Gloppótt löggjöf um brottkast? Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar 23. október 2022 11:01 Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti fiskveiðiskipa á Íslandsmiðum. Í framhaldinu hafa svo heyrst ýmsar gagnrýnisraddir á framkvæmd eftirlitsins. Engin umræða hefur hins vegar átt sér stað um orðalag lykilákvæðisins í lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar sem skyldar íslenskum fiskveiðiskipum að landa og vigta allan afla. Það ákvæði mætti vera betur útfært. Umrædd lög hafa það verðuga markmið að bæta umgengni um nytjastofna sjávar og stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti er tryggi til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðina. Í samræmi við þetta markmið er III. kafli laganna helgaður vigtun sjávarafla. Upphafsákvæði kaflans, 1. mgr. 5. gr. laga nr. 57/1996, hljóðar svo: „Öllum afla, sem íslensk skip veiða úr stofnum sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands, skal landað innan lands og hann veginn í innlendri höfn.“ Í útskýringum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpinu er ekki að finna skýringar á hvers vegna einungis er vísað til efnahagslögsögunnar en ekki annarra lögsögubelta sem eru fyrir innan hana, þ.e. innsævis og landhelgi (sjá kort til glöggvunar). Í þessu samhengi verður að hafa í huga að 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna og 1. mgr. 3. gr. laga um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn kveða á um að efnahagslögsagan sé svæði utan landhelgi. Það má ætla að hugtakið efnahagslögsaga í lögum nr. 57/1996 eiga að vera skýrt til samræmis við meginlöggjöfina um íslensk hafsvæði og meginsamninginn um málefni hafsins að þessu leyti. Jafnframt verður að hafa í huga að eitt af grundvallarstefunum í lögskýringum er að almennt eru reglur, sem heimila ríkisvaldinu að beita þvingunum og skerða frelsi manna og réttindi, skýrðar þröngt. Slík ákvæði verða ekki talin ná til annarra atvika eða fela í sér frekari skerðingar en orðalag þeirra kveður á um. Á þetta m.a. við um margvíslegar valdheimildir Fiskistofu. Halda má því fram að í dómsmálum sem varða ákvæði 1. mgr. 5. gr. laganna um nytjastofn sjávar væri rétt, vegna þess að ákvæðið tekur ekki til allra íslenskra hafsvæða, að taka til umfjöllunar hvort þeir stofnar sem veiddir hafa verið haldi sig að hluta eða öllu leyti í efnahagslögsögunni (þeir væntanlega gera það í flestum tilvikum að hluta til). Án sönnunarfærslu um það atriði er varla hægt að slá því föstu að nægileg sönnun sé komin fram um sekt, enda má af tilvitnuðu ákvæði 5. gr. laganna ráða að hér sé um atriði að ræða sem gæti haft úrslitaáhrif á það hvort skynsamleg rök megi finna fyrir því að vefengja sök ákærða, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þrátt fyrir þetta verður ekki af dómaframkvæmd ráðið að slíkt sakarmat hafi farið fram. Dómar sem fallið hafa í málum þar sem ákært hefur verið fyrir brot af því tagi sem hér um ræðir bera ekki skýrlega með sér að þar hafi sérstaklega verið um það fjallað hvort brottkast eða löndun fram hjá vigt snerti stofna sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands. Út frá hagsmunum ákærðu í slíkum málum hefði ekki verið óréttmætt að kalla eftir slíkri umfjöllun, þar sem refsiábyrgð kann að ráðast af því hvort stofn haldi sig að hluta eða að öllu leyti í efnahagslögsögunni. Það er óþarfi að hafa ástæðulausar gloppur í löggjöf sem verjendur geta gert sér mat úr (ef þeir koma auga á þær). Hér mætti löggjafinn stíga inn í og breyta umræddu lagaákvæði um löndun og vigtun afla þannig að það tæki til allra íslenskra hafsvæða. Í því skyni væri hægt að skipta út hugtakinu efnahagslögsögu fyrir fiskveiðilandhelgi, eins og hún er skilgreind í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Hugtakið fiskveiðilandhelgi tekur ekki einungis til efnahagslögsögunnar heldur alls hafsvæðis frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögunnar. Taka verður þó fram að hugtakið fiskveiðilandhelgi er ekki gallalaust. Inntak þess er annað en orðsins landhelgi eins og það er skilgreint í lögum um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn og hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. En það er önnur saga. Höfundur er prófessor og fagstjóri ML náms við lagadeild Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Sjávarútvegur Dómsmál Alþingi Utanríkismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti fiskveiðiskipa á Íslandsmiðum. Í framhaldinu hafa svo heyrst ýmsar gagnrýnisraddir á framkvæmd eftirlitsins. Engin umræða hefur hins vegar átt sér stað um orðalag lykilákvæðisins í lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar sem skyldar íslenskum fiskveiðiskipum að landa og vigta allan afla. Það ákvæði mætti vera betur útfært. Umrædd lög hafa það verðuga markmið að bæta umgengni um nytjastofna sjávar og stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti er tryggi til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðina. Í samræmi við þetta markmið er III. kafli laganna helgaður vigtun sjávarafla. Upphafsákvæði kaflans, 1. mgr. 5. gr. laga nr. 57/1996, hljóðar svo: „Öllum afla, sem íslensk skip veiða úr stofnum sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands, skal landað innan lands og hann veginn í innlendri höfn.“ Í útskýringum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpinu er ekki að finna skýringar á hvers vegna einungis er vísað til efnahagslögsögunnar en ekki annarra lögsögubelta sem eru fyrir innan hana, þ.e. innsævis og landhelgi (sjá kort til glöggvunar). Í þessu samhengi verður að hafa í huga að 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna og 1. mgr. 3. gr. laga um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn kveða á um að efnahagslögsagan sé svæði utan landhelgi. Það má ætla að hugtakið efnahagslögsaga í lögum nr. 57/1996 eiga að vera skýrt til samræmis við meginlöggjöfina um íslensk hafsvæði og meginsamninginn um málefni hafsins að þessu leyti. Jafnframt verður að hafa í huga að eitt af grundvallarstefunum í lögskýringum er að almennt eru reglur, sem heimila ríkisvaldinu að beita þvingunum og skerða frelsi manna og réttindi, skýrðar þröngt. Slík ákvæði verða ekki talin ná til annarra atvika eða fela í sér frekari skerðingar en orðalag þeirra kveður á um. Á þetta m.a. við um margvíslegar valdheimildir Fiskistofu. Halda má því fram að í dómsmálum sem varða ákvæði 1. mgr. 5. gr. laganna um nytjastofn sjávar væri rétt, vegna þess að ákvæðið tekur ekki til allra íslenskra hafsvæða, að taka til umfjöllunar hvort þeir stofnar sem veiddir hafa verið haldi sig að hluta eða öllu leyti í efnahagslögsögunni (þeir væntanlega gera það í flestum tilvikum að hluta til). Án sönnunarfærslu um það atriði er varla hægt að slá því föstu að nægileg sönnun sé komin fram um sekt, enda má af tilvitnuðu ákvæði 5. gr. laganna ráða að hér sé um atriði að ræða sem gæti haft úrslitaáhrif á það hvort skynsamleg rök megi finna fyrir því að vefengja sök ákærða, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þrátt fyrir þetta verður ekki af dómaframkvæmd ráðið að slíkt sakarmat hafi farið fram. Dómar sem fallið hafa í málum þar sem ákært hefur verið fyrir brot af því tagi sem hér um ræðir bera ekki skýrlega með sér að þar hafi sérstaklega verið um það fjallað hvort brottkast eða löndun fram hjá vigt snerti stofna sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands. Út frá hagsmunum ákærðu í slíkum málum hefði ekki verið óréttmætt að kalla eftir slíkri umfjöllun, þar sem refsiábyrgð kann að ráðast af því hvort stofn haldi sig að hluta eða að öllu leyti í efnahagslögsögunni. Það er óþarfi að hafa ástæðulausar gloppur í löggjöf sem verjendur geta gert sér mat úr (ef þeir koma auga á þær). Hér mætti löggjafinn stíga inn í og breyta umræddu lagaákvæði um löndun og vigtun afla þannig að það tæki til allra íslenskra hafsvæða. Í því skyni væri hægt að skipta út hugtakinu efnahagslögsögu fyrir fiskveiðilandhelgi, eins og hún er skilgreind í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Hugtakið fiskveiðilandhelgi tekur ekki einungis til efnahagslögsögunnar heldur alls hafsvæðis frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögunnar. Taka verður þó fram að hugtakið fiskveiðilandhelgi er ekki gallalaust. Inntak þess er annað en orðsins landhelgi eins og það er skilgreint í lögum um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn og hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. En það er önnur saga. Höfundur er prófessor og fagstjóri ML náms við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun