Karen Knúts um Theu Imani: Yfirburðarleikmaður í þessari deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 12:01 Thea Imani Sturludóttir í leik með Val á móti Fram. Vísir/Hulda Margrét Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær þar sem farið var yfir gang mála í fimmtu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Karen er lykilmaður í Fram og íslenska landsliðinu en hún er nú í barneignarleyfi fram á næsta sumar hið minnsta. Karen á von á barni um páskana. Thea Imani Sturludóttir átti stórleik í toppslag deildarinnar en hún skoraði sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar þegar Valur vann 25-23 sigur á Stjörnunni. Það sem meira er að Thea klikkaði bara á einu skoti og tapaði bara einum bolta. Karen þekkir Theu vel enda hefur hún margoft spilað á móti henni með Fram og auðvitað hafa þær einnig spilað saman í íslenska landsliðinu. Theu hornið komið til að vera Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar, bauð upp á Theu hornið enda að nóg að taka af tilþrifum frá Theu Imani. Klippa: Seinni bylgjan: Theu hornið „Hér er Theu hornið. Við hótuðum því í síðasta þætti og það lítur út fyrir að við verðum bara með Theu hornið í þessum þætti í vetur. Hún gefur ekkert eftir. Karen, hvernig leikmaður er þetta,“ spurði Svava Kristín. „Hún er yfirburðar besti alhliða leikmaðurinn finnst mér í þessari deild. Hún er með mikið meiri kraft geldur en við hinar. Hún er fljót á löppunum, getur fintað í báðar áttir,“ sagði Karen Knútsdóttir. Heldur með henni þótt hún sé í Val „Ég þekki hana líka með landsliðinu og hún er frábær karakter. Hún er alltaf hundrað prósent. Þetta er svona týpa sem er mjög pirrandi að maður heldur með henni þótt hún sé í Val,“ sagði Karen. „Þótt ég hafi verið að keppa á móti henni þá þykir manni svo vænt um hana. Hún er svo frábær karakter. Hún er alltaf jákvæð og gefur af sér,“ sagði Karen sem sagðist hafa áttað sig á því þegar hún horfði á leik Fram og Val hvað Thea skýtur fast. Betri í ár heldur en í fyrra „Þetta eru þvílíkar neglur hjá henni upp í samskeytin. Markmennirnir eru bara ekkert að ná þessu,“ spurði Svava Kristín. „Mér finnst hún betri í ár heldur en í fyrra. Það er betri holning á henni og hún er í betra standi. Skotin hennar eru miklu öflugri, hreyfingarnar kraftmeiri og það er betri ára yfir henni finnst mér,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Það má sjá alla umfjölluna um Theu hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Karen er lykilmaður í Fram og íslenska landsliðinu en hún er nú í barneignarleyfi fram á næsta sumar hið minnsta. Karen á von á barni um páskana. Thea Imani Sturludóttir átti stórleik í toppslag deildarinnar en hún skoraði sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar þegar Valur vann 25-23 sigur á Stjörnunni. Það sem meira er að Thea klikkaði bara á einu skoti og tapaði bara einum bolta. Karen þekkir Theu vel enda hefur hún margoft spilað á móti henni með Fram og auðvitað hafa þær einnig spilað saman í íslenska landsliðinu. Theu hornið komið til að vera Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar, bauð upp á Theu hornið enda að nóg að taka af tilþrifum frá Theu Imani. Klippa: Seinni bylgjan: Theu hornið „Hér er Theu hornið. Við hótuðum því í síðasta þætti og það lítur út fyrir að við verðum bara með Theu hornið í þessum þætti í vetur. Hún gefur ekkert eftir. Karen, hvernig leikmaður er þetta,“ spurði Svava Kristín. „Hún er yfirburðar besti alhliða leikmaðurinn finnst mér í þessari deild. Hún er með mikið meiri kraft geldur en við hinar. Hún er fljót á löppunum, getur fintað í báðar áttir,“ sagði Karen Knútsdóttir. Heldur með henni þótt hún sé í Val „Ég þekki hana líka með landsliðinu og hún er frábær karakter. Hún er alltaf hundrað prósent. Þetta er svona týpa sem er mjög pirrandi að maður heldur með henni þótt hún sé í Val,“ sagði Karen. „Þótt ég hafi verið að keppa á móti henni þá þykir manni svo vænt um hana. Hún er svo frábær karakter. Hún er alltaf jákvæð og gefur af sér,“ sagði Karen sem sagðist hafa áttað sig á því þegar hún horfði á leik Fram og Val hvað Thea skýtur fast. Betri í ár heldur en í fyrra „Þetta eru þvílíkar neglur hjá henni upp í samskeytin. Markmennirnir eru bara ekkert að ná þessu,“ spurði Svava Kristín. „Mér finnst hún betri í ár heldur en í fyrra. Það er betri holning á henni og hún er í betra standi. Skotin hennar eru miklu öflugri, hreyfingarnar kraftmeiri og það er betri ára yfir henni finnst mér,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Það má sjá alla umfjölluna um Theu hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni