Réttarhöldin gegn fyrirtæki Trumps hefjast Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2022 15:07 Lögmenn Donalds Trumps í New York í dag. Búist er við því að erfitt verði að finna kviðdómendur sem eru hlutlausir í garð Trumps. AP Réttarhöld í skattsvikamáli New York-ríkis gegn Trump Organization, fyrirtækis Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefjast í dag. Fyrsta verkefnið í dómsal mun að öllum líkindum reynast gífurlega erfitt en það er að finna ellefu kviðdómendur sem hafa ekki sterka skoðun á forsetanum fyrrverandi. Réttarhöldin fara fram í Hæstarétt New York-ríkis en saksóknarar segja fyrirtækið hafa verið notað af yfirmönnum þess til að komast hjá skattgreiðslum með því að greiða út laun í formi fríðinda og borga fyrir ýmsar eigur þeirra eins og íbúðir og bíla. Í frétt New York Times segir að Trump Organization sé í raun móðurfélag rúmlega fimm hundruð annarra félaga. Réttarhöldin snúast að mestu gegn tveimur þeirra, Trump Corporation og Trump Payroll Corp.. Ekki er búist við því að Trump sjálfur muni bera vitni í málinu. AP fréttaveitan hefur eftir Juan Manuel Merchan, dómara, að hann búist við því að réttarhöldin muni standa yfir í um fjórar vikur, eftir að búið er að velja kviðdómendur. Hve langan tíma það mun taka er óvitað en líklegt þykir að það muni taka nokkra daga. Réttarhöldin eru líkleg til að snúast að mestu um vitnisburð Allens Weisselbergs, sem var fjármálastjóri fyrirtækisins um árabil. Hann játaði skattsvik í sumar. Weisselberg var meðal annars dæmdur fyrir að láta fyrirtækið greiða skólagjöld barna hans og húsaleigu. Fyrirtækið keypti bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk húsgagna og raftækja, svo eitthvað sé nefnt. Weisselberg verður helsta vitni saksóknara en lögmenn fyrirtækisins eru sagðir ætla að halda því fram að fjármálastjórinn hafi verið einn að verki. Hann hafi beitt áðurnefndum aðferðum til að komast hjá skattgreiðslum og það hafi hann gert án samráðs við Trump-fjölskylduna og aðra forsvarsmenn fyrirtækisins. Trump ekki vinsæll í New York Donald Trump er ekki vel liðinn í New York-borg, ef mark má taka af forsetakosningunum 2020. Joe Biden fékk mikinn meirihluta atkvæða þar og var munurinn hvað mestur í Manhatta, þar sem Biden fékk 87 prósent og Trump tólf. Hann var sömuleiðis mjög umdeildur forseti og er enn mjög umdeildur svo erfitt gæti reynst að finna kviðdómendur sem eru hlutlausir gagnvart Trump. Fyrirtækið gæti verið dæmt til að greiða rúmlega milljón dala í sekt. Málaferlin tengjast ekki lögsókn Letitiu James, ríkissaksóknarar New York, en hún höfðaði í síðasta mánuði mál gegn Trump og börnum hans og sakaði þau um umfangsmikil fjársvik. Trump og börn hans hafa ekki verið ákærð, þar sem rannsókn James var ekki sakamálarannsókn. Sjá einnig: Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Hún sagði þó á blaðamannafundi í september að vísbendingar sem gætu verið notaðar til formlegrar ákæru hafi verið áframsendar til alríkissaksóknara og skattayfirvalda. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. 21. október 2022 15:27 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Enginn friður án þess að orðið sé við kröfum Rússa Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Réttarhöldin fara fram í Hæstarétt New York-ríkis en saksóknarar segja fyrirtækið hafa verið notað af yfirmönnum þess til að komast hjá skattgreiðslum með því að greiða út laun í formi fríðinda og borga fyrir ýmsar eigur þeirra eins og íbúðir og bíla. Í frétt New York Times segir að Trump Organization sé í raun móðurfélag rúmlega fimm hundruð annarra félaga. Réttarhöldin snúast að mestu gegn tveimur þeirra, Trump Corporation og Trump Payroll Corp.. Ekki er búist við því að Trump sjálfur muni bera vitni í málinu. AP fréttaveitan hefur eftir Juan Manuel Merchan, dómara, að hann búist við því að réttarhöldin muni standa yfir í um fjórar vikur, eftir að búið er að velja kviðdómendur. Hve langan tíma það mun taka er óvitað en líklegt þykir að það muni taka nokkra daga. Réttarhöldin eru líkleg til að snúast að mestu um vitnisburð Allens Weisselbergs, sem var fjármálastjóri fyrirtækisins um árabil. Hann játaði skattsvik í sumar. Weisselberg var meðal annars dæmdur fyrir að láta fyrirtækið greiða skólagjöld barna hans og húsaleigu. Fyrirtækið keypti bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk húsgagna og raftækja, svo eitthvað sé nefnt. Weisselberg verður helsta vitni saksóknara en lögmenn fyrirtækisins eru sagðir ætla að halda því fram að fjármálastjórinn hafi verið einn að verki. Hann hafi beitt áðurnefndum aðferðum til að komast hjá skattgreiðslum og það hafi hann gert án samráðs við Trump-fjölskylduna og aðra forsvarsmenn fyrirtækisins. Trump ekki vinsæll í New York Donald Trump er ekki vel liðinn í New York-borg, ef mark má taka af forsetakosningunum 2020. Joe Biden fékk mikinn meirihluta atkvæða þar og var munurinn hvað mestur í Manhatta, þar sem Biden fékk 87 prósent og Trump tólf. Hann var sömuleiðis mjög umdeildur forseti og er enn mjög umdeildur svo erfitt gæti reynst að finna kviðdómendur sem eru hlutlausir gagnvart Trump. Fyrirtækið gæti verið dæmt til að greiða rúmlega milljón dala í sekt. Málaferlin tengjast ekki lögsókn Letitiu James, ríkissaksóknarar New York, en hún höfðaði í síðasta mánuði mál gegn Trump og börnum hans og sakaði þau um umfangsmikil fjársvik. Trump og börn hans hafa ekki verið ákærð, þar sem rannsókn James var ekki sakamálarannsókn. Sjá einnig: Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Hún sagði þó á blaðamannafundi í september að vísbendingar sem gætu verið notaðar til formlegrar ákæru hafi verið áframsendar til alríkissaksóknara og skattayfirvalda.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. 21. október 2022 15:27 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Enginn friður án þess að orðið sé við kröfum Rússa Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42
Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. 21. október 2022 15:27
Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31