Skemmdu nýja flaggskip Rússa í drónaárás Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 14:48 Freigátan Makarov aðmíráll var gerð að flaggskipi Rússa í Svartahafi eftir að Moskva sökk. EPA/ALEXEI DRUZHININ Úkraínumenn gerðu í nótt árásir á rússneska flotann í Svartahafi við Krímskaga. Notast var við dróna við árásina og þá bæði fljúgandi og siglandi dróna en Úkraínumenn eru sagðir hafa skemmt Makarov aðmírál, flaggskip svartahafsflota Rússa. Makarov var gert að flaggskipi Rússa í Svartahafi eftir að Moskva sökk í kjölfar eldflaugaárásar Úkraínumanna. Rússar segja skipið ekki hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Annað skip sem hannað er til að leitað að tundurduflum er einnig sagt hafa skemmst í árásinni og þar að auki hafa birst myndir sem sýna skemmdir við eldsneytisgeymslur í Sevastopol á Krímskaga. Rússar segja sextán dróna hafa verið notaða við árásina. Ráðamenn í Úkraínu hafa ekki tjáð sig um árásina enn en myndefni frá árásinni hefur verið birt á netinu. Það sýnir meðal annars myndband frá einum drónabát sem Úkraínumenn notuðu við árásina. ***UPDATE***Now beyond any reasonable doubt that the type of surface drones used by #Ukraine to attack Russian Navy in Sevastopol today were same as one previous found near the base. #OSINTReference https://t.co/vpJFzEniD6And https://t.co/YWqnJzWTqc pic.twitter.com/bX0vZvC1Hk— H I Sutton (@CovertShores) October 29, 2022 Rússar gerðu innrás í Krímskaga árið 2014 og innlimuðu héraðið ólöglega af Úkraínu. Embættismenn þar heita því að árásin hafi verið stöðvuð og hafa í senn skipað fólki að slökkva á öllum öryggismyndavélum á svæðinu og bannað þeim að birta myndefni sem tengist árásinni. Myndefnið sem tekið var með drónabátunum má sjá hér að neðan. Það er í tveimur hlutum. Annað þeirra sýnir árásina á Makarov. Hitt sýnir árásina á tundurduflaleitarskipið. In the second clip we can see a USV being targeted by a Russian fire from ships, motor boats and even helicopters. The damage dealt to the ships is yet to be assessed since no aftermath photos are available. pic.twitter.com/TTSzEncg92— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 29, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Makarov var gert að flaggskipi Rússa í Svartahafi eftir að Moskva sökk í kjölfar eldflaugaárásar Úkraínumanna. Rússar segja skipið ekki hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Annað skip sem hannað er til að leitað að tundurduflum er einnig sagt hafa skemmst í árásinni og þar að auki hafa birst myndir sem sýna skemmdir við eldsneytisgeymslur í Sevastopol á Krímskaga. Rússar segja sextán dróna hafa verið notaða við árásina. Ráðamenn í Úkraínu hafa ekki tjáð sig um árásina enn en myndefni frá árásinni hefur verið birt á netinu. Það sýnir meðal annars myndband frá einum drónabát sem Úkraínumenn notuðu við árásina. ***UPDATE***Now beyond any reasonable doubt that the type of surface drones used by #Ukraine to attack Russian Navy in Sevastopol today were same as one previous found near the base. #OSINTReference https://t.co/vpJFzEniD6And https://t.co/YWqnJzWTqc pic.twitter.com/bX0vZvC1Hk— H I Sutton (@CovertShores) October 29, 2022 Rússar gerðu innrás í Krímskaga árið 2014 og innlimuðu héraðið ólöglega af Úkraínu. Embættismenn þar heita því að árásin hafi verið stöðvuð og hafa í senn skipað fólki að slökkva á öllum öryggismyndavélum á svæðinu og bannað þeim að birta myndefni sem tengist árásinni. Myndefnið sem tekið var með drónabátunum má sjá hér að neðan. Það er í tveimur hlutum. Annað þeirra sýnir árásina á Makarov. Hitt sýnir árásina á tundurduflaleitarskipið. In the second clip we can see a USV being targeted by a Russian fire from ships, motor boats and even helicopters. The damage dealt to the ships is yet to be assessed since no aftermath photos are available. pic.twitter.com/TTSzEncg92— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 29, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira