Skjánotkun barna – hver er ábyrgð foreldra? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 29. október 2022 09:01 Umræðan um skjánotkun barna og ungmenna hefur verið hávær síðustu vikur. Í framhjá hlaupi er ábyrgð foreldra nefnd í þessu samhengi. Foreldrar sem fylgjast með umræðunni vita að jú, þeir hafa skyldum að gegna gagnvart skjánotkun barna sinna en hverjar eru þær eiginlega? Í uppeldi barna okkar reynum við að kenna þeim jákvæðar venjur og siði sem munu gagnast þeim út lífið. Við reynum eftir fremstu getu að fræða þau um mikilvægi þess að borða næringarríka fæðu og að mikilvægt sé fyrir heilsu þeirra að hreyfa sig. Við viljum að börnin okkar geti tileinkað sér góða siði gagnvart sjálfum sér og öðrum og það er okkar heitasta ósk að þeim líði vel. Við kennum þeim að sama skapi á umhverfið í kringum sig og hvað ber að varast. Frá þriggja ára aldri fá börn á Íslandi sendar bækur heim til sín þar sem byrjað er að kynna umferðarreglurnar fyrir þeim og það er frábært að þau byrji frá unga aldri að læra á hætturnar í umhverfi sínu. Nú stöndum við sem samfélag frammi fyrir nýjum áskorunum og þurfum í sameiningu að ákveða hvernig við tökumst á við þær. Tæknin er frábær, þróun er góð og tækin geta verið gagnleg. Samskipti við vini og ættingja víðsvegar um heiminn geta aukist, þau geta jafnvel haft jákvæð áhrif á tungumálakunnáttu barna og við höfum aðgengi að ótakmarkaðri þekkingu. Það sem við heyrum hinsvegar oftast í umræðunni í samfélaginu eru skuggahliðar þessara tækninýjunga. Rannsóknir sýna að óhófleg skjánotkun getur til dæmis haft áhrif á svefn, andlega líðan, nám og minni, dregið úr samskiptum við fjölskyldu og vini og aukið líkur á ofþyngd og offitu. Þar að auki hefur skapast vettvangur til eineltis í gegnum tækin. Hver er ábyrgð foreldra og afhverju er ,,tabú“ að ræða um það? Ef barnið okkar færi glæfralega yfir götu og það skapaðist hætta þá myndum við staldra við, ræða við barnið um umferðarreglurnar og minna á hvernig við högum okkur í umferðinni. Afhverju gildir ekki sama lögmál um reglur í tækjunum? Í Barnalögum nr. 76/2003 kemur fram að börn eigi rétt á að njóta verndar og það er hlutverk forráðamanna að tryggja öryggi þeirra. Yfirleitt eru foreldrar að reyna sitt besta við að stýra skjánotkun og fylgjast með en það er hægara sagt en gert. Tæknin þróast hratt og erfitt er að fylgjast með öllu því nýja sem kemur fram, börnin eru líka klók og finna leiðir fram hjá þeim hömlum sem foreldrar setja. Það virðist þó, því miður, vera í sumum tilfellum svo að foreldrar gleymi eftirliti með þessum þætti í lífi barnanna. Þar getum við sem samfélag bætt okkur með því að fræða og benda á grafalvarlegar hætturnar sem leynast í tækjunum eins og hefur verið gert í fjölmiðlum á síðustu vikum. Til þess að breyting eigi sér stað þurfum við að hafa hátt um þessi mál. Við þurfum líka að líta inn á við hvert og eitt okkar, skoða eigin hegðun og bæta hana ef við á. Hvað getum við gert akkúrat núna til þess að taka þátt í þessari breytingu í samfélaginu? Setjum mörk frá því að börnin sýna tækjunum áhuga – eftir því sem börnin verða eldri verður erfiðara (þó ekki ógerlegt) að breyta reglum. Því er gott að hafa í huga að byrja snemma að setja börnum mörk í umgengni við skjátæki. Börn vilja ramma og þau hafa ekki heilaþroska til þess að stjórna ákvörðunum í tengslum við skjánotkun sína. Eigum samtöl við börnin – eigum opin samtöl um skjánotkun, látum skjánotkun þeirra okkur varða, sýnum áhugamálum þeirra, t.d. tölvuleikjum eða myndbandagerð áhuga og tökum jafnvel þátt í þeim. Með því erum við að styrkja tengslin við börnin okkar. Sterk tengsl á milli foreldra og barna auka líkur á því að þau leyti til okkar ef upp koma vandræði eða vanlíðan í tengslum við skjátækin. Við þurfum að eiga endurtekin samtöl um skjánotkunina, ræða kosti og galla um forrit og leiki, eiga samtölin um samskipti við aðra í tækjum, hvernig við viljum birtast í netheimum og hvernig við getum stuðlað að jákvæðri notkun. Fáum börnin með okkur í lið við að búa til reglur – í lögum stendur að börn eigi rétt á að segja skoðanir sínar og að tekið sé tillit til skoðanna þeirra. Ef þau taka þátt í ákvarðanatöku getur það ýtt undir sjálfstæði þeirra og þeim finnst að þau hafi eitthvað um líf sitt að segja. Ef börnin taka þátt í að setja reglur aukast að sama skapi líkur á að þau verði sátt við þær. Reglur þurfa að vera í samræmi við aldur og þroska barnanna og þær þurfa að vera í stöðugri skoðun. Í viðmiðum Embætti landlæknis o.fl. um skjánotkun fyrir ungmenni eru hugmyndir að umræðupunktum fyrir foreldra og ungmenni til að móta reglur um skjánotkun. Skipuleggjum gæðastundir – skipuleggjum stundir með fjölskyldunni og ákveðum í sameiningu hvaða stundir dagsins eiga að vera skjálausar. Hvetjum börnin til þess að taka virkan þátt í þessu skipulagi og fáum þau til þess að koma með hugmyndir að skemmtilegri afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Hugum að eigin skjánotkun – við könnumst öll við orðatiltækið ,,börnin læra það sem fyrir þeim er haft“ og er umgengni við skjátækin þar engin undantekning. Vísbendingar eru um að ef börn sjá foreldra sína mikið í skjátækjum og eiga jafnvel erfitt með að ná athygli þeirra eru þau líklegri til þess að verja meiri tíma við skjá en börn foreldra sem eru síður með tækin á lofti í návist barnanna. Lítum inn á við og veltum því fyrir okkur hvernig fyrirmyndir við erum. Af hverju ættum við að banna börnunum okkar að gera eitthvað ef við gerum það svo sjálf fyrir framan þau? Eðlilega finnst börnum það ósanngjarnt og það myndi okkur finnast líka ef við værum í þeirra sporum. Veltum fyrir okkur hversu löngum tíma við verjum sjálf í tækjum í frítíma okkar og íhugum hvernig við tölum um náungann í raunheimum og í tækjunum. Börnin eru alltaf með ,,á upptöku“. Leitum aðstoðar – ef við upplifum að við séum ekki lengur við stjórnvölinn gerum þá eitthvað í því. Setjum okkur í samband við fagaðila, leitum ráða hjá skólanum, bæjarfélaginu, heilsugæslustöðvum eða foreldrasamtökum. Við erum ekki ein í þessum sporum, þessi nýja tækni er krefjandi fyrir okkur öll og það sýnir mikinn styrk að sækjast eftir viðeigandi stuðningi. Að fá aðstoð þýðir ekki að við séum slæmir foreldrar heldur þvert á móti – við erum góðir foreldrar sem viljum halda áfram að bæta okkur með hag barna okkar í brjósti. Skjánotkun er ekki tabú. Ef barnið okkar lendir í vandræðum í tengslum við skjánotkun hvort sem um er að ræða vegna vanlíðanar, svefntruflanna, er þolandi eða gerandi í eineltismáli eða af öðrum ástæðum, tölum þá saman og finnum lausnir alveg eins og við myndum gera ef börnin okkar gleyma umferðarreglunum. Með því að takast á við vandann eða vinna stöðugt að því að kenna barninu að umgangast tækin á jákvæðan hátt – þannig tökum við ábyrgð. Höfundur er doktorsnemi í Heilbrigðisvísindum og foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Börn og uppeldi Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Umræðan um skjánotkun barna og ungmenna hefur verið hávær síðustu vikur. Í framhjá hlaupi er ábyrgð foreldra nefnd í þessu samhengi. Foreldrar sem fylgjast með umræðunni vita að jú, þeir hafa skyldum að gegna gagnvart skjánotkun barna sinna en hverjar eru þær eiginlega? Í uppeldi barna okkar reynum við að kenna þeim jákvæðar venjur og siði sem munu gagnast þeim út lífið. Við reynum eftir fremstu getu að fræða þau um mikilvægi þess að borða næringarríka fæðu og að mikilvægt sé fyrir heilsu þeirra að hreyfa sig. Við viljum að börnin okkar geti tileinkað sér góða siði gagnvart sjálfum sér og öðrum og það er okkar heitasta ósk að þeim líði vel. Við kennum þeim að sama skapi á umhverfið í kringum sig og hvað ber að varast. Frá þriggja ára aldri fá börn á Íslandi sendar bækur heim til sín þar sem byrjað er að kynna umferðarreglurnar fyrir þeim og það er frábært að þau byrji frá unga aldri að læra á hætturnar í umhverfi sínu. Nú stöndum við sem samfélag frammi fyrir nýjum áskorunum og þurfum í sameiningu að ákveða hvernig við tökumst á við þær. Tæknin er frábær, þróun er góð og tækin geta verið gagnleg. Samskipti við vini og ættingja víðsvegar um heiminn geta aukist, þau geta jafnvel haft jákvæð áhrif á tungumálakunnáttu barna og við höfum aðgengi að ótakmarkaðri þekkingu. Það sem við heyrum hinsvegar oftast í umræðunni í samfélaginu eru skuggahliðar þessara tækninýjunga. Rannsóknir sýna að óhófleg skjánotkun getur til dæmis haft áhrif á svefn, andlega líðan, nám og minni, dregið úr samskiptum við fjölskyldu og vini og aukið líkur á ofþyngd og offitu. Þar að auki hefur skapast vettvangur til eineltis í gegnum tækin. Hver er ábyrgð foreldra og afhverju er ,,tabú“ að ræða um það? Ef barnið okkar færi glæfralega yfir götu og það skapaðist hætta þá myndum við staldra við, ræða við barnið um umferðarreglurnar og minna á hvernig við högum okkur í umferðinni. Afhverju gildir ekki sama lögmál um reglur í tækjunum? Í Barnalögum nr. 76/2003 kemur fram að börn eigi rétt á að njóta verndar og það er hlutverk forráðamanna að tryggja öryggi þeirra. Yfirleitt eru foreldrar að reyna sitt besta við að stýra skjánotkun og fylgjast með en það er hægara sagt en gert. Tæknin þróast hratt og erfitt er að fylgjast með öllu því nýja sem kemur fram, börnin eru líka klók og finna leiðir fram hjá þeim hömlum sem foreldrar setja. Það virðist þó, því miður, vera í sumum tilfellum svo að foreldrar gleymi eftirliti með þessum þætti í lífi barnanna. Þar getum við sem samfélag bætt okkur með því að fræða og benda á grafalvarlegar hætturnar sem leynast í tækjunum eins og hefur verið gert í fjölmiðlum á síðustu vikum. Til þess að breyting eigi sér stað þurfum við að hafa hátt um þessi mál. Við þurfum líka að líta inn á við hvert og eitt okkar, skoða eigin hegðun og bæta hana ef við á. Hvað getum við gert akkúrat núna til þess að taka þátt í þessari breytingu í samfélaginu? Setjum mörk frá því að börnin sýna tækjunum áhuga – eftir því sem börnin verða eldri verður erfiðara (þó ekki ógerlegt) að breyta reglum. Því er gott að hafa í huga að byrja snemma að setja börnum mörk í umgengni við skjátæki. Börn vilja ramma og þau hafa ekki heilaþroska til þess að stjórna ákvörðunum í tengslum við skjánotkun sína. Eigum samtöl við börnin – eigum opin samtöl um skjánotkun, látum skjánotkun þeirra okkur varða, sýnum áhugamálum þeirra, t.d. tölvuleikjum eða myndbandagerð áhuga og tökum jafnvel þátt í þeim. Með því erum við að styrkja tengslin við börnin okkar. Sterk tengsl á milli foreldra og barna auka líkur á því að þau leyti til okkar ef upp koma vandræði eða vanlíðan í tengslum við skjátækin. Við þurfum að eiga endurtekin samtöl um skjánotkunina, ræða kosti og galla um forrit og leiki, eiga samtölin um samskipti við aðra í tækjum, hvernig við viljum birtast í netheimum og hvernig við getum stuðlað að jákvæðri notkun. Fáum börnin með okkur í lið við að búa til reglur – í lögum stendur að börn eigi rétt á að segja skoðanir sínar og að tekið sé tillit til skoðanna þeirra. Ef þau taka þátt í ákvarðanatöku getur það ýtt undir sjálfstæði þeirra og þeim finnst að þau hafi eitthvað um líf sitt að segja. Ef börnin taka þátt í að setja reglur aukast að sama skapi líkur á að þau verði sátt við þær. Reglur þurfa að vera í samræmi við aldur og þroska barnanna og þær þurfa að vera í stöðugri skoðun. Í viðmiðum Embætti landlæknis o.fl. um skjánotkun fyrir ungmenni eru hugmyndir að umræðupunktum fyrir foreldra og ungmenni til að móta reglur um skjánotkun. Skipuleggjum gæðastundir – skipuleggjum stundir með fjölskyldunni og ákveðum í sameiningu hvaða stundir dagsins eiga að vera skjálausar. Hvetjum börnin til þess að taka virkan þátt í þessu skipulagi og fáum þau til þess að koma með hugmyndir að skemmtilegri afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Hugum að eigin skjánotkun – við könnumst öll við orðatiltækið ,,börnin læra það sem fyrir þeim er haft“ og er umgengni við skjátækin þar engin undantekning. Vísbendingar eru um að ef börn sjá foreldra sína mikið í skjátækjum og eiga jafnvel erfitt með að ná athygli þeirra eru þau líklegri til þess að verja meiri tíma við skjá en börn foreldra sem eru síður með tækin á lofti í návist barnanna. Lítum inn á við og veltum því fyrir okkur hvernig fyrirmyndir við erum. Af hverju ættum við að banna börnunum okkar að gera eitthvað ef við gerum það svo sjálf fyrir framan þau? Eðlilega finnst börnum það ósanngjarnt og það myndi okkur finnast líka ef við værum í þeirra sporum. Veltum fyrir okkur hversu löngum tíma við verjum sjálf í tækjum í frítíma okkar og íhugum hvernig við tölum um náungann í raunheimum og í tækjunum. Börnin eru alltaf með ,,á upptöku“. Leitum aðstoðar – ef við upplifum að við séum ekki lengur við stjórnvölinn gerum þá eitthvað í því. Setjum okkur í samband við fagaðila, leitum ráða hjá skólanum, bæjarfélaginu, heilsugæslustöðvum eða foreldrasamtökum. Við erum ekki ein í þessum sporum, þessi nýja tækni er krefjandi fyrir okkur öll og það sýnir mikinn styrk að sækjast eftir viðeigandi stuðningi. Að fá aðstoð þýðir ekki að við séum slæmir foreldrar heldur þvert á móti – við erum góðir foreldrar sem viljum halda áfram að bæta okkur með hag barna okkar í brjósti. Skjánotkun er ekki tabú. Ef barnið okkar lendir í vandræðum í tengslum við skjánotkun hvort sem um er að ræða vegna vanlíðanar, svefntruflanna, er þolandi eða gerandi í eineltismáli eða af öðrum ástæðum, tölum þá saman og finnum lausnir alveg eins og við myndum gera ef börnin okkar gleyma umferðarreglunum. Með því að takast á við vandann eða vinna stöðugt að því að kenna barninu að umgangast tækin á jákvæðan hátt – þannig tökum við ábyrgð. Höfundur er doktorsnemi í Heilbrigðisvísindum og foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar