Fíknsjúkdómur í stærra samhengi Júlía Guðrún Aspelund skrifar 1. nóvember 2022 08:01 Fíknsjúkdómur er langvinnur sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Hann má sjá fyrir sér sem róf (sjá mynd) með vægri fíkniröskun á nærendanum en fíknsjúkdóminn á fjar. Þetta er einfölduð leið til að horfa á mjög breitt og flókið heilbrigðisvandamál sem þarfnast aðkomu margra til að aðstoða þá sem þjást vegna þess, en getur að sama skapi verið hjálpleg til að ná utan um það. Á Íslandi höfum hugað vel að forvörnum síðustu 20 ár og höfum náð eftirtektarverðum árangri (td. „Íslenska módelið“). Dregið hefur verulega úr neyslu ungmenna og síðan um aldamót hafa sífellt færri ungmenni greinst með fíkniröskun og fíknsjúkdóm hjá SÁÁ. Spurningin er: Getum við gert enn betur? Ekki bara gagnvart ungmennunum okkar heldur gagnvart öllum þeim sem lenda í vandræðum þegar kemur að neyslu áfengis- eða vímuefna neyslu. Væri hægt að grípa fyrr inn og mögulega koma í veg fyrir að einhverjir þrói með sér fíknsjúkdóm? Hugtakið forstig fíkniröskunar (Pre-addiction) kom fyrst fram í grein sem birtist á liðnu sumri1. Hugtakið vísar til þessa nærenda fíkniröskunarrófsins og hvernig hægt er að þróa slíkt hugtak til að grípa fyrr inn í og koma jafnvel í veg fyrir þróun alvarlegra ástands. Dregin eru líkindi á milli þessa hugtaks og hugtaksins „forstig sykursýkis“ (e. Pre-diabetes) sem innkirtlasérfæðingar þróuðu til að grípa inn í þróun sykursýki týpu 2, með góðum árangri. Tilgangurinn með þessari hugtakanotkun væri að finna með markvissum hætti þá sem farnir eru að finna fyrir neikvæðum afleiðingum neyslu en þó ekki komnir með fíknsjúkdóm, með það að markmiði að grípa inní og afstýra þróun yfir í alvarlegan langvinnan sjúkdóm. Væg til miðlungs fíkniröskun myndi mögulega falla undir þessa skilgreiningu. Með þessu móti væri mögulega hægt að skilgreina og skilja þróun fíknsjúkdómsins betur og veita aðstoð fyrr. Slíka þjónustu væri hægt að veita með ódýrari hætti en sértæk inngrip á síðari stigum og er líkleg til að skila meiri árangri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Það eru til ýmsar gagnreyndar aðferðir sem unnt er að nota sem snemmtækt inngrip við forstig fíkniröskunar, en þær helstu sem hafa sýnt sig skila árangri erlendis eru: Skimun, stutt inngrip og tilvísun í meðferð (e. Screening, brief intervention and referral to treatment) og hinsvegar Hugræn atferlismeðferð (e. Cognitive behavioral therapy) Báðar þessar aðferðir eru stutt inngrip sem hjálpa fólki að átta sig á sinni stöðu í neyslu áfengis – og vímuefna og hægt að nýta til að skima fyrir þörf og áhugahvöt fyrir breytinga. Með því að innleiða hugtakið og hugmyndafræðina á bakvið forstig fíkniröskunar væri hægt að þróa fordómalausan farveg þar sem heilbrigðisstarfsfólk gæti skimað og hafið samtal um aðferðir til að stuðla að betri heilsu, rétt eins gert er í forvarnarskyni gagnvart öðrum langvinnum sjúkdómum s.s sykursýki týpu 2. Höfundur er verkefnisstjóri SÁÁ. 1. McLellan AT, Koob GF, Volkow ND. Preaddiction—A Missing Concept for Treating Substance Use Disorders. JAMA Psychiatry. 2022;79(8):749–751. doi:10.1001/jamapsychiatry.2022.1652 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fíknsjúkdómur er langvinnur sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Hann má sjá fyrir sér sem róf (sjá mynd) með vægri fíkniröskun á nærendanum en fíknsjúkdóminn á fjar. Þetta er einfölduð leið til að horfa á mjög breitt og flókið heilbrigðisvandamál sem þarfnast aðkomu margra til að aðstoða þá sem þjást vegna þess, en getur að sama skapi verið hjálpleg til að ná utan um það. Á Íslandi höfum hugað vel að forvörnum síðustu 20 ár og höfum náð eftirtektarverðum árangri (td. „Íslenska módelið“). Dregið hefur verulega úr neyslu ungmenna og síðan um aldamót hafa sífellt færri ungmenni greinst með fíkniröskun og fíknsjúkdóm hjá SÁÁ. Spurningin er: Getum við gert enn betur? Ekki bara gagnvart ungmennunum okkar heldur gagnvart öllum þeim sem lenda í vandræðum þegar kemur að neyslu áfengis- eða vímuefna neyslu. Væri hægt að grípa fyrr inn og mögulega koma í veg fyrir að einhverjir þrói með sér fíknsjúkdóm? Hugtakið forstig fíkniröskunar (Pre-addiction) kom fyrst fram í grein sem birtist á liðnu sumri1. Hugtakið vísar til þessa nærenda fíkniröskunarrófsins og hvernig hægt er að þróa slíkt hugtak til að grípa fyrr inn í og koma jafnvel í veg fyrir þróun alvarlegra ástands. Dregin eru líkindi á milli þessa hugtaks og hugtaksins „forstig sykursýkis“ (e. Pre-diabetes) sem innkirtlasérfæðingar þróuðu til að grípa inn í þróun sykursýki týpu 2, með góðum árangri. Tilgangurinn með þessari hugtakanotkun væri að finna með markvissum hætti þá sem farnir eru að finna fyrir neikvæðum afleiðingum neyslu en þó ekki komnir með fíknsjúkdóm, með það að markmiði að grípa inní og afstýra þróun yfir í alvarlegan langvinnan sjúkdóm. Væg til miðlungs fíkniröskun myndi mögulega falla undir þessa skilgreiningu. Með þessu móti væri mögulega hægt að skilgreina og skilja þróun fíknsjúkdómsins betur og veita aðstoð fyrr. Slíka þjónustu væri hægt að veita með ódýrari hætti en sértæk inngrip á síðari stigum og er líkleg til að skila meiri árangri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Það eru til ýmsar gagnreyndar aðferðir sem unnt er að nota sem snemmtækt inngrip við forstig fíkniröskunar, en þær helstu sem hafa sýnt sig skila árangri erlendis eru: Skimun, stutt inngrip og tilvísun í meðferð (e. Screening, brief intervention and referral to treatment) og hinsvegar Hugræn atferlismeðferð (e. Cognitive behavioral therapy) Báðar þessar aðferðir eru stutt inngrip sem hjálpa fólki að átta sig á sinni stöðu í neyslu áfengis – og vímuefna og hægt að nýta til að skima fyrir þörf og áhugahvöt fyrir breytinga. Með því að innleiða hugtakið og hugmyndafræðina á bakvið forstig fíkniröskunar væri hægt að þróa fordómalausan farveg þar sem heilbrigðisstarfsfólk gæti skimað og hafið samtal um aðferðir til að stuðla að betri heilsu, rétt eins gert er í forvarnarskyni gagnvart öðrum langvinnum sjúkdómum s.s sykursýki týpu 2. Höfundur er verkefnisstjóri SÁÁ. 1. McLellan AT, Koob GF, Volkow ND. Preaddiction—A Missing Concept for Treating Substance Use Disorders. JAMA Psychiatry. 2022;79(8):749–751. doi:10.1001/jamapsychiatry.2022.1652
1. McLellan AT, Koob GF, Volkow ND. Preaddiction—A Missing Concept for Treating Substance Use Disorders. JAMA Psychiatry. 2022;79(8):749–751. doi:10.1001/jamapsychiatry.2022.1652
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun