Blikar geta fengið sér 40 þúsund króna meistarahringa Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 12:30 Leikmenn Breiðabiks féllust í faðma og fögnuðu Íslandsmeistaratitli fyrir tveimur vikum. Nú geta þeir og aðrir Blikar fengið sér sérhannaða meistarahringa. vísir/diego og skjáskot/Kópacabana Sérhannaðir meistarahringar eru nú í boði fyrir stuðningsmenn Breiðabliks eftir að liðið varð í annað sinn í sögunni Íslandsmeistari í fótbolta karla. Þó að Íslandsmótinu ljúki ekki fyrr en á laugardaginn eru tvær vikur liðnar síðan að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Blikar eru tíu stigum á undan næsta liði, KA, og voru einnig með gott forskot þegar hinum hefðbundnu 22 umferðum var lokið 17. september, áður en úrslitakeppnin tók við. Þeir Blikar sem vilja gera tímabilið enn eftirminnilegra geta núna fjárfest í sérstökum meistarahringum, fyrir 40.000 krónur, úr smiðju Jóhannesar Arnljóts Ottóssonar hjá NOX Gullsmíði. Hringarnir eru úr hreinu silfri en fyrir talsvert hærri upphæð er einnig mögulegt að fá sams konar hringa úr gulli. Slíkur hringur gæti kostað um 280.000 krónur en það fer eftir stærð. Kveðjuverk formannsins Jóhannes og Hilmar Jökull, formaður stuðningsmannasveitarinnar Kópacabana síðustu átta ár, unnu saman að hönnun hringanna. Á þeim er górillan sem var tákn stuðningsmannalagsins Eitt fyrir klúbbinn, úr smiðju Herra Hnetusmjörs, og áletrunin Kópacabana sem er vísun í plötu og lag annars rappara úr Kópavogi, BlazRoca. Á hliðum hringsins eru svo kyndlar líkt og í merki Breiðabliks. „Ég er sem sagt að hætta sem formaður Kópacabana eftir að hafa stýrt sveitinni síðustu 8 tímabil og þegar Jói Nox gullsmiður heyrði í mér fyrir nokkrum vikum með hugmyndina að hringunum þá var ég strax jákvæður fyrir henni,“ segir Hilmar Jökull í samtali við Vísi. „Það sem heillaði mig mest við þetta var auðvitað að þetta tímabil yrði að öllum líkindum litað af okkar fögnuði og þess vegna væri gaman að taka þátt í að gera eitthvað sem fólk gæti átt til minningar um tímabilið. Þannig að við Jói gullsmiður ákváðum að ræða betur saman og hanna þennan hring. Það má með sanni segja að þarna mætist gamla og nýja rappið í Kópavogi, ásamt stemningsmönnum og Breiðabliki,“ segir Hilmar Jökull. Áhugasömum er bent á auglýsinguna hér að neðan en pantanir fara fram hér. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Þó að Íslandsmótinu ljúki ekki fyrr en á laugardaginn eru tvær vikur liðnar síðan að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Blikar eru tíu stigum á undan næsta liði, KA, og voru einnig með gott forskot þegar hinum hefðbundnu 22 umferðum var lokið 17. september, áður en úrslitakeppnin tók við. Þeir Blikar sem vilja gera tímabilið enn eftirminnilegra geta núna fjárfest í sérstökum meistarahringum, fyrir 40.000 krónur, úr smiðju Jóhannesar Arnljóts Ottóssonar hjá NOX Gullsmíði. Hringarnir eru úr hreinu silfri en fyrir talsvert hærri upphæð er einnig mögulegt að fá sams konar hringa úr gulli. Slíkur hringur gæti kostað um 280.000 krónur en það fer eftir stærð. Kveðjuverk formannsins Jóhannes og Hilmar Jökull, formaður stuðningsmannasveitarinnar Kópacabana síðustu átta ár, unnu saman að hönnun hringanna. Á þeim er górillan sem var tákn stuðningsmannalagsins Eitt fyrir klúbbinn, úr smiðju Herra Hnetusmjörs, og áletrunin Kópacabana sem er vísun í plötu og lag annars rappara úr Kópavogi, BlazRoca. Á hliðum hringsins eru svo kyndlar líkt og í merki Breiðabliks. „Ég er sem sagt að hætta sem formaður Kópacabana eftir að hafa stýrt sveitinni síðustu 8 tímabil og þegar Jói Nox gullsmiður heyrði í mér fyrir nokkrum vikum með hugmyndina að hringunum þá var ég strax jákvæður fyrir henni,“ segir Hilmar Jökull í samtali við Vísi. „Það sem heillaði mig mest við þetta var auðvitað að þetta tímabil yrði að öllum líkindum litað af okkar fögnuði og þess vegna væri gaman að taka þátt í að gera eitthvað sem fólk gæti átt til minningar um tímabilið. Þannig að við Jói gullsmiður ákváðum að ræða betur saman og hanna þennan hring. Það má með sanni segja að þarna mætist gamla og nýja rappið í Kópavogi, ásamt stemningsmönnum og Breiðabliki,“ segir Hilmar Jökull. Áhugasömum er bent á auglýsinguna hér að neðan en pantanir fara fram hér.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira