Giannis dró vagninn í sigri Bucks | Celtics enn með fullt hús Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. október 2022 09:30 Giannis Antetokounmpo átti stórleik í liði Milwaukee Bucks í nótt. Stacy Revere/Getty Images Giannis Antetokounmpo skoraði 44 stig er Milwaukee Bucks vann tuttugu stiga sigur gegn Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 125-105. Þá vann lið Boston Celtics sex stiga sigur gegn Orlando Magic, 126-120, og liðið er því með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjum tímabilsins. Giannis og félagar hans í Milwaukee Bucks byrjuðu leikinn af miklum krafti gegn Houston Rockets og höfðu forystuna frá upphafi til enda. Liðið skoraði 41 stig í fyrsta leikhluta gegn 23 stigum andstæðingana og fór svo með 19 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 67-48. Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en gestirnir í Houston Rockets náðu aldrei að brúa bilið sem heimamenn höfðu skapað sér og niðurstaðan varð því tuttugu stiga sigur Bucks, 125-105. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Bucks með 44 stig, en hann tók einnig 12 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þá setti hann einnig niður átta af 13 vítaskotum sínum í leiknum sem þýðir að hann er nú orðinn sá leikmaður í sögu félagsins sem hefur skorað úr flestum vítum. Giannis hefur nú skorað úr 3.508 vítum, þremur meira en Sidney Moncrief sem skoraði á sínum tíma úr 3.505 vítaskotum. 💪 Giannis BALLED OUT tonight:🦌 44 PTS (17-21 FGM)🦌 12 REB🦌 @Bucks WIN#KiaTipOff22 pic.twitter.com/Z2oXhG0qSZ— NBA (@NBA) October 23, 2022 Þá vann Boston Celtics nauman sex stiga sigur er liðið heimsótti Orlando Magic, 126-120. Liðin skiptust 17 sinnum á forystunni og sömuleiðis var 17 sinnum jafnt í leiknum. Það voru að lokum gestirnir í Boston Celtics sem höfðu betur, 126-120, þar sem Jayson Tatum skoraði 40 stig fyrir liðið og Derrick White skoraði 27. Úrslit næturinnar San Antonio Spurs 114-105 Philadelphia 76ers Detroit Pistons 115-124 Indiana Pacers Boston Celtics 126-120 Orlando Magic Toronto Raptors 109-112 Miami Heat Cleveland Cavaliers 128-96 Chicago Bulls Houston Rockets 105-125 Milwaukee Bucks Memphis Grizzlies 96-137 Dallas Mavericks Oklahoma City Thunder 117-122 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 111-109 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira
Giannis og félagar hans í Milwaukee Bucks byrjuðu leikinn af miklum krafti gegn Houston Rockets og höfðu forystuna frá upphafi til enda. Liðið skoraði 41 stig í fyrsta leikhluta gegn 23 stigum andstæðingana og fór svo með 19 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 67-48. Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en gestirnir í Houston Rockets náðu aldrei að brúa bilið sem heimamenn höfðu skapað sér og niðurstaðan varð því tuttugu stiga sigur Bucks, 125-105. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Bucks með 44 stig, en hann tók einnig 12 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þá setti hann einnig niður átta af 13 vítaskotum sínum í leiknum sem þýðir að hann er nú orðinn sá leikmaður í sögu félagsins sem hefur skorað úr flestum vítum. Giannis hefur nú skorað úr 3.508 vítum, þremur meira en Sidney Moncrief sem skoraði á sínum tíma úr 3.505 vítaskotum. 💪 Giannis BALLED OUT tonight:🦌 44 PTS (17-21 FGM)🦌 12 REB🦌 @Bucks WIN#KiaTipOff22 pic.twitter.com/Z2oXhG0qSZ— NBA (@NBA) October 23, 2022 Þá vann Boston Celtics nauman sex stiga sigur er liðið heimsótti Orlando Magic, 126-120. Liðin skiptust 17 sinnum á forystunni og sömuleiðis var 17 sinnum jafnt í leiknum. Það voru að lokum gestirnir í Boston Celtics sem höfðu betur, 126-120, þar sem Jayson Tatum skoraði 40 stig fyrir liðið og Derrick White skoraði 27. Úrslit næturinnar San Antonio Spurs 114-105 Philadelphia 76ers Detroit Pistons 115-124 Indiana Pacers Boston Celtics 126-120 Orlando Magic Toronto Raptors 109-112 Miami Heat Cleveland Cavaliers 128-96 Chicago Bulls Houston Rockets 105-125 Milwaukee Bucks Memphis Grizzlies 96-137 Dallas Mavericks Oklahoma City Thunder 117-122 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 111-109 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
San Antonio Spurs 114-105 Philadelphia 76ers Detroit Pistons 115-124 Indiana Pacers Boston Celtics 126-120 Orlando Magic Toronto Raptors 109-112 Miami Heat Cleveland Cavaliers 128-96 Chicago Bulls Houston Rockets 105-125 Milwaukee Bucks Memphis Grizzlies 96-137 Dallas Mavericks Oklahoma City Thunder 117-122 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 111-109 Sacramento Kings
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira