Veltu fyrir sér hvort Ómar væri besti leikmaður heims: „Ógeðslega flottur og getur gert allt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 10:30 Ómar Ingi Magnússon hefur verið algjörlega frábær undanfarna mánuði. Nikola Krstic/MB Media/Getty Images Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Haukar, mætti til Ásgeirs og Stefáns í hlaðvarp Seinni Bylgjunnar í vikunni. Meðal þess sem strákarnir ræddu var frammistaða Ómars Inga Magnússonar og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar undanfarið, ásamt því að velta upp þeirri spurningu hvort Ómar Ingi væri jafnvel besti handboltamaður heims í dag. „Það er ekki laust við það að maður er að ofpeppast vel því að íslenska landsliðið er að fara að taka þátt á HM í handbolta og drengirnir okkar eru að spila svo ógeðslega vel í boltanum úti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins í upphafi umræðunnar. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru líklega bestu menn vallarins þegar Magdeburg tryggði sér sigur á heimsmeistaramóti félagsliða á dögunum með sigri gegn Barcelona í úrslitaleiknum, annað árið í röð. Ómar skoraði tólf mörk fyrir þýska liðið og Gísli sex, ásamt því að gefa átta stoðsendingar. Landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og hann fór fögrum orðum um tvímenningana sem eru að gera það gríðarlega gott með þýsku meisturunum. „Þeir eru frábærir báðir tveir og búnir að spila bara ótrúlega vel,“ sagði Stefán Rafn. „Þeir eru bara búnir að sýna það að þeir eru með langbestu mönnum í Bundesligunni, bestu deild í heimi. Að sjá bara Gísla núna í seinustu landsleikjum. Sendingarnar frá honum og hann er bara orðin komplett ótrúlega flottur.“ „Svo erum við með Ómar sem er ótrúlegur leikmaður. Hann er bara ógeðslega flottur og getur gert allt. Fintað, skotið, með frábært auga og tímasetningarnar. Það er bara unun að horfa á þá báða tvo.“ „Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður“ Stefán Árni vitnaði svo í Twitter-færslu frá Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni, íþróttafréttamanni á RÚV, þar sem Þorkell varpar þeirri spurningu fram hvort Ómar sé ekki örugglega í umræðunni um hver sé besti handboltamaður heims. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Refn voru sammála um það að svo væri. Er Ómar Ingi ekki klárlega í umræðunni um besta handboltamann heims í augnablikinu? Hverjir eru aðrir í baráttunni? Matthias Gidsel (DAN), Sander Sagosen (NOR), Jim Gottfridsson (SVÍ), Niklas Landin (DAN), Dika Mem (FRA), Aleix Gomex (SPÁ)...? Fleiri, færri sem koma til greina?— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) October 27, 2022 „Ég las þetta líka og mér fannst þetta frábær punktur að byrja að velta þessu fyrir sér,“ sagði Ásgeir. „Ég held að við getum bara mjög auðveldlega sett niður einhver 4-5 nöfn og hann er klárlega eitt af þeim,“ bætti Ásgeir við áður en Stefán Rafn greip boltann á lofti. „Hann gerir tilkall þarna. Það er alveg pottþétt,“ sagði Stefán. „Miðað við hvernig hann er núna. Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður,“ bætti Stefán við áður en strákarnir færðu sig yfir í aðra umræðu. Vangaveltur þeirra félaga um hvort Ómar sé besti leikmaður heims má heyra í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um Ómar og Gísla hefst eftir 29 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Stefán Rafn um ungversku deildina og Hauka Handbolti Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira
„Það er ekki laust við það að maður er að ofpeppast vel því að íslenska landsliðið er að fara að taka þátt á HM í handbolta og drengirnir okkar eru að spila svo ógeðslega vel í boltanum úti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins í upphafi umræðunnar. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru líklega bestu menn vallarins þegar Magdeburg tryggði sér sigur á heimsmeistaramóti félagsliða á dögunum með sigri gegn Barcelona í úrslitaleiknum, annað árið í röð. Ómar skoraði tólf mörk fyrir þýska liðið og Gísli sex, ásamt því að gefa átta stoðsendingar. Landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og hann fór fögrum orðum um tvímenningana sem eru að gera það gríðarlega gott með þýsku meisturunum. „Þeir eru frábærir báðir tveir og búnir að spila bara ótrúlega vel,“ sagði Stefán Rafn. „Þeir eru bara búnir að sýna það að þeir eru með langbestu mönnum í Bundesligunni, bestu deild í heimi. Að sjá bara Gísla núna í seinustu landsleikjum. Sendingarnar frá honum og hann er bara orðin komplett ótrúlega flottur.“ „Svo erum við með Ómar sem er ótrúlegur leikmaður. Hann er bara ógeðslega flottur og getur gert allt. Fintað, skotið, með frábært auga og tímasetningarnar. Það er bara unun að horfa á þá báða tvo.“ „Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður“ Stefán Árni vitnaði svo í Twitter-færslu frá Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni, íþróttafréttamanni á RÚV, þar sem Þorkell varpar þeirri spurningu fram hvort Ómar sé ekki örugglega í umræðunni um hver sé besti handboltamaður heims. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Refn voru sammála um það að svo væri. Er Ómar Ingi ekki klárlega í umræðunni um besta handboltamann heims í augnablikinu? Hverjir eru aðrir í baráttunni? Matthias Gidsel (DAN), Sander Sagosen (NOR), Jim Gottfridsson (SVÍ), Niklas Landin (DAN), Dika Mem (FRA), Aleix Gomex (SPÁ)...? Fleiri, færri sem koma til greina?— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) October 27, 2022 „Ég las þetta líka og mér fannst þetta frábær punktur að byrja að velta þessu fyrir sér,“ sagði Ásgeir. „Ég held að við getum bara mjög auðveldlega sett niður einhver 4-5 nöfn og hann er klárlega eitt af þeim,“ bætti Ásgeir við áður en Stefán Rafn greip boltann á lofti. „Hann gerir tilkall þarna. Það er alveg pottþétt,“ sagði Stefán. „Miðað við hvernig hann er núna. Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður,“ bætti Stefán við áður en strákarnir færðu sig yfir í aðra umræðu. Vangaveltur þeirra félaga um hvort Ómar sé besti leikmaður heims má heyra í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um Ómar og Gísla hefst eftir 29 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Stefán Rafn um ungversku deildina og Hauka
Handbolti Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira