„Ég myndi aldrei láta það uppi“ Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. október 2022 22:41 Vigdís segir að með ljóðum varðveitum við íslenska tungu sem er dýrmætari en allt annað Vísir/Vilhelm Ljóð sem fylgt hafa Vigdísi Finnbogadóttur í gegnum lífið voru gefin út á bók í dag. Hún ber titilinn Ljóðin hennar Vigdísar en fyrrverandi forsetinn valdi öll ljóðin sem birtast í henni. Sjálf segist hún aldrei ætla að láta það uppi hvort hún eigi ljóð eftir sjálfa sig, falin í einhverri skúffunni. Útgáfu bókarinnar var fagnað við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu í dag. Þar hélt Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræðu til heiðurs Vigdísar og minntist þar meðal annars á skáp í Thomsenstofu á Bessastöðum en þangað hafði Vigdís safnað urmul ljóðabóka í forsetatíð sinni. Hún hefur alltaf verið ljóðelsk að eigin sögn. „Já, ég man ekki eftir mér öðruvísi. En ég er náttúrulega alin upp þannig að mitt fólk var mjög ljóðelskt og það var mikið farið með ljóð í minni bernsku og æsku. Ljóðin hafa bundið svo vel íslenska tungu. Og með ljóðum varðveitum við þessa tungu sem er okkur dýrmætari en allt annað. Á meðan við tölum íslenska tungu þá erum við öðruvísi en annað fólk í heiminum,“ segir Vigdís. Við útgáfuhófið voru veitt ný hvatningarverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur sem Brynja Hjálmsdóttir skáld og rithöfundur tók við. Brynja Hjálmarsdóttir, rithöfundur og skáld, tók við hvatningarverðlaunum Vigdísar Finnbogadóttur við útgáfuhófið.Vísir/Vilhelm „Á meðan að ljóðlistin og útgáfa ljóða eru vinsælar jólagjafir og fermingagjafir - nú er ég með áróður; vinsælar fermingagjafir - þá lifir ljóðlist á Íslandi.“ En hvað er það í ljóðum sem nær Vigdísi? Hvernig voru ljóðin valin í nýju bókina? „Að það sé í þeim ákveðin lífsspeki, hrynjandi auðvitað og að leika sér að tungumálinu. En líka speki. Vegna þess að tungumálið geymir alla visku mannsins.“ Þú hefur ekkert sjálf leikið þér við að semja eða hvað? „Ég myndi aldrei láta það uppi,“ segir Vigdís glettin. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur útgáfuhófið í dag.Vísir/Vilhelm Íslensk fræði Bókmenntir Ljóðlist Forseti Íslands Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Útgáfu bókarinnar var fagnað við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu í dag. Þar hélt Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræðu til heiðurs Vigdísar og minntist þar meðal annars á skáp í Thomsenstofu á Bessastöðum en þangað hafði Vigdís safnað urmul ljóðabóka í forsetatíð sinni. Hún hefur alltaf verið ljóðelsk að eigin sögn. „Já, ég man ekki eftir mér öðruvísi. En ég er náttúrulega alin upp þannig að mitt fólk var mjög ljóðelskt og það var mikið farið með ljóð í minni bernsku og æsku. Ljóðin hafa bundið svo vel íslenska tungu. Og með ljóðum varðveitum við þessa tungu sem er okkur dýrmætari en allt annað. Á meðan við tölum íslenska tungu þá erum við öðruvísi en annað fólk í heiminum,“ segir Vigdís. Við útgáfuhófið voru veitt ný hvatningarverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur sem Brynja Hjálmsdóttir skáld og rithöfundur tók við. Brynja Hjálmarsdóttir, rithöfundur og skáld, tók við hvatningarverðlaunum Vigdísar Finnbogadóttur við útgáfuhófið.Vísir/Vilhelm „Á meðan að ljóðlistin og útgáfa ljóða eru vinsælar jólagjafir og fermingagjafir - nú er ég með áróður; vinsælar fermingagjafir - þá lifir ljóðlist á Íslandi.“ En hvað er það í ljóðum sem nær Vigdísi? Hvernig voru ljóðin valin í nýju bókina? „Að það sé í þeim ákveðin lífsspeki, hrynjandi auðvitað og að leika sér að tungumálinu. En líka speki. Vegna þess að tungumálið geymir alla visku mannsins.“ Þú hefur ekkert sjálf leikið þér við að semja eða hvað? „Ég myndi aldrei láta það uppi,“ segir Vigdís glettin. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur útgáfuhófið í dag.Vísir/Vilhelm
Íslensk fræði Bókmenntir Ljóðlist Forseti Íslands Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira