Þurfa kraftaverk á stað þar sem þeir hafa ekki unnið í 21 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2022 13:01 Íslandsmeistarar ÍA 2001 eru síðasta Skagaliðið sem vann í Kaplakrika. ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason ÍA á enn tölfræðilega möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Vonin er samt mjög veik og Skagamenn þurfa auk þess að vinna á stað þangað þeir hafa ekki sótt sigur frá 2001. ÍA sækir FH heim í lokaorð Bestu deildarinnar á morgun. Ef Skagamenn ætla að leika í Bestu deildinni á næsta tímabili þurfa þeir að vinna FH-inga með tíu marka mun. Ekki nema. FH er þremur stigum á undan ÍA og er með miklu betri markatölu; með níu mörk í mínus en Akurnesingar 28 mörk í mínus. En þar sem liðin mætast í lokaumferðinni dugir Skagamönnum að vinna tíu marka sigur. Lítið mál, ekki satt? Raunhæfara markmið fyrir ÍA væri bara að vinna í Kaplakrika. Þar hafa Skagamenn nefnilega ekki unnið síðan 2001, síðasta tímabilið sem þeir urðu Íslandsmeistarar. Þann 15. júlí áttust ÍA og FH við í Kaplakrika. Fyrir leikinn voru Skagamenn í 3. sæti deildarinnar með fjórtán stig, fjórum stigum á eftir FH-ingum, sem voru í 2. sætinu, og sex stigum á eftir toppliði Fylkismanna. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu leikinn af krafti og strax á 3. mínútu skoraði Hjörtur Hjartarson eftir mistök í vörn heimamanna og sendingu Ellerts Jóns Björnssonar. Þrátt fyrir að hafa 87 mínútur til að jafna varð FH-ingum ekkert ágengt upp við mark Skagamanna. Besta færið fékk Baldur Bett en Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður ÍA, varði vítaspyrnu hans í fyrri hálfleik. Klippa: FH 0-1 ÍA Skagamenn fóru á mikið flug eftir sigurinn í Krikanum og unnu fimm næstu leiki sína og héldu hreinu í fjórum þeirra. Þeir tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn með því að gera 2-2 jafntefli við Eyjamenn í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Það var átjándi og síðasti Íslandsmeistaratitill ÍA. Frá leiknum 2001 hefur gengi ÍA í Kaplakrika verið ein sorgarsaga. Liðin hafa mæst sextán sinnum. FH-ingar hafa unnið tólf leiki og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikir FH og ÍA í Kaplakrika síðan 2012 2002 FH 1-1 ÍA 2003 FH 1-1 ÍA 2004 FH 2-2 ÍA 2005 FH 2-0 ÍA 2006 FH 2-1 ÍA 2007 FH 1-1 ÍA 2008 FH 2-0 ÍA 2012 FH 2-1 ÍA 2013 FH 2-0 ÍA 2015 FH 4-1 ÍA 2016 FH 2-1 ÍA 2017 FH 2-0 ÍA 2019 FH 1-0 ÍA 2020 FH 2-1 ÍA 2021 FH 5-1 ÍA 2022 FH 6-1 ÍA ÍA náði síðast í stig í Kaplakrika 2007. Liðin gerðu þá 1-1 jafntefli. Síðan þá hafa FH-ingar unnið tíu heimaleiki í röð gegn Skagamönnum. FH vann ÍA í Krikanum með fimm mörkum gegn einu í fyrra. Í 21. umferð Bestu deildarinnar gerðu FH-ingar enn betur og unnu 6-1 sigur. Leikur FH og ÍA hefst klukkan 13:00 á morgun og verður sýndur beint á Bestu deild Sport 3. Fylgst verður með öllum sex leikjunum í lokaumferð Bestu deildarinnar samtímis á Stöð 2 Sport. Klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti Stúkunnar. Besta deild karla ÍA FH Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
ÍA sækir FH heim í lokaorð Bestu deildarinnar á morgun. Ef Skagamenn ætla að leika í Bestu deildinni á næsta tímabili þurfa þeir að vinna FH-inga með tíu marka mun. Ekki nema. FH er þremur stigum á undan ÍA og er með miklu betri markatölu; með níu mörk í mínus en Akurnesingar 28 mörk í mínus. En þar sem liðin mætast í lokaumferðinni dugir Skagamönnum að vinna tíu marka sigur. Lítið mál, ekki satt? Raunhæfara markmið fyrir ÍA væri bara að vinna í Kaplakrika. Þar hafa Skagamenn nefnilega ekki unnið síðan 2001, síðasta tímabilið sem þeir urðu Íslandsmeistarar. Þann 15. júlí áttust ÍA og FH við í Kaplakrika. Fyrir leikinn voru Skagamenn í 3. sæti deildarinnar með fjórtán stig, fjórum stigum á eftir FH-ingum, sem voru í 2. sætinu, og sex stigum á eftir toppliði Fylkismanna. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu leikinn af krafti og strax á 3. mínútu skoraði Hjörtur Hjartarson eftir mistök í vörn heimamanna og sendingu Ellerts Jóns Björnssonar. Þrátt fyrir að hafa 87 mínútur til að jafna varð FH-ingum ekkert ágengt upp við mark Skagamanna. Besta færið fékk Baldur Bett en Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður ÍA, varði vítaspyrnu hans í fyrri hálfleik. Klippa: FH 0-1 ÍA Skagamenn fóru á mikið flug eftir sigurinn í Krikanum og unnu fimm næstu leiki sína og héldu hreinu í fjórum þeirra. Þeir tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn með því að gera 2-2 jafntefli við Eyjamenn í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Það var átjándi og síðasti Íslandsmeistaratitill ÍA. Frá leiknum 2001 hefur gengi ÍA í Kaplakrika verið ein sorgarsaga. Liðin hafa mæst sextán sinnum. FH-ingar hafa unnið tólf leiki og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikir FH og ÍA í Kaplakrika síðan 2012 2002 FH 1-1 ÍA 2003 FH 1-1 ÍA 2004 FH 2-2 ÍA 2005 FH 2-0 ÍA 2006 FH 2-1 ÍA 2007 FH 1-1 ÍA 2008 FH 2-0 ÍA 2012 FH 2-1 ÍA 2013 FH 2-0 ÍA 2015 FH 4-1 ÍA 2016 FH 2-1 ÍA 2017 FH 2-0 ÍA 2019 FH 1-0 ÍA 2020 FH 2-1 ÍA 2021 FH 5-1 ÍA 2022 FH 6-1 ÍA ÍA náði síðast í stig í Kaplakrika 2007. Liðin gerðu þá 1-1 jafntefli. Síðan þá hafa FH-ingar unnið tíu heimaleiki í röð gegn Skagamönnum. FH vann ÍA í Krikanum með fimm mörkum gegn einu í fyrra. Í 21. umferð Bestu deildarinnar gerðu FH-ingar enn betur og unnu 6-1 sigur. Leikur FH og ÍA hefst klukkan 13:00 á morgun og verður sýndur beint á Bestu deild Sport 3. Fylgst verður með öllum sex leikjunum í lokaumferð Bestu deildarinnar samtímis á Stöð 2 Sport. Klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti Stúkunnar.
2002 FH 1-1 ÍA 2003 FH 1-1 ÍA 2004 FH 2-2 ÍA 2005 FH 2-0 ÍA 2006 FH 2-1 ÍA 2007 FH 1-1 ÍA 2008 FH 2-0 ÍA 2012 FH 2-1 ÍA 2013 FH 2-0 ÍA 2015 FH 4-1 ÍA 2016 FH 2-1 ÍA 2017 FH 2-0 ÍA 2019 FH 1-0 ÍA 2020 FH 2-1 ÍA 2021 FH 5-1 ÍA 2022 FH 6-1 ÍA
Besta deild karla ÍA FH Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira