Fjarlægði sig fasisma í fyrstu ræðu sinni Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 15:39 Giorgia Meloni er fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra Ítalíu. Hún hélt fyrstu stefnuræðu sína í morgun en á þó eftir að standast vantraustaatkvæðagreiðslur í báðum deildum þingsins í vikunni. AP/Alessandra Tarantino Giorgia Meloni, nýr forsætisráðherra Ítalíu, neitaði því að hún bæri hlýhug til fasisma eða annarrar andlýðræðislegrar hugmyndafræði í fyrstu stefnuræðu sinni í ítalska þinginu í dag. Hét hún því að halda áfram stuðningi við Úkraínu og að setja Evrópusamstarf ekki í uppnám. Meloni tók við völdum í samsteypustjórn hægriflokka fyrir fjórum dögum. Bræðralag Ítalíu, flokkur Meloni, spratt upp úr hægrijaðarhreyfingu aðdáenda Benitos Mussolini, og hefur hún ítrekað verið sökuð um öfgahyggju, meðal annars í málefnum útlendinga og hinsegin fólks. „Ég hef aldrei haft samúð með eða verið náin andlýðræðislegum stjórnum, þar á meðal fasískra,“ fullyrti Meloni í ræðu sinni. Lýsti hún lögum gegn gyðingum sem voru sett í tíð Mussolini á fjórða áratug síðustu aldar sem lægsta punkti ítalskrar sögu. Þó að hún gagnrýndi Evrópusambandið fyrir að vera stundum svifaseint þegar það stæði frammi fyrir áskorunum hét Meloni því að undir hennar stjórn færi Ítalía eftir núgildandi reglum þess. Stjórn hennar myndi engu síður freista þess að breyta því sem hún væri ósammála, sérstaklega reglum um opinber útgjöld. Ítrekaði hún samstöðu Ítalíu og Evrópuríkja með Úkraínu gegn innrás Rússa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þeir sem telja mögulegt að skipta á frelsi Úkraínu fyrir hugarró okkar hafa rangt fyrir sér. Það myndi ekki leysa vandamálið að láta undan þvingunum Pútíns í orkumálum, það myndi gera það verra með því að ýta undir frekari kröfur og kúgun,“ sagði nýi forsætisráðherrann. Leiðtogar bandalagsflokka hennar, þeir Silvio Berlusconi og Matteo Salvini, þykja þó báðir hallir undir Pútín og málstað Rússa. Berlusconi er þannig nýlega sagður hafa skipst á afmælisgjöfum við góðvin sinn Pútín. Vill stöðva ferðir flóttafólks yfir hafið Í innflytjendamálum boðaði Meloni að stjórn hennar vildi stöðva straum flóttafólks yfir Miðjarðarhaf. Washington Post segir að hún vilji að Evrópuríki komi á fót miðstöðvum í Norður-Afríku þar sem hælisumsóknir væru afgreiddar og að evrópsk herskip stöðvi ferðir báta með flóttafólk yfir hafið. Þegar Salvini, bandamaður Meloni, var innanríkisráðherra árið 2018 lokaði hann ítölskum höfnum fyrir skipum félagasamtaka sem bjarga flóttafólki á Miðjarðarhafi. Mögulegt er talið að Meloni gæti reynt að endurtaka leikinn. Meloni tæpti lítið á samfélagslegum málum sem hún hefur áður úttalað sig um, þar á meðal réttindi hinsegin fólks og þungunarrof. Virtist hún þó taka af tvímæli um að stjórn hennar ætlaði að skerða réttindi kvenna til þungunarrofs. „Miðhægristjórn mun aldrei skerða núgildandi réttindi borgaranna og fyrirtækja,“ fullyrti hún. Skattalækkanir en ekki „blindur niðurskurður“ Í efnahagsmálum sagði Meloni brýnast að ná niður orkuverði og auka innlenda framleiðslu og gera hana fjölbreyttari. Verkefnið í efnahagsmálum sem ríkisstjórnin stæði frammi fyrir væri það snúnasta frá síðari heimsstyrjöld. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir samdrætti á Ítalíu á næsta ári og skuldir ítalska ríkissjóðsins nema nú um 150% af vergri þjóðarframleiðslu. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins þurfa Ítalir að koma hlutfallinu niður í 60%. Meloni sagðist hvorki ætla að bregðast við með „blindum niðurskurðaraðgerðum“, ólíkt því sem var gert í fyrri kreppum, né með bókhaldsbrellum. Þess í stað ætlaði hún að örva efnahagslífið til vaxtar. Boðaði hún afregluvæðingu og skattalækkanir fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Meloni orðin forsætisráðherra Þjóðernispopúlistinn Giorgia Meloni er orðinn fyrsti kvenkyns forsætisráðherra í sögu Ítalíu. Hún myndaði formlega ríkisstjórn síðdegis í dag ásamt félögum sínum af hægri væng, Silvio Berlusconi og Matteo Salvini. 21. október 2022 18:18 Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. 27. september 2022 11:21 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Meloni tók við völdum í samsteypustjórn hægriflokka fyrir fjórum dögum. Bræðralag Ítalíu, flokkur Meloni, spratt upp úr hægrijaðarhreyfingu aðdáenda Benitos Mussolini, og hefur hún ítrekað verið sökuð um öfgahyggju, meðal annars í málefnum útlendinga og hinsegin fólks. „Ég hef aldrei haft samúð með eða verið náin andlýðræðislegum stjórnum, þar á meðal fasískra,“ fullyrti Meloni í ræðu sinni. Lýsti hún lögum gegn gyðingum sem voru sett í tíð Mussolini á fjórða áratug síðustu aldar sem lægsta punkti ítalskrar sögu. Þó að hún gagnrýndi Evrópusambandið fyrir að vera stundum svifaseint þegar það stæði frammi fyrir áskorunum hét Meloni því að undir hennar stjórn færi Ítalía eftir núgildandi reglum þess. Stjórn hennar myndi engu síður freista þess að breyta því sem hún væri ósammála, sérstaklega reglum um opinber útgjöld. Ítrekaði hún samstöðu Ítalíu og Evrópuríkja með Úkraínu gegn innrás Rússa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þeir sem telja mögulegt að skipta á frelsi Úkraínu fyrir hugarró okkar hafa rangt fyrir sér. Það myndi ekki leysa vandamálið að láta undan þvingunum Pútíns í orkumálum, það myndi gera það verra með því að ýta undir frekari kröfur og kúgun,“ sagði nýi forsætisráðherrann. Leiðtogar bandalagsflokka hennar, þeir Silvio Berlusconi og Matteo Salvini, þykja þó báðir hallir undir Pútín og málstað Rússa. Berlusconi er þannig nýlega sagður hafa skipst á afmælisgjöfum við góðvin sinn Pútín. Vill stöðva ferðir flóttafólks yfir hafið Í innflytjendamálum boðaði Meloni að stjórn hennar vildi stöðva straum flóttafólks yfir Miðjarðarhaf. Washington Post segir að hún vilji að Evrópuríki komi á fót miðstöðvum í Norður-Afríku þar sem hælisumsóknir væru afgreiddar og að evrópsk herskip stöðvi ferðir báta með flóttafólk yfir hafið. Þegar Salvini, bandamaður Meloni, var innanríkisráðherra árið 2018 lokaði hann ítölskum höfnum fyrir skipum félagasamtaka sem bjarga flóttafólki á Miðjarðarhafi. Mögulegt er talið að Meloni gæti reynt að endurtaka leikinn. Meloni tæpti lítið á samfélagslegum málum sem hún hefur áður úttalað sig um, þar á meðal réttindi hinsegin fólks og þungunarrof. Virtist hún þó taka af tvímæli um að stjórn hennar ætlaði að skerða réttindi kvenna til þungunarrofs. „Miðhægristjórn mun aldrei skerða núgildandi réttindi borgaranna og fyrirtækja,“ fullyrti hún. Skattalækkanir en ekki „blindur niðurskurður“ Í efnahagsmálum sagði Meloni brýnast að ná niður orkuverði og auka innlenda framleiðslu og gera hana fjölbreyttari. Verkefnið í efnahagsmálum sem ríkisstjórnin stæði frammi fyrir væri það snúnasta frá síðari heimsstyrjöld. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir samdrætti á Ítalíu á næsta ári og skuldir ítalska ríkissjóðsins nema nú um 150% af vergri þjóðarframleiðslu. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins þurfa Ítalir að koma hlutfallinu niður í 60%. Meloni sagðist hvorki ætla að bregðast við með „blindum niðurskurðaraðgerðum“, ólíkt því sem var gert í fyrri kreppum, né með bókhaldsbrellum. Þess í stað ætlaði hún að örva efnahagslífið til vaxtar. Boðaði hún afregluvæðingu og skattalækkanir fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Meloni orðin forsætisráðherra Þjóðernispopúlistinn Giorgia Meloni er orðinn fyrsti kvenkyns forsætisráðherra í sögu Ítalíu. Hún myndaði formlega ríkisstjórn síðdegis í dag ásamt félögum sínum af hægri væng, Silvio Berlusconi og Matteo Salvini. 21. október 2022 18:18 Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. 27. september 2022 11:21 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Meloni orðin forsætisráðherra Þjóðernispopúlistinn Giorgia Meloni er orðinn fyrsti kvenkyns forsætisráðherra í sögu Ítalíu. Hún myndaði formlega ríkisstjórn síðdegis í dag ásamt félögum sínum af hægri væng, Silvio Berlusconi og Matteo Salvini. 21. október 2022 18:18
Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. 27. september 2022 11:21