Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 21:53 Kveðjustund Borisar fyrir framan Downing stræti 10. Nú eru allar líkur taldar á því að hann geri tilraun til að komast aftur til valda, aðeins 45 dögum frá afsögn sinni. AP/Stefan Rousseau Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðeins Penny Mordaunt hefur gefið kost á sér þegar þetta er skrifað og aðeins eru um 60 klukkustundir þar til framboðsfrestur rennur úr. Stjórnmálaskýrendur þar ytra telja hana ekki hafa eins mikinn meðbyr og í síðustu kosningum. Sem stendur nýtur Rishi Sunak, sem beið lægri hlut í kosningeinvígi gegn Liz Truss, mesta stuðnings flokksmanna Íhaldsflokksins en breska ríkisútvarpið hefur greint frá því að hann nálgist 100 þingmenn sem er einmitt sá þingmannastuðningur sem þarf til að verða leiðtogi flokksins. „Svo er kötturinn í sekknum, sem er að koma fram. Það er enginn annar en Boris Johnson. Það eru allar líkur taldar á því að hann muni slá til. Hann er að fá mikinn stuðning úr þingmannaliði Íhaldsflokksins þessa dagana; margir fyrrverandi ráðherrar og tugir þingmanna Íhaldsflokksins sem komu fram í dag og sögðust myndu styðja hann,“ segir Baldur. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Boris njóti stuðnings um 44 þingmanna. Penny Mordaunt er sögð njóta stuðnings 22 þingmanna. Þinglið Íhaldsflokksins mun kjósa tvo þingmenn sem almennir flokksmenn munu svo gera upp á milli í netkosningum fram að næsta föstudag. Spurður að því hvaða áhrif það muni hafa á stjórnmálaástand í Bretlandi, snúi Boris aftur svo skömmu eftir afsögn segir Baldur að óöld innan Íhaldsflokksins myndi áfram ríkja. „Núna bara fyrir nokkrum mínútum lýsti William Hague, fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, því yfir að það yrði hreinn hryllingur ef að Boris Johnson yrði aftur leiðtogi og forsætisráðherra. Það mætti bara alls ekki gerast fyrir land og þjóð,“ segir Baldur. Boris muni ekki sameina flokkinn og halda áfram sömu braut og Liz Truss hafi verið komin á, á endanum með ríkisfjármálin. Varðandi fylgi flokksins, sem hefur hrunið algjörlega hrunið á síðustu vikum, telur Baldur ómögulegt að segja til um hvernig það muni þróast en ljóst sé að erfitt muni reynast að endurheimta traust kjósenda vegna efnahagsstefnunnar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór einnig gaumgæfilega yfir stjórnmálaástand Breta í kvöldfréttum Stöðvar 2: Bretland Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Hann var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðeins Penny Mordaunt hefur gefið kost á sér þegar þetta er skrifað og aðeins eru um 60 klukkustundir þar til framboðsfrestur rennur úr. Stjórnmálaskýrendur þar ytra telja hana ekki hafa eins mikinn meðbyr og í síðustu kosningum. Sem stendur nýtur Rishi Sunak, sem beið lægri hlut í kosningeinvígi gegn Liz Truss, mesta stuðnings flokksmanna Íhaldsflokksins en breska ríkisútvarpið hefur greint frá því að hann nálgist 100 þingmenn sem er einmitt sá þingmannastuðningur sem þarf til að verða leiðtogi flokksins. „Svo er kötturinn í sekknum, sem er að koma fram. Það er enginn annar en Boris Johnson. Það eru allar líkur taldar á því að hann muni slá til. Hann er að fá mikinn stuðning úr þingmannaliði Íhaldsflokksins þessa dagana; margir fyrrverandi ráðherrar og tugir þingmanna Íhaldsflokksins sem komu fram í dag og sögðust myndu styðja hann,“ segir Baldur. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Boris njóti stuðnings um 44 þingmanna. Penny Mordaunt er sögð njóta stuðnings 22 þingmanna. Þinglið Íhaldsflokksins mun kjósa tvo þingmenn sem almennir flokksmenn munu svo gera upp á milli í netkosningum fram að næsta föstudag. Spurður að því hvaða áhrif það muni hafa á stjórnmálaástand í Bretlandi, snúi Boris aftur svo skömmu eftir afsögn segir Baldur að óöld innan Íhaldsflokksins myndi áfram ríkja. „Núna bara fyrir nokkrum mínútum lýsti William Hague, fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, því yfir að það yrði hreinn hryllingur ef að Boris Johnson yrði aftur leiðtogi og forsætisráðherra. Það mætti bara alls ekki gerast fyrir land og þjóð,“ segir Baldur. Boris muni ekki sameina flokkinn og halda áfram sömu braut og Liz Truss hafi verið komin á, á endanum með ríkisfjármálin. Varðandi fylgi flokksins, sem hefur hrunið algjörlega hrunið á síðustu vikum, telur Baldur ómögulegt að segja til um hvernig það muni þróast en ljóst sé að erfitt muni reynast að endurheimta traust kjósenda vegna efnahagsstefnunnar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór einnig gaumgæfilega yfir stjórnmálaástand Breta í kvöldfréttum Stöðvar 2:
Bretland Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira