Segir næsta áratug þann hættulegasta frá seinni heimsstyrjöldinni Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2022 21:53 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Karpukhin Heimsbúar standa frammi fyrir hættulegasta áratug heimsins frá seinni heimsstyrjöldinni. Þetta sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í ræðu sem hann flutti í dag þar sem hann sakaði meðal annars Vesturlönd um að bera ábyrgð á innrás hans í Úkraínu og valda usla í heiminum. Forsetinn sagði að stríðið í Úkraínu væri í raun borgarastyrjöld því Rússar og Úkraínumenn væru sama þjóðin. Það væru einungis Rússar sem gætu tryggt fullveldi Úkraínu. Hér er vert að taka fram að hvar sem rússneskir hermenn hafa stigið niður fæti í Úkraínu, eftir innrásina sem hófst í febrúar, hafa þeir verið sakaðir um ítrekuð og alvarleg ódæði gegn borgurum í Úkraínu og Rússar hafa þar að auki gert markvissar árásir á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Tugir þúsunda hafa látið lífið vegna innrásarinnar og Rússar eru þar að auki sakaðir um að hafa flutt tugi ef ekki hundruð þúsunda Úkraínumanna nauðungarflutningum og rænt börnum frá Úkraínu. Úkraínumenn hafna því alfarið að þeir og Rússar séu sama þjóðin. Í ræðunni hélt Pútín því fram að Vesturlönd þyrftu að ræða við Rússa og önnur heimsveldi um framtíð heimsins, því yfirráð Vesturlanda heyrðu sögunni til og sakaði hann Vesturlönd um rasisma. Hann sakaði Vesturlönd einnig um að vilja gera útaf við Rússland. Blaðamaður Financial Times fylgdist með ræðu Pútíns í dag. Putin says Russia told the west: "Let's be friends, have dialogue and strengthen trust and peace." He complains: "We were completely sincere. What did we get in response? A 'no' on every possible area of cooperation."— max seddon (@maxseddon) October 27, 2022 Pútín sagði einnig að svo lengi sem kjarnorkuvopn væru til, yrði hættan á notkun þeirra til staðar. Rússar ætluðu hins vegar ekki að beita kjarnorkuvopnum því þeir þyrftu ekki á því að halda í Úkraínu. Forsetinn sagðist ekki hafa vanmetið Úkraínumenn og sagði að hin sértæka hernaðaraðgerð, eins og Rússar kalla innrásina, hefði farið eftir áætlun. Það er augljóslega rangt enda hafa Rússar misst tugi þúsunda hermanna og hafa þurft að draga verulega úr markmiðum sínum í Úkraínu í nokkrum áföngum. Nú eru hersveitir Rússa í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. 27. október 2022 15:15 Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08 Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð. 27. október 2022 10:12 Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Forsetinn sagði að stríðið í Úkraínu væri í raun borgarastyrjöld því Rússar og Úkraínumenn væru sama þjóðin. Það væru einungis Rússar sem gætu tryggt fullveldi Úkraínu. Hér er vert að taka fram að hvar sem rússneskir hermenn hafa stigið niður fæti í Úkraínu, eftir innrásina sem hófst í febrúar, hafa þeir verið sakaðir um ítrekuð og alvarleg ódæði gegn borgurum í Úkraínu og Rússar hafa þar að auki gert markvissar árásir á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Tugir þúsunda hafa látið lífið vegna innrásarinnar og Rússar eru þar að auki sakaðir um að hafa flutt tugi ef ekki hundruð þúsunda Úkraínumanna nauðungarflutningum og rænt börnum frá Úkraínu. Úkraínumenn hafna því alfarið að þeir og Rússar séu sama þjóðin. Í ræðunni hélt Pútín því fram að Vesturlönd þyrftu að ræða við Rússa og önnur heimsveldi um framtíð heimsins, því yfirráð Vesturlanda heyrðu sögunni til og sakaði hann Vesturlönd um rasisma. Hann sakaði Vesturlönd einnig um að vilja gera útaf við Rússland. Blaðamaður Financial Times fylgdist með ræðu Pútíns í dag. Putin says Russia told the west: "Let's be friends, have dialogue and strengthen trust and peace." He complains: "We were completely sincere. What did we get in response? A 'no' on every possible area of cooperation."— max seddon (@maxseddon) October 27, 2022 Pútín sagði einnig að svo lengi sem kjarnorkuvopn væru til, yrði hættan á notkun þeirra til staðar. Rússar ætluðu hins vegar ekki að beita kjarnorkuvopnum því þeir þyrftu ekki á því að halda í Úkraínu. Forsetinn sagðist ekki hafa vanmetið Úkraínumenn og sagði að hin sértæka hernaðaraðgerð, eins og Rússar kalla innrásina, hefði farið eftir áætlun. Það er augljóslega rangt enda hafa Rússar misst tugi þúsunda hermanna og hafa þurft að draga verulega úr markmiðum sínum í Úkraínu í nokkrum áföngum. Nú eru hersveitir Rússa í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. 27. október 2022 15:15 Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08 Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð. 27. október 2022 10:12 Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. 27. október 2022 15:15
Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08
Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð. 27. október 2022 10:12
Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent