„Held að hann komi pirraður til Íslands“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 08:31 Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Val unnu allt sem hægt var að vinna á Íslandi á síðustu leiktíð og skráðu sig svo í Evrópudeildina, næststerkustu Evrópukeppnina í handbolta. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er spenntur fyrir stóru verkefni með Val en liðið spilar á næstu mánuðum tíu leiki í Evrópudeildinni í handbolta. Björgvin segir Íslandsmeistarana „nógu klikkaða“ til að stefna á sigur annað kvöld þegar ungverska liðið Ferencváros, með stjörnur á borð við Maté Lékai innanborðs, mætir í Origo-höllina að Hlíðarenda. Það er fyrsti leikur Valsara sem eftir viku fara svo til Benidorm að spila við heimamenn. Í liði Ferencváros eru leikmenn sem töpuðu fyrir Íslandi, 31-30, á heimavelli í Búdapest á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Tapið þýddi að Ungverjar féllu úr keppni en Ísland komst áfram. „Við þekkjum Ungverjana vel, frá landsliðinu til dæmis. Þeir eru til dæmis með [Maté] Lékai í fararbroddi, sem hefur leikið okkur grátt í landsliðinu síðustu ár. Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ segir Björgvin. Mate Lekai sækir gegn uppalda Valsmanninum Ými Erni Gíslasyni á EM í janúar, þar sem Ísland hafði betur.EPA-EFE/Tamas Kovacs „En þeir hafa spilað við okkur mörgum sinnum í landsliðinu og það verður gaman að mæta þeim hérna á þessum velli, bera saman deild á móti deild, og sjá hvar við stöndum. Þetta er auðvitað frábært lið með frábæra einstaklinga en við erum líka góðir. Við vitum ekki hversu góðir fyrr en við mætum þeim,“ segir Björgvin Páll í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan Klippa: Björgvin Páll um Evrópuævintýri Vals Valsmenn leika fimm heimaleiki og fimm útileiki og mæta afar sterkum liðum á borð við þýska liðið Flensburg og franska liðið PAUC. Eftir leikinn við Ferencváros halda Valsmenn til Benidorm og spila þar við heimamenn í næstu viku, og sjötta liðið í riðlinum er svo Ystad frá Svíþjóð. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit. Upplifun fyrir „Hvolpasveitina og einn gamlan karl“ „Ég er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þessari keppni. Ég held að það sé gott fyrir íslenskan handbolta. Smá mælisteinn fyrir okkur til að vita hvar við erum staddir, ekki bara í landsliðinu heldur líka í félagsliðunum,“ segir Björgvin Páll. Björgvin hefur marga fjöruna sopið eftir að hafa verið landsliðsmarkvörður í vel á annan áratug en hann segir Evrópuleikina afar spennandi verkefni fyrir alla leikmenn Vals: „Sérstaklega fyrir unga leikmenn sem eru að spila vel hérna heima. Við vorum nú kallaðir „Hvolpasveitin“ í fyrra, og fyrir hvolpasveit og einn gamlan karl er það alltaf upplifun að reyna sig á móti bestu liðum í heiminum. Þetta er aldeilis verkefni; skemmtilegar þjóðir og skemmtileg lið, og alvöru kanónur sem mæta í Origo-höllina innan skamms,“ segir Björgvin en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. Leikur Vals og Ferencváros er klukkan 18:45 á morgun og er miðasala á tix.is. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira
Björgvin segir Íslandsmeistarana „nógu klikkaða“ til að stefna á sigur annað kvöld þegar ungverska liðið Ferencváros, með stjörnur á borð við Maté Lékai innanborðs, mætir í Origo-höllina að Hlíðarenda. Það er fyrsti leikur Valsara sem eftir viku fara svo til Benidorm að spila við heimamenn. Í liði Ferencváros eru leikmenn sem töpuðu fyrir Íslandi, 31-30, á heimavelli í Búdapest á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Tapið þýddi að Ungverjar féllu úr keppni en Ísland komst áfram. „Við þekkjum Ungverjana vel, frá landsliðinu til dæmis. Þeir eru til dæmis með [Maté] Lékai í fararbroddi, sem hefur leikið okkur grátt í landsliðinu síðustu ár. Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ segir Björgvin. Mate Lekai sækir gegn uppalda Valsmanninum Ými Erni Gíslasyni á EM í janúar, þar sem Ísland hafði betur.EPA-EFE/Tamas Kovacs „En þeir hafa spilað við okkur mörgum sinnum í landsliðinu og það verður gaman að mæta þeim hérna á þessum velli, bera saman deild á móti deild, og sjá hvar við stöndum. Þetta er auðvitað frábært lið með frábæra einstaklinga en við erum líka góðir. Við vitum ekki hversu góðir fyrr en við mætum þeim,“ segir Björgvin Páll í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan Klippa: Björgvin Páll um Evrópuævintýri Vals Valsmenn leika fimm heimaleiki og fimm útileiki og mæta afar sterkum liðum á borð við þýska liðið Flensburg og franska liðið PAUC. Eftir leikinn við Ferencváros halda Valsmenn til Benidorm og spila þar við heimamenn í næstu viku, og sjötta liðið í riðlinum er svo Ystad frá Svíþjóð. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit. Upplifun fyrir „Hvolpasveitina og einn gamlan karl“ „Ég er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þessari keppni. Ég held að það sé gott fyrir íslenskan handbolta. Smá mælisteinn fyrir okkur til að vita hvar við erum staddir, ekki bara í landsliðinu heldur líka í félagsliðunum,“ segir Björgvin Páll. Björgvin hefur marga fjöruna sopið eftir að hafa verið landsliðsmarkvörður í vel á annan áratug en hann segir Evrópuleikina afar spennandi verkefni fyrir alla leikmenn Vals: „Sérstaklega fyrir unga leikmenn sem eru að spila vel hérna heima. Við vorum nú kallaðir „Hvolpasveitin“ í fyrra, og fyrir hvolpasveit og einn gamlan karl er það alltaf upplifun að reyna sig á móti bestu liðum í heiminum. Þetta er aldeilis verkefni; skemmtilegar þjóðir og skemmtileg lið, og alvöru kanónur sem mæta í Origo-höllina innan skamms,“ segir Björgvin en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. Leikur Vals og Ferencváros er klukkan 18:45 á morgun og er miðasala á tix.is. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira