Nökkvi við Gumma Ben: Minn ferill miklu stærri en eitthvað markamet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 11:00 Guðmundur Benediktsson ræðir við Nökkvi Þeyr Þórisson í lokaþætti Stúkunnar. S2 Sport Nökkvi Þeyr Þórisson var kosinn besti leikmaður Bestu deildar karla 2022 af Stúkunni en hann var markakóngur deildarinnar þrátt fyrir að leik sinn síðasta leik í byrjun september. KA seldi Nökkva til belgíska félagsins Beerschot en enginn náð að skora meira en þessi sautján mörk sem strákurinn skoraði í tuttugu leikjum í sumar. Nökkvi Þeyr var líka kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, ræddi við Nökkva Þey í lokaþætti Stúkunnar en Nökkvi var þá staddur í Belgíu. Guðmundur sjálfur var einnig kosinn leikmaður ársins af mótherjum sínum sumarið 1999. Vísir/Hulda Margrét „Þetta kom mér á óvart en virkilega skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Guðmundur fór yfir síðustu ár Nökkva til sína stökkið sem hann tók í sumar. Hann spilaði sumarið 2018 Dalvík/Reyni, 2019 spilaði hann fyrstu leiki sína í efstu deild og var með 2 mörk í 17 leikjum. Hann skorar eitt mark í níu leikjum sumarið 2020 og svo þrjú mörk á síðustu leiktíð. Nökkvi var síðan með 22 mörk í 23 deildar og bikarleikjum í sumar. Hvað gerðist? Virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil „Aðalpunkturinn er að ég hélst heill í heilt tímabil. Ég var virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil. Ég fótbrotnaði 2020 og svo liðband í ökkla hjá mér 2021 sem var mjög óheppilegt. Það var eftir sjö umferðir og ég var frá í átta viku og nær allt tímabilið 2020. Það er því númer eitt að haldast heill,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Klippa: Stúkan: Viðtal við Nökkva Þey „Það er alltaf best en ég breytti líka. Ég fór að vinna meira í mér. Ég hef sagt það margoft þegar ég hef verið spurður að þessu að það var aukaæfingin sem skilaði þessu að mínu mati og smáatriðin. Svefninn, mataræðið og að hugsa um öll þessi litlu atriði. Þetta er kannski gömul klisja en það virkar,“ sagði Nökkvi Þeyr. Ætlaði fyrst að stefna á tíu mörk Setti Nökkvi sér einhver markmið í markaskorun á þessu tímabili. Vísir/Hulda Margrét „Ég setti mér markmið en það var ekki sautján mörk. Ég byrjaði að setja mér tíu marka markmið og svo náði ég því og þá bætti ég við fimm mörkum. Þegar ég náði fimmtán mörkum þá var ég með tuttugu mörkin sem markmið en ég var kominn út áður en ég gat klárað það,“ sagði Nökkvi. „Það er frábært að vera kominn út og vinna við það sem maður elskar sem er að spila fótbolta. Ertu búinn að hugsa það eitthvað síðan þú fórst út að það hefði verið fjandi gaman að slá þetta markamet loksins,“ spurði Guðmundur Benediktsson. Var sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í markametinu „Það hefði veri fjandi gaman en þegar maður horfir á stóru myndina þá er minn ferill miklu stærri en eitthvað markamet. Það gerir meira fyrir mig að taka þetta skref heldur en að eiga eitthvað markamet finnst mér. Auðvitað er það skemmtilegt en ég var finnst mér sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í þessu markameti,“ sagði Nökkvi. Beerschot „Ég var meira að pæla bara í næsta leik og vinna hann. Svo þegar maður kom út og var kominn smá út úr þessu að vera heima og spila þessa leiki þá fór maður að hugsa aðeins að það hefði verið gaman að klára síðustu þrjá leikina og alla vega reyna við þetta markamet. Það hefði verið gaman að verða fyrstur til að fara upp í tuttugu mörk,“ sagði Nökkvi. „En þegar maður lítur á stóru myndina þá sé ég ekki eftir því,“ sagði Nökkvi en það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Besta deild karla KA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
KA seldi Nökkva til belgíska félagsins Beerschot en enginn náð að skora meira en þessi sautján mörk sem strákurinn skoraði í tuttugu leikjum í sumar. Nökkvi Þeyr var líka kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, ræddi við Nökkva Þey í lokaþætti Stúkunnar en Nökkvi var þá staddur í Belgíu. Guðmundur sjálfur var einnig kosinn leikmaður ársins af mótherjum sínum sumarið 1999. Vísir/Hulda Margrét „Þetta kom mér á óvart en virkilega skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Guðmundur fór yfir síðustu ár Nökkva til sína stökkið sem hann tók í sumar. Hann spilaði sumarið 2018 Dalvík/Reyni, 2019 spilaði hann fyrstu leiki sína í efstu deild og var með 2 mörk í 17 leikjum. Hann skorar eitt mark í níu leikjum sumarið 2020 og svo þrjú mörk á síðustu leiktíð. Nökkvi var síðan með 22 mörk í 23 deildar og bikarleikjum í sumar. Hvað gerðist? Virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil „Aðalpunkturinn er að ég hélst heill í heilt tímabil. Ég var virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil. Ég fótbrotnaði 2020 og svo liðband í ökkla hjá mér 2021 sem var mjög óheppilegt. Það var eftir sjö umferðir og ég var frá í átta viku og nær allt tímabilið 2020. Það er því númer eitt að haldast heill,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Klippa: Stúkan: Viðtal við Nökkva Þey „Það er alltaf best en ég breytti líka. Ég fór að vinna meira í mér. Ég hef sagt það margoft þegar ég hef verið spurður að þessu að það var aukaæfingin sem skilaði þessu að mínu mati og smáatriðin. Svefninn, mataræðið og að hugsa um öll þessi litlu atriði. Þetta er kannski gömul klisja en það virkar,“ sagði Nökkvi Þeyr. Ætlaði fyrst að stefna á tíu mörk Setti Nökkvi sér einhver markmið í markaskorun á þessu tímabili. Vísir/Hulda Margrét „Ég setti mér markmið en það var ekki sautján mörk. Ég byrjaði að setja mér tíu marka markmið og svo náði ég því og þá bætti ég við fimm mörkum. Þegar ég náði fimmtán mörkum þá var ég með tuttugu mörkin sem markmið en ég var kominn út áður en ég gat klárað það,“ sagði Nökkvi. „Það er frábært að vera kominn út og vinna við það sem maður elskar sem er að spila fótbolta. Ertu búinn að hugsa það eitthvað síðan þú fórst út að það hefði verið fjandi gaman að slá þetta markamet loksins,“ spurði Guðmundur Benediktsson. Var sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í markametinu „Það hefði veri fjandi gaman en þegar maður horfir á stóru myndina þá er minn ferill miklu stærri en eitthvað markamet. Það gerir meira fyrir mig að taka þetta skref heldur en að eiga eitthvað markamet finnst mér. Auðvitað er það skemmtilegt en ég var finnst mér sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í þessu markameti,“ sagði Nökkvi. Beerschot „Ég var meira að pæla bara í næsta leik og vinna hann. Svo þegar maður kom út og var kominn smá út úr þessu að vera heima og spila þessa leiki þá fór maður að hugsa aðeins að það hefði verið gaman að klára síðustu þrjá leikina og alla vega reyna við þetta markamet. Það hefði verið gaman að verða fyrstur til að fara upp í tuttugu mörk,“ sagði Nökkvi. „En þegar maður lítur á stóru myndina þá sé ég ekki eftir því,“ sagði Nökkvi en það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Besta deild karla KA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti