Boris Johnson gefur ekki kost á sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. október 2022 20:15 Búist var við því að Boris Johnson gæfi kost á sér fyrir leiðtogakjörið, aðeins rúmum einum og hálfum mánuði eftir að hafa sagt af sér forsætisráðherraembættinu. EPA Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. Greint var frá því í kvöld að Johnson hafi beðið Penny Mordaunt að hætta við framboð sitt til leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins. Samkvæmt heimildarmönnum breskra fjölmiðla innan úr þingheimi hafnaði Mordaunt þeirri beiðni. Johnson hafði ekki formlega tilkynnt um framboð sitt en hann sneri snemma úr fríi á karabíska hafinu á föstudag til að kanna hvernig landið lægi fyrir leiðtogakjörið. Johnson hafði jafnframt kallað saman nokkra fyrrverandi ráðherra í stuðningslið hans, þar á meðal Jacob Rees Mogg, James Cleverley og Nadim Zahawi. Guardian greinir nú frá því að Johnson hafi aðeins notið stuðnings 60 þingmanna flokksins, nokkuð langt frá þeim 100 sem þarf til að vera tilnefndur af flokknum í sjálft leiðtogakjörið sem áformað er að fari fram eftir viku. Ætlar að sækja til sigurs árið 2024 Í yfirlýsingu segist Johnson þakklátur fyrir þann stuðning sem honum var sýndur á síðustu dögum. „Það var mjög freistandi að bjóða sig fram þar sem ég leiddi okkur til stórsigurs fyrir þremur árum, og því trúi ég að ég sé enn í kjörstöðu til að sigra kosningar á ný,“ segir í yfirlýsingu Johnsons. Johnson segist þá sjálfur hafa tryggt sér stuðning 102 þingmanna og segir góðar líkur á að hann myndi geta unnið kjörið og komist aftur í Downing stræti 10 á föstudag. „En á síðustu dögum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé hreinlega ekki það rétta í stöðunni. Þú getur ekki stjórnað almennilega nema þú hafir sameinaðan flokk á bak við þig,“ segir Johnson en bætir við að hann ætli að leiða flokkinn til sigurs í almennum kosningum árið 2024. Reyndi sitt besta með Sunak og Mordaunt „Og þó ég hafi leitað til bæði Rishi (Sunak) og Penny (Mordaunt) - þar sem ég vonaðist til að við gætum sameinast, þjóðarhagsmuna vegna - höfum við ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu.“ Því sé það best að láta ekki tilnefna sig og styðja fremur þann sem þarf á því að halda. „Ég hef margt fram að færa en ég trúi því að nú sé einfaldlega ekki rétti tíminn til þess,“ segir í lok yfirlýsingar. Sem stendur er Rishi Sunak sá eini sem hefur staðfest nægilega marga þingmenn á bak við sig. Samkvæmt BBC nýtur Sunak stuðnings 147 þingmanna en Penny Mordaunt aðeins 24 þingmanna. Hún mun því reyna sitt besta að ná stuðningsmönnum Johnsons á sitt band áður en tilnefningafrestur rennur út á morgun. Af framansögðu leiðir að Sunak á sigurinn vísan. Bretland Tengdar fréttir Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Greint var frá því í kvöld að Johnson hafi beðið Penny Mordaunt að hætta við framboð sitt til leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins. Samkvæmt heimildarmönnum breskra fjölmiðla innan úr þingheimi hafnaði Mordaunt þeirri beiðni. Johnson hafði ekki formlega tilkynnt um framboð sitt en hann sneri snemma úr fríi á karabíska hafinu á föstudag til að kanna hvernig landið lægi fyrir leiðtogakjörið. Johnson hafði jafnframt kallað saman nokkra fyrrverandi ráðherra í stuðningslið hans, þar á meðal Jacob Rees Mogg, James Cleverley og Nadim Zahawi. Guardian greinir nú frá því að Johnson hafi aðeins notið stuðnings 60 þingmanna flokksins, nokkuð langt frá þeim 100 sem þarf til að vera tilnefndur af flokknum í sjálft leiðtogakjörið sem áformað er að fari fram eftir viku. Ætlar að sækja til sigurs árið 2024 Í yfirlýsingu segist Johnson þakklátur fyrir þann stuðning sem honum var sýndur á síðustu dögum. „Það var mjög freistandi að bjóða sig fram þar sem ég leiddi okkur til stórsigurs fyrir þremur árum, og því trúi ég að ég sé enn í kjörstöðu til að sigra kosningar á ný,“ segir í yfirlýsingu Johnsons. Johnson segist þá sjálfur hafa tryggt sér stuðning 102 þingmanna og segir góðar líkur á að hann myndi geta unnið kjörið og komist aftur í Downing stræti 10 á föstudag. „En á síðustu dögum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé hreinlega ekki það rétta í stöðunni. Þú getur ekki stjórnað almennilega nema þú hafir sameinaðan flokk á bak við þig,“ segir Johnson en bætir við að hann ætli að leiða flokkinn til sigurs í almennum kosningum árið 2024. Reyndi sitt besta með Sunak og Mordaunt „Og þó ég hafi leitað til bæði Rishi (Sunak) og Penny (Mordaunt) - þar sem ég vonaðist til að við gætum sameinast, þjóðarhagsmuna vegna - höfum við ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu.“ Því sé það best að láta ekki tilnefna sig og styðja fremur þann sem þarf á því að halda. „Ég hef margt fram að færa en ég trúi því að nú sé einfaldlega ekki rétti tíminn til þess,“ segir í lok yfirlýsingar. Sem stendur er Rishi Sunak sá eini sem hefur staðfest nægilega marga þingmenn á bak við sig. Samkvæmt BBC nýtur Sunak stuðnings 147 þingmanna en Penny Mordaunt aðeins 24 þingmanna. Hún mun því reyna sitt besta að ná stuðningsmönnum Johnsons á sitt band áður en tilnefningafrestur rennur út á morgun. Af framansögðu leiðir að Sunak á sigurinn vísan.
Bretland Tengdar fréttir Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21