Ríki og sveitarfélög gangi í takt! Bragi Bjarnason skrifar 26. október 2022 10:31 Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir. Þar er mikilvægur vettvangur til að efla samstarfið og læra hvert af öðru enda verkefni sveitarfélaga í grunninn þau sömu, þótt áskoranirnar geti verið mismunandi eftir samfélögum og staðsetningu. Krefjandi rekstrarumhverfi Það kom skýrt fram hjá bæði hagfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmönnum að rekstrarumhverfið sé þungt. Sveitarfélögin eru í heildina um 20 milljörðum frá sjálfbærni í rekstri árið 2021 og heildarafkoma íslenskra sveitarfélaga hefur verið neikvæð undanfarin fimmtán ár. Því miður er ekkert sem bendir til að sú þróun sé að snúast við. Það var því sterkur samhljómur milli fjármálaráðstefnunnar og landsþings sveitarfélaga um aðgerðir til að efla rekstur sveitarfélaga. Sérstaklega var vísað í tillögur starfshóps um tekjustofna sveitarfélaga þar sem bæði komu að fulltrúar sveitarfélaga og ráðuneytis. Því miður náðist ekki sameiginleg sýn á lausnir milli þessara aðila en vandinn er augljós. Þyngst vegur skortur á fjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks. Þar er áætlaður heildarhalli sveitarfélaga árið 2021 um 10 milljarðar króna. Þá þarf að skoða breytingar á skiptingu fjármagnstekjuskatts, kostnaðarmat á reglugerðir, þátttöku í byggingu framhaldsskóla, hjúkrunarheimila og fleira. Yfirlýsing innviðaráðherra á fjármálaráðstefnunni um fimm milljarða viðbótarframlag er jákvætt skref en einungis plástur á opið beinbrot sem nær þannig aldrei að gróa. Það er í raun sorgleg niðurstaða að vinna starfshópa skili ekki neinum sameiginlegum aðgerðum. Það eru ódýrar útskýringar hjá ráðuneytum að tala um óráðsíu eða ofþjónustu þegar sveitarfélögin eru einfaldlega að reyna sitt besta til að þjónusta alla íbúa með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Það hefur verið auðvelt að taka upp og setja nýjar reglugerðir á undanförnum árum en sleppa kostnaðarmati. Það þarf alltaf einhver að greiða fyrir aukna þjónustu, hvort sem hún telst lögbundin eða ólögbundin. Lögbundin eða ólögbundin verkefni? Kannski er orðið úrelt hugtak að tala um lögbundin verkefni sveitarfélaga. Sveitarfélög veita þjónustu í sínu nærsamfélagi og þótt rekstur leikskóla, frístundastarf eða uppbygging íþróttamannvirkja teljist sem dæmi ekki til lögbundinna verkefna, má telja óraunhæft í samfélagi dagsins í dag að bjóða ekki upp á slíkt. Ég held að ekkert sveitarfélag skorist undan þeirri ábyrgð að rekstur þess sé eins hagkvæmur og kostur er en því miður þá duga grunntekjustofnar ekki til að standa undir þjónustu og innviðauppbyggingu. Ég held að samtal ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna og aukin framlög til reksturs sveitarfélaganna þurfi að nálgast með þessar staðreyndir í huga. Þetta eru ekki verkefni sem sveitarfélögin velja úr heldur mynda þau í heildina samfélag og það er samvinnuverkefni okkar allra. Það er mín innilega von að samtal fulltrúa sveitarfélaga og ríkisins sé lausnarmiðað þar sem horft er til framtíðar og farsældar. Höfundur er formaður bæjaráðs í Sveitarfélaginu Árborg. Efni sem vísað er til í greininni: https://www.visir.is/g/20212195715d https://www.samband.is/vidburdir/landsthing-sambands-islenskra-sveitarfelaga-2/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Málefni fatlaðs fólks Bragi Bjarnason Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir. Þar er mikilvægur vettvangur til að efla samstarfið og læra hvert af öðru enda verkefni sveitarfélaga í grunninn þau sömu, þótt áskoranirnar geti verið mismunandi eftir samfélögum og staðsetningu. Krefjandi rekstrarumhverfi Það kom skýrt fram hjá bæði hagfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmönnum að rekstrarumhverfið sé þungt. Sveitarfélögin eru í heildina um 20 milljörðum frá sjálfbærni í rekstri árið 2021 og heildarafkoma íslenskra sveitarfélaga hefur verið neikvæð undanfarin fimmtán ár. Því miður er ekkert sem bendir til að sú þróun sé að snúast við. Það var því sterkur samhljómur milli fjármálaráðstefnunnar og landsþings sveitarfélaga um aðgerðir til að efla rekstur sveitarfélaga. Sérstaklega var vísað í tillögur starfshóps um tekjustofna sveitarfélaga þar sem bæði komu að fulltrúar sveitarfélaga og ráðuneytis. Því miður náðist ekki sameiginleg sýn á lausnir milli þessara aðila en vandinn er augljós. Þyngst vegur skortur á fjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks. Þar er áætlaður heildarhalli sveitarfélaga árið 2021 um 10 milljarðar króna. Þá þarf að skoða breytingar á skiptingu fjármagnstekjuskatts, kostnaðarmat á reglugerðir, þátttöku í byggingu framhaldsskóla, hjúkrunarheimila og fleira. Yfirlýsing innviðaráðherra á fjármálaráðstefnunni um fimm milljarða viðbótarframlag er jákvætt skref en einungis plástur á opið beinbrot sem nær þannig aldrei að gróa. Það er í raun sorgleg niðurstaða að vinna starfshópa skili ekki neinum sameiginlegum aðgerðum. Það eru ódýrar útskýringar hjá ráðuneytum að tala um óráðsíu eða ofþjónustu þegar sveitarfélögin eru einfaldlega að reyna sitt besta til að þjónusta alla íbúa með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Það hefur verið auðvelt að taka upp og setja nýjar reglugerðir á undanförnum árum en sleppa kostnaðarmati. Það þarf alltaf einhver að greiða fyrir aukna þjónustu, hvort sem hún telst lögbundin eða ólögbundin. Lögbundin eða ólögbundin verkefni? Kannski er orðið úrelt hugtak að tala um lögbundin verkefni sveitarfélaga. Sveitarfélög veita þjónustu í sínu nærsamfélagi og þótt rekstur leikskóla, frístundastarf eða uppbygging íþróttamannvirkja teljist sem dæmi ekki til lögbundinna verkefna, má telja óraunhæft í samfélagi dagsins í dag að bjóða ekki upp á slíkt. Ég held að ekkert sveitarfélag skorist undan þeirri ábyrgð að rekstur þess sé eins hagkvæmur og kostur er en því miður þá duga grunntekjustofnar ekki til að standa undir þjónustu og innviðauppbyggingu. Ég held að samtal ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna og aukin framlög til reksturs sveitarfélaganna þurfi að nálgast með þessar staðreyndir í huga. Þetta eru ekki verkefni sem sveitarfélögin velja úr heldur mynda þau í heildina samfélag og það er samvinnuverkefni okkar allra. Það er mín innilega von að samtal fulltrúa sveitarfélaga og ríkisins sé lausnarmiðað þar sem horft er til framtíðar og farsældar. Höfundur er formaður bæjaráðs í Sveitarfélaginu Árborg. Efni sem vísað er til í greininni: https://www.visir.is/g/20212195715d https://www.samband.is/vidburdir/landsthing-sambands-islenskra-sveitarfelaga-2/
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun