðpunkti,“ segir Katrín. Mikil samstaða ríki milli landanna í viðbrögðum við stríðinu í Úkraínu en einhver áherslumunur sé mili þeirra í loftslagsmálum þótt eining ríki um framtíðarsýnina. Verkefnið nái til þess sem hvert og eitt ríki geri á heimavelli en líka gagnvart umheiminum. Norðurlöndin væru í vaxandi mæli að styrkja önnur og fátækari ríki í loftslagsmálum. „Sem einmitt þurfa þennan stuðning til að geta tryggt velsæld sinna íbúa og um leið dregið úr losun,“ segir forsætisráðherra. Katrín tekur við formennsku í ráðherraráði Norðurlandaráðs á næsta ári og kynntu íslensku fulltrúarnir áherslur sínar á þinginu í gær varðandi loftslagsmálin og önnur mál. Að auki setji Ísland friðarmál á dagskrá sem hafi mælst vel fyrir. Katrin Jakobsdottir, Jonas Gahr Store, Sanna Marin Ulf Kristersson á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Mette Frederikssen var fjarri góðu gamni vegna þingkosninga í Danmörku.AP/Vesa Moilanen „Við erum í raun og veru að segja út af stöðunni, þar sem notkun til dæmis kjarnavopna er skyndilega orðin eitthvað sem er rætt um eins og möguleika, hafi aldrei verið brýnna að ræða frið. Hvernig við getum tryggt frið í álfunni okkar, segir Katrín. Áhrif stríðsins á íbúa Úkraínu og öryggi og velsæld íbúa allrar Evrópu birtist öllum glögglega um þessar mundir. Þess vegna muni Ísland setja friðarmálin í forgang og kalla fólk saman í Reykjavík. „Við munum efna til alþjóðlegrar friðarráðstefnu í tilefni af okkar formennsku. Auðvitað má segja að friðurinn sé undirstaðan undir allt annað sem við erum að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Norðurlandaráð Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Félagslegar áherslur Norðurlanda verða að fylgja loftslagsaðgerðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn og styðji öll Úkraínu eftir innrás Rússa. 1. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Félagslegar áherslur Norðurlanda verða að fylgja loftslagsaðgerðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn og styðji öll Úkraínu eftir innrás Rússa. 1. nóvember 2022 20:09
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent