Setti sér markmið að skora fimm mörk en á möguleika á markakóngstitlinum í dag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 09:01 Lokaumferðin í Bestu deild karla í fóbolta fer fram í dag. Breiðablik fær Meistaraskjöldin en mesta spennan, og í rauninni eina spennan, er hver verður markakóngur á Íslandsmótinu. Nökkvi Þeyr Þórisson, KA, og Guðmundur Magnússon, Fram, berjast um markakóngstitilinn, en báðir hafa þeir skorað 17 mörk á tímabilinu. Takist Guðmundi að skora gegn Keflavík í dag verður hann markakóngur þar sem Nökkvi hefur yfirgefið KA og leikur nú með belgíska liðinu Beerschot. „Úr því sem komið er þá yrði ansi svekkjandi að ná þessu ekki, en ég hef fulla trú á því að ég nái því,“ sagði Guðmundur í samtali við Stöð 2 í gær. Guðmundur hefur spilað feikilega vel í allt sumar og hann segir það að mestu leyti sér sjálfum að þakka. „Mest megnis mér sjálfum. Tíminn sem fer í þetta. Ég eyði mjög miklum tíma upp í Fram og tek aukaæfingarnar mjög alvarlega, bæði úti á velli og í ræktinni.“ „Eins og ég segi, tíminn sem fer í þetta, maður er bara að uppskera eftir því.“ „Ég lagði af stað í þetta ferðalag seinasta haust með það að markmiði að gera þetta almennilega. Það voru fótboltaæfingar fimm sinnum í viku og ég tók fjórar æfingar aukalega ofan á það. Maður var alltaf inni í líkamsræktarsalnum.“ En hvert var markmið Guðmundar fyrir sumarið? „Ég byrjaði bara á einu markmiði og það voru fimm mörk. Svo bara tók ég þetta koll af kolli og endurnýja alltaf markmiðin mín eftir því sem ég náði þeim. Það eru alveg eitt eða tvö eftir og vonandi næ ég þeim.“ Klippa: Guðmundur Magnússon, Fram „Höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta“ Margir spáðu nýliðunum í Fram fallsæti fyrir mótið, en liðið situr nú í næst efsta sæti neðri hluta deildarinnar með 31 stig, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar ein umferð er eftir. Guðmundur segir að Fram hafi komið mörgum á óvart, en að hann hafi vitað að liðið gæti spilað góðan fótbolta. „Við höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta og það eru góðir fótboltamenn í þessu liði. Það kannski fylgir því að vera nýliði að lenda í erfiðum leikjum og við fengum náttúrulega KR og FH í fyrstu tveim leikjunum sem er ekkert grín. En eftir það lá leiðin bara upp á við og við fórum bara að fá sjálfstraust og spila okkar bolta. Því fylgja mörk, en því fylgir líka kannski áhættan að fá fleiri mörk á sig. En það er bara skemmtun.“ Hugurinn áfram í Úlfarsárdal En hvað ber framtíðin í skauti sér hjá Guðmundi? Verður hann áfram hjá Fram í Úlfarsárdalnum? „Ég er allavega með eitt ár í viðbót, en svo eru ýmis ákvæði sem hægt er að skoða og við byrjum kannski í næstu viku að skoða það. En já, hugurinn er þar allavega.“ „Það væri alveg gaman ef að það kæmi,“ svaraði Guðmundur, aðspurður um útlönd. „En maður er að verða 32 ára á næsta ári og ég er ekkert viss um að margir vilji skoða að kaupa notaðan Land Cruiser, en þó einhverjir.“ Svekkelsi að vera ekki valinn í landsliðið Þá segist Guðmundur einnig vera hálf svekktur að hafa ekki verið valinn í landsliðið miðað við frammistöðu hans í sumar. „Svona miðað við hvernig sumarið er búið að vera þá var ég smá svekktur. En ég er það raunsær að ég sé að það er verið að hugsa um framtíðina og þeir sem voru valdir eiga það mjög mikið skilið og það er greinilega hugsun á bakvið það að velja þessa stráka. Þeir eiga framtíðina fyrir sér.“ Besta deild karla Fram Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3| Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira
Nökkvi Þeyr Þórisson, KA, og Guðmundur Magnússon, Fram, berjast um markakóngstitilinn, en báðir hafa þeir skorað 17 mörk á tímabilinu. Takist Guðmundi að skora gegn Keflavík í dag verður hann markakóngur þar sem Nökkvi hefur yfirgefið KA og leikur nú með belgíska liðinu Beerschot. „Úr því sem komið er þá yrði ansi svekkjandi að ná þessu ekki, en ég hef fulla trú á því að ég nái því,“ sagði Guðmundur í samtali við Stöð 2 í gær. Guðmundur hefur spilað feikilega vel í allt sumar og hann segir það að mestu leyti sér sjálfum að þakka. „Mest megnis mér sjálfum. Tíminn sem fer í þetta. Ég eyði mjög miklum tíma upp í Fram og tek aukaæfingarnar mjög alvarlega, bæði úti á velli og í ræktinni.“ „Eins og ég segi, tíminn sem fer í þetta, maður er bara að uppskera eftir því.“ „Ég lagði af stað í þetta ferðalag seinasta haust með það að markmiði að gera þetta almennilega. Það voru fótboltaæfingar fimm sinnum í viku og ég tók fjórar æfingar aukalega ofan á það. Maður var alltaf inni í líkamsræktarsalnum.“ En hvert var markmið Guðmundar fyrir sumarið? „Ég byrjaði bara á einu markmiði og það voru fimm mörk. Svo bara tók ég þetta koll af kolli og endurnýja alltaf markmiðin mín eftir því sem ég náði þeim. Það eru alveg eitt eða tvö eftir og vonandi næ ég þeim.“ Klippa: Guðmundur Magnússon, Fram „Höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta“ Margir spáðu nýliðunum í Fram fallsæti fyrir mótið, en liðið situr nú í næst efsta sæti neðri hluta deildarinnar með 31 stig, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar ein umferð er eftir. Guðmundur segir að Fram hafi komið mörgum á óvart, en að hann hafi vitað að liðið gæti spilað góðan fótbolta. „Við höfum sýnt það að við kunnum að spila fótbolta og það eru góðir fótboltamenn í þessu liði. Það kannski fylgir því að vera nýliði að lenda í erfiðum leikjum og við fengum náttúrulega KR og FH í fyrstu tveim leikjunum sem er ekkert grín. En eftir það lá leiðin bara upp á við og við fórum bara að fá sjálfstraust og spila okkar bolta. Því fylgja mörk, en því fylgir líka kannski áhættan að fá fleiri mörk á sig. En það er bara skemmtun.“ Hugurinn áfram í Úlfarsárdal En hvað ber framtíðin í skauti sér hjá Guðmundi? Verður hann áfram hjá Fram í Úlfarsárdalnum? „Ég er allavega með eitt ár í viðbót, en svo eru ýmis ákvæði sem hægt er að skoða og við byrjum kannski í næstu viku að skoða það. En já, hugurinn er þar allavega.“ „Það væri alveg gaman ef að það kæmi,“ svaraði Guðmundur, aðspurður um útlönd. „En maður er að verða 32 ára á næsta ári og ég er ekkert viss um að margir vilji skoða að kaupa notaðan Land Cruiser, en þó einhverjir.“ Svekkelsi að vera ekki valinn í landsliðið Þá segist Guðmundur einnig vera hálf svekktur að hafa ekki verið valinn í landsliðið miðað við frammistöðu hans í sumar. „Svona miðað við hvernig sumarið er búið að vera þá var ég smá svekktur. En ég er það raunsær að ég sé að það er verið að hugsa um framtíðina og þeir sem voru valdir eiga það mjög mikið skilið og það er greinilega hugsun á bakvið það að velja þessa stráka. Þeir eiga framtíðina fyrir sér.“
Besta deild karla Fram Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3| Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira