Innherji

Raf­orku­verð til Rio Tin­to á Íslandi hækkar vegna verð­bólgu í Banda­ríkjunum

Þórður Gunnarsson skrifar
Rio Tinto í Straumsvík greiðir nú um 40 Bandaríkjadali fyrir megavattstundina.
Rio Tinto í Straumsvík greiðir nú um 40 Bandaríkjadali fyrir megavattstundina. Vísir/Vilhelm

Raforkuverðið sem álver Rio Tinto á Íslandi greiðir til Landsvirkjunar er á svipuðum slóðum og það sem fyrirtækið greiddi áður en endursamið var við Landsvirkjun í febrúar á síðasta ári. Verðlagsþróun í Bandaríkjunum er helsti drifkraftur hækkunarinnar, en stærstur hluti raforkusamnings Rio Tinto við Landsvirkjun er verðtryggður miðað við neysluverðsvísitölu í Bandaríkjunum. Tólf mánaða verðbólga í Bandaríkjunum stendur nú í 8,5 prósentum.


Tengdar fréttir

Dregið úr ál­fram­leiðslu í Noregi

Norski álframleiðandinn Norsk Hydro mun draga úr álframleiðslu í það minnsta tímabundið vegna minnkandi eftirspurnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×