Leikmaður Indiana Pacers segir Lakers ætti að ná í sig og liðsfélaga sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 15:01 Myles Turner treður boltanum í körfuna í leik með Indiana Pacers. AP/Nick Wass Myles Turner, miðherji Indiana Pacers, vill að Los Angeles Lakers skoði betur að sækja sig til Indiana. Los Angeles Lakers og Indiana Pacers ræddu möguleg leikmannaskipti í sumar þar sem Indiana átti að fá Russell Westbrook og valrétti í skiptum fyrir Myles Turner og Buddy Hield. Þær viðræður leystust upp og ekkert varð að slíkum skiptum. Westbrook er enn að spila hjá Lakers en kemur nú inn af bekknum. „Ef ég væri Lakers þá myndi ég skoða þetta betur miðað við þá stöðu sem þeir eru í,“ sagði Myles Turner í viðtali í hlaðvarpsþættinum „The Woj Pod“ á ESPN. Should the Lakers give up the two picks? Full audio of Pacers center Myles Turner on The Woj Pod: https://t.co/yP00bwvnMZ pic.twitter.com/GZvSg9BLyp— Adrian Wojnarowski (@wojespn) October 31, 2022 „Ég veit að ég get komið með góða hluti inn í liðið, leiðtogahæfni, varin skot, þriggja stiga skot og bara hæfileika mína að skila góðum hlutum inn á vellinum,“ sagði Turner. „Þeir ættu að skoða þetta mjög vel en hvað varðar þessa ákvörðun þá fæ ég borgað fyrir að taka skot en ekki að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Turner. Lakers vill helst ekki missa valrétti sína 2027 og 2029 enda gæti verið erfitt án þeirra að sækja næga hjálp fyrir stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis. Lakers tapaði fimm fyrstu leikjum sínum en vann loksins í síðasta leik. Þá voru öll hin lið NBA búin að vinna. Indiana Pacers hefur unnið þrjá af sjö leikjum sínum. Not in Myles Turner's paint! @Pacers lead early on ESPN pic.twitter.com/QfmuNHFnSb— NBA (@NBA) October 29, 2022 Turner er 26 ára gamall miðherji sem er að spila sitt áttunda tímabil með Indiana. Hann er með 12,7 stig, 6,7 fráköst og 2,3 varin skot að meðaltali á NBA-ferlinum þar sem hann hefur nýtt 35 prósent þriggja stiga skota sinna. Buddy Hield er 29 ára gamall skotbakvörður og ein besta þriggja stiga skytta deildarinnar. Hann hefur skoraði 15,9 stig í leik á NBA-ferlinu og er með rétt tæplega fjörutíu prósent þriggja stiga nýtingu. Á þessu tímabili er Hield með 17,1 stig í leik og 44,6 prósent þriggja stiga nýtingu. Turner er með 16,0 stig, 8,0 fráköst og 4,5 varin skot í leik. NBA Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Los Angeles Lakers og Indiana Pacers ræddu möguleg leikmannaskipti í sumar þar sem Indiana átti að fá Russell Westbrook og valrétti í skiptum fyrir Myles Turner og Buddy Hield. Þær viðræður leystust upp og ekkert varð að slíkum skiptum. Westbrook er enn að spila hjá Lakers en kemur nú inn af bekknum. „Ef ég væri Lakers þá myndi ég skoða þetta betur miðað við þá stöðu sem þeir eru í,“ sagði Myles Turner í viðtali í hlaðvarpsþættinum „The Woj Pod“ á ESPN. Should the Lakers give up the two picks? Full audio of Pacers center Myles Turner on The Woj Pod: https://t.co/yP00bwvnMZ pic.twitter.com/GZvSg9BLyp— Adrian Wojnarowski (@wojespn) October 31, 2022 „Ég veit að ég get komið með góða hluti inn í liðið, leiðtogahæfni, varin skot, þriggja stiga skot og bara hæfileika mína að skila góðum hlutum inn á vellinum,“ sagði Turner. „Þeir ættu að skoða þetta mjög vel en hvað varðar þessa ákvörðun þá fæ ég borgað fyrir að taka skot en ekki að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Turner. Lakers vill helst ekki missa valrétti sína 2027 og 2029 enda gæti verið erfitt án þeirra að sækja næga hjálp fyrir stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis. Lakers tapaði fimm fyrstu leikjum sínum en vann loksins í síðasta leik. Þá voru öll hin lið NBA búin að vinna. Indiana Pacers hefur unnið þrjá af sjö leikjum sínum. Not in Myles Turner's paint! @Pacers lead early on ESPN pic.twitter.com/QfmuNHFnSb— NBA (@NBA) October 29, 2022 Turner er 26 ára gamall miðherji sem er að spila sitt áttunda tímabil með Indiana. Hann er með 12,7 stig, 6,7 fráköst og 2,3 varin skot að meðaltali á NBA-ferlinum þar sem hann hefur nýtt 35 prósent þriggja stiga skota sinna. Buddy Hield er 29 ára gamall skotbakvörður og ein besta þriggja stiga skytta deildarinnar. Hann hefur skoraði 15,9 stig í leik á NBA-ferlinu og er með rétt tæplega fjörutíu prósent þriggja stiga nýtingu. Á þessu tímabili er Hield með 17,1 stig í leik og 44,6 prósent þriggja stiga nýtingu. Turner er með 16,0 stig, 8,0 fráköst og 4,5 varin skot í leik.
NBA Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira