„Svona gera bara trúðar“ Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2022 07:32 Cristiano Ronaldo þekkir það að vera ungur að gera brellur á Old Trafford sem ekki allir eru hrifnir af. Hér kemur hann skilaboðum til Antony fyrir leikinn við Sheriff í gær. Getty/Simon Stacpoole Paul Scholes sakaði Antony um trúðslæti eftir að Brasilíumaðurinn ungi tók snúning með boltann, sem hann er þekktur fyrir, í 3-0 sigri Manchester United á Sheriff í Evrópudeildinni í fótbolta. Antony, kom til United í byrjun september frá Ajax, sýndi áhorfendum á Old Trafford í gær Anturny-snúninginn sinn í fyrri hálfleik, í stöðunni 0-0. Hann dregur þá boltann í hring í kringum hægri fótinn sinn, í einni hreyfingu. Scholes, sem er goðsögn í sögu United, var alls ekki hrifinn af tilburðum Antony og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag sagðist mögulega þurfa að koma ákveðnum skilaboðum til kantmannsins. „Ég er ekki einu sinni viss um að þetta sé einhver brella, er það? Er þetta hans einkennismerki? Ég held að hann þurfi eitthvað betra. Hann þarf að finna eitthvað skemmtilegra,“ sagði Scholes eftir leik í beinni útsendingu á BT Sport. pic.twitter.com/bk6imOUoS9— MComps305 (@comps305) October 27, 2022 „Ég held að þessi þjóð vilji ekki sjá þetta. Vill einhver þjóð það, jafnvel Brasilía? Brasilíumenn vilja ekki sjá þetta, er það? Ajax í Hollandi, vilja þeir sjá þetta? Ég hef gaman af brellum en mér finnst þetta bara hvorki vera brella né skemmtun. Svona gera bara trúðar, er það ekki?“ sagði Scholes. Ekkert út á þetta að setja ef brellan virkar Ten Hag sást hrista hausinn eftir tilburði Antony sem var svo skipt af velli í hálfleik. Lisandro Martinez var þá einnig skipt af velli og ástæðan mun hafa verið sú að gefa leikmönnum hvíld en United mætir West Ham á sunnudaginn. „Ég hef ekkert út á þetta [brellu Antony] að setja svo lengi sem að hún virkar,“ sagði Ten Hag eftir leik. „Ég ætlast til meira af honum – fleiri hlaup á bakvið vörnina, að hann sé oftar í teignum og spili oftar inn í vasann. Það er fínt að gera svona brellur þegar þær virka. Ef að þú missir ekki boltann er það í lagi en ef að þetta er brella bara til að gera brellu þá mun ég leiðrétta það við hann,“ sagði Ten Hag. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Antony, kom til United í byrjun september frá Ajax, sýndi áhorfendum á Old Trafford í gær Anturny-snúninginn sinn í fyrri hálfleik, í stöðunni 0-0. Hann dregur þá boltann í hring í kringum hægri fótinn sinn, í einni hreyfingu. Scholes, sem er goðsögn í sögu United, var alls ekki hrifinn af tilburðum Antony og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag sagðist mögulega þurfa að koma ákveðnum skilaboðum til kantmannsins. „Ég er ekki einu sinni viss um að þetta sé einhver brella, er það? Er þetta hans einkennismerki? Ég held að hann þurfi eitthvað betra. Hann þarf að finna eitthvað skemmtilegra,“ sagði Scholes eftir leik í beinni útsendingu á BT Sport. pic.twitter.com/bk6imOUoS9— MComps305 (@comps305) October 27, 2022 „Ég held að þessi þjóð vilji ekki sjá þetta. Vill einhver þjóð það, jafnvel Brasilía? Brasilíumenn vilja ekki sjá þetta, er það? Ajax í Hollandi, vilja þeir sjá þetta? Ég hef gaman af brellum en mér finnst þetta bara hvorki vera brella né skemmtun. Svona gera bara trúðar, er það ekki?“ sagði Scholes. Ekkert út á þetta að setja ef brellan virkar Ten Hag sást hrista hausinn eftir tilburði Antony sem var svo skipt af velli í hálfleik. Lisandro Martinez var þá einnig skipt af velli og ástæðan mun hafa verið sú að gefa leikmönnum hvíld en United mætir West Ham á sunnudaginn. „Ég hef ekkert út á þetta [brellu Antony] að setja svo lengi sem að hún virkar,“ sagði Ten Hag eftir leik. „Ég ætlast til meira af honum – fleiri hlaup á bakvið vörnina, að hann sé oftar í teignum og spili oftar inn í vasann. Það er fínt að gera svona brellur þegar þær virka. Ef að þú missir ekki boltann er það í lagi en ef að þetta er brella bara til að gera brellu þá mun ég leiðrétta það við hann,“ sagði Ten Hag.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti