Leðjutímabil hafi áhrif á frammistöðu í stríðinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2022 13:00 Óskar Hallgrímsson hefur venjulega rætt við fjölmiðlafólk með aðstoð fjarfundabúnaðar en í morgun mætti hann í Bylgjuhljóðverið. Bylgjan Íbúi í Kænugarði segir að magn sprenginga sem urðu á svæðinu í morgun sé svar Rússa við árás Úkraínumanna á Svartahafsflotann. Úkraínumenn séu enn í mikilli sókn en veðurfar hafi nú áhrif á frammistöðu beggja ríkja. Loftvarnaflautur ómuðu víða í Úkraínu í morgun og heyrðust sprengingar í Kænugarði, en Rússar skutu um það bil fjörutíu eldflaugum á hin ýmsu skotmörk. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði segir að sprengingarnar séu svar Rússa við árás Úkraínumanna á Svartahafsflotann. „Það var gerð árás á Svartahafsflotann með þessum hafdrónum og reyndar úr lofti líka fyrir stuttu síðan sem gekk mjög vel en ekki er vitað um skemmdir, en það er vitað að tvö stærstu tvö skipin í flotanum eru skemmd. Það er eins og síðast, þegar gerð var árás á Kerch brúnna, að Rússar svöruðu fyrir það í morgun með þvílíku magni af eldflaugum, eldflaugaárásir um allt land.“ Hann segir Úkraínuher enn í mikilli sókn. Rússari svari fyrir árásir Úkraínumanna með því að ráðast á borgaraleg skotmörk, þar sem þeir hafi ekki styrk til að svara á vígvellinum. „En eina sem er að draga úr sókn úkraínumanna kemur Rússum voðalega lítið við. Veðurfar er þannig að nú er svokallað leðjutímabil hér í Úkraínu og það er erfitt að heyja stríð í mikilli leðju. Sérstaklega fyrir þessi þungu tæki, þau komast ekki yfir stór opin svæði, verða að ferðast eftir vegum og þess vegna sökkva þau mikið í drullu og það gildir á báða bóga. Þetta er erfitt fyrir báða aðila.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Loftvarnaflautur ómuðu víða í Úkraínu í morgun og heyrðust sprengingar í Kænugarði, en Rússar skutu um það bil fjörutíu eldflaugum á hin ýmsu skotmörk. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði segir að sprengingarnar séu svar Rússa við árás Úkraínumanna á Svartahafsflotann. „Það var gerð árás á Svartahafsflotann með þessum hafdrónum og reyndar úr lofti líka fyrir stuttu síðan sem gekk mjög vel en ekki er vitað um skemmdir, en það er vitað að tvö stærstu tvö skipin í flotanum eru skemmd. Það er eins og síðast, þegar gerð var árás á Kerch brúnna, að Rússar svöruðu fyrir það í morgun með þvílíku magni af eldflaugum, eldflaugaárásir um allt land.“ Hann segir Úkraínuher enn í mikilli sókn. Rússari svari fyrir árásir Úkraínumanna með því að ráðast á borgaraleg skotmörk, þar sem þeir hafi ekki styrk til að svara á vígvellinum. „En eina sem er að draga úr sókn úkraínumanna kemur Rússum voðalega lítið við. Veðurfar er þannig að nú er svokallað leðjutímabil hér í Úkraínu og það er erfitt að heyja stríð í mikilli leðju. Sérstaklega fyrir þessi þungu tæki, þau komast ekki yfir stór opin svæði, verða að ferðast eftir vegum og þess vegna sökkva þau mikið í drullu og það gildir á báða bóga. Þetta er erfitt fyrir báða aðila.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira