Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2022 18:30 Myndin hlaut meðal annars tólf verðlaun á Edduverðlaununum í ár. Norðurlandaráð/Magnus Fröderberg Dýrið hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 sem afhent voru fyrr í kvöld. Verðlaunin eru talin ein eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. Dómnefnd segir myndina endurspegla hið hina hefðbundnu sveitasælu og íslenskar þjóðsögur á einstakan hátt. Leikstjóranum hafi vel tekist til að láta þessa tvo ólíku heima vinna saman og skapað með því undraverða sögu blandaða hryllingi, missi og ótta. Ofurnæmni dýra fyrir umhverfinu hafi verið nýtt til að skapa spennu áhorfenda og hljóðheimurinn hafi verið magnþrunginn. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Myndin er framleidd af Hrönn Kristinsdóttur og Sara Nassim fyrir Go to Sheep, í samvinnu við sænska og pólska framleiðendur. Sex milljónir í verðlaunafé Verðlaununum fylgir verðlaunafé sem nemur tæpum sex milljónum íslenskra króna, og skipta handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi upphæðinni á milli sín, enda kvikmyndagerð sem listgrein afurð náins samstarfs margra, eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk Noomi fara þeir Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson með aðalhlutverk í myndinni. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Eli Arenson og Agnieszka Glińska sér um klippingu myndarinnar. Þórarinn Guðnason samdi tónlist myndarinnar og hljóðhönnun er í höndum Ingvars Lundberg og Björns Viktorssonar. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Norðurlandaráð Tengdar fréttir Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19. september 2022 00:02 Í adrenalínsjokki þegar Dýrið komst á lista Óskarsakademíunnar Framleiðandi kvikmyndarinnar Dýrsins segist í skýjunum með að kvikmyndin sé ein fimmtán mynda sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. Það sé alltaf ánægjulegt þegar Íslendingar njóti velgengni erlendis. 22. desember 2021 15:00 Dýrið ekki tilnefnt til Óskarsverðlaunanna Íslenska kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hlaut ekki Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. 8. febrúar 2022 13:38 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Dómnefnd segir myndina endurspegla hið hina hefðbundnu sveitasælu og íslenskar þjóðsögur á einstakan hátt. Leikstjóranum hafi vel tekist til að láta þessa tvo ólíku heima vinna saman og skapað með því undraverða sögu blandaða hryllingi, missi og ótta. Ofurnæmni dýra fyrir umhverfinu hafi verið nýtt til að skapa spennu áhorfenda og hljóðheimurinn hafi verið magnþrunginn. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Myndin er framleidd af Hrönn Kristinsdóttur og Sara Nassim fyrir Go to Sheep, í samvinnu við sænska og pólska framleiðendur. Sex milljónir í verðlaunafé Verðlaununum fylgir verðlaunafé sem nemur tæpum sex milljónum íslenskra króna, og skipta handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi upphæðinni á milli sín, enda kvikmyndagerð sem listgrein afurð náins samstarfs margra, eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk Noomi fara þeir Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson með aðalhlutverk í myndinni. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Eli Arenson og Agnieszka Glińska sér um klippingu myndarinnar. Þórarinn Guðnason samdi tónlist myndarinnar og hljóðhönnun er í höndum Ingvars Lundberg og Björns Viktorssonar.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Norðurlandaráð Tengdar fréttir Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19. september 2022 00:02 Í adrenalínsjokki þegar Dýrið komst á lista Óskarsakademíunnar Framleiðandi kvikmyndarinnar Dýrsins segist í skýjunum með að kvikmyndin sé ein fimmtán mynda sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. Það sé alltaf ánægjulegt þegar Íslendingar njóti velgengni erlendis. 22. desember 2021 15:00 Dýrið ekki tilnefnt til Óskarsverðlaunanna Íslenska kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hlaut ekki Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. 8. febrúar 2022 13:38 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19. september 2022 00:02
Í adrenalínsjokki þegar Dýrið komst á lista Óskarsakademíunnar Framleiðandi kvikmyndarinnar Dýrsins segist í skýjunum með að kvikmyndin sé ein fimmtán mynda sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. Það sé alltaf ánægjulegt þegar Íslendingar njóti velgengni erlendis. 22. desember 2021 15:00
Dýrið ekki tilnefnt til Óskarsverðlaunanna Íslenska kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hlaut ekki Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. 8. febrúar 2022 13:38