Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2022 11:54 Karl III konungur fól Rishi Sunak að leiða nýja ríkisstjórn í morgun. Hann er fyrsti forsætisráðherrann sem konungur veitir slíkt umboð. AP/Aaron Chown Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum. Liz Truss flutti stutta ræðu fyrir utan Downingstræti 10 áður en hún hélt á fund Karls III konungs til að greina honum formlega frá því að hún hefði ekki lengur þingmeirihluta á bakvið sig og segja af sér. Stuttu síðar gekk Rishi Sunak á fund konungs sem bauð honum að mynda ríkisstjórn. Sunak er fyrsti asíski maðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra. Hann er 42 ára og sá yngsti til að taka við embættinu frá því Pitt yngri varð forsætisráðherra á 18. öld. Sunak er einng fyrsti forsætisráðherrann sem ekki er kristinnar trúar en hann er hindúi af indverskum ættum. Liz Truss yfirgefur forsætisráðherrabústaðinn með fjölskyldu sinni rúin öllu trausti. Enginn hefur gengt embættinu skemur en hún eða aðeins í sjö vikur.AP/Frank Augstein Liz Tuss gat ekki viðurkennt þau mistök sem urðu henni að falli í kveðjuræðu sinni en enginn hefur setið skemur í stól forsætisráðherra Bretlands en hún eða 7 vikur. „Eftir embættistíð mína er ég sannfærðari en áður að við verðum að vera djörf þegar við mætum þeim krefjandi verkefnum sem blasa við,“ sagði Truss. En það var djörfung hennar í efnahagsmálum með tillögum um ófjármagnaðar skattalækkanir upp á 62 milljónir punda á sama tíma og ríkissjóður Bretlands er stórskuldugur sem varð henni að falli. Rishi Sunak er þriðji forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sjö vikum.AP/Kin Cheung „Við getum einfaldlega ekki leyft okkur að vera lágvaxtarland á sama tíma og ríkið tekur æ stærri hluta af þjóðartekjum okkar," sagði Truss föst á sínu áður en hún hélt af stað á fund konungs til að segja af sér rúin öllu trausti. Aðgerðir hennar settu markaði á annan endann, vextir hækkuðu, pundið féll og húnsæðiskostnaður óx. Rishi Sunak tekinn við sem forsætisráðherra. Bretar hafa nú haft fimm forsætisráðherra á sex árum en kjörtímabilið rennur formlega út eftir tvö ár.AP/Kin Cheung Rishi Sunak sem sagði af sér embætti fjármálaráðherra í aðdraganda afsagnar Borisar Johnsons í sumar gekkst hins vegar við mistökum ríkisstjórna Íhaldsflokksins að undanförnu. Bretar stæðu frammi fyrir mikilli efnahagskreppu vegna eftirmála Covid og stríðsins í Úkraínu. „En ákveðin mistök voru gerð. Ekki af illum vilja, en mistök engu að síður. Ég hef að hluta til verið valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra til að leiðrétta þau mistök,“ sagði Sunak. En í nýlegri úttekt Financial Times kemur fram að efnahagskreppuna megi að stórum hluta rekja til Brexit. Íhaldsmenn og flestir stjórnmálamenn aðrir í Bretlandi mega hins vegar ekki heyra á þá hlið mála minnst og einblína á faraldurinn og Úkraínustríðið. Bretland Brexit Karl III Bretakonungur Efnahagsmál Tengdar fréttir Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01 Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Liz Truss flutti stutta ræðu fyrir utan Downingstræti 10 áður en hún hélt á fund Karls III konungs til að greina honum formlega frá því að hún hefði ekki lengur þingmeirihluta á bakvið sig og segja af sér. Stuttu síðar gekk Rishi Sunak á fund konungs sem bauð honum að mynda ríkisstjórn. Sunak er fyrsti asíski maðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra. Hann er 42 ára og sá yngsti til að taka við embættinu frá því Pitt yngri varð forsætisráðherra á 18. öld. Sunak er einng fyrsti forsætisráðherrann sem ekki er kristinnar trúar en hann er hindúi af indverskum ættum. Liz Truss yfirgefur forsætisráðherrabústaðinn með fjölskyldu sinni rúin öllu trausti. Enginn hefur gengt embættinu skemur en hún eða aðeins í sjö vikur.AP/Frank Augstein Liz Tuss gat ekki viðurkennt þau mistök sem urðu henni að falli í kveðjuræðu sinni en enginn hefur setið skemur í stól forsætisráðherra Bretlands en hún eða 7 vikur. „Eftir embættistíð mína er ég sannfærðari en áður að við verðum að vera djörf þegar við mætum þeim krefjandi verkefnum sem blasa við,“ sagði Truss. En það var djörfung hennar í efnahagsmálum með tillögum um ófjármagnaðar skattalækkanir upp á 62 milljónir punda á sama tíma og ríkissjóður Bretlands er stórskuldugur sem varð henni að falli. Rishi Sunak er þriðji forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sjö vikum.AP/Kin Cheung „Við getum einfaldlega ekki leyft okkur að vera lágvaxtarland á sama tíma og ríkið tekur æ stærri hluta af þjóðartekjum okkar," sagði Truss föst á sínu áður en hún hélt af stað á fund konungs til að segja af sér rúin öllu trausti. Aðgerðir hennar settu markaði á annan endann, vextir hækkuðu, pundið féll og húnsæðiskostnaður óx. Rishi Sunak tekinn við sem forsætisráðherra. Bretar hafa nú haft fimm forsætisráðherra á sex árum en kjörtímabilið rennur formlega út eftir tvö ár.AP/Kin Cheung Rishi Sunak sem sagði af sér embætti fjármálaráðherra í aðdraganda afsagnar Borisar Johnsons í sumar gekkst hins vegar við mistökum ríkisstjórna Íhaldsflokksins að undanförnu. Bretar stæðu frammi fyrir mikilli efnahagskreppu vegna eftirmála Covid og stríðsins í Úkraínu. „En ákveðin mistök voru gerð. Ekki af illum vilja, en mistök engu að síður. Ég hef að hluta til verið valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra til að leiðrétta þau mistök,“ sagði Sunak. En í nýlegri úttekt Financial Times kemur fram að efnahagskreppuna megi að stórum hluta rekja til Brexit. Íhaldsmenn og flestir stjórnmálamenn aðrir í Bretlandi mega hins vegar ekki heyra á þá hlið mála minnst og einblína á faraldurinn og Úkraínustríðið.
Bretland Brexit Karl III Bretakonungur Efnahagsmál Tengdar fréttir Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01 Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01
Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03
Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23