Hundruð þúsundir stúlkna undir 18 ára giftar á ári hverju Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. október 2022 14:00 Unglingsstúlkur í Mistrato í Kólumbíu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Kaveh Kazemi/Getty Images Yfir 400.000 stúlkubörn og unglingar giftast í Kólumbíu á ári hverju. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra er beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi í hjónabandinu. Í Kólumbíu mega börn giftast þegar við 14 ára aldur, með samþykki foreldra sinna. Og miðað við opinberar tölur þá leggur drjúgur hópur foreldra þar í landi blessun sína yfir slíkt, ár hvert. Giftast áður en þær verða kynþroska 20% allra unglingsstúlkna á aldrinum 15 – 19 ára giftust á árinu 2020. Og tvö prósent allra barna yngri en 14 ára gerðu það líka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þetta þýðir að 375.000 unglingsstúlkur á aldrinum 15-19 ára og 32.000 börn yngri en 14 ára giftust það árið. Og hið síðarnefnda er með öllu ólöglegt. Margar þessara stúlkubarna eru ekki einu sinni orðnar kynþroska þegar þeim er stefnt upp að altarinu. Í Kólumbíu búa 48 milljónir manna, þannig að hér er um að ræða tæplega 1% þjóðarinnar á ári hverju. Í skýrslunni kemur fram að ástandið hafi lítið sem ekkert breyst í landinu undanfarinn aldarfjórðung. Fimm önnur lönd eða sjálfstjórnarsvæði í Suður-Ameríku heimila að börn niður í 14 ára aldur megi ganga í hjónaband; Angvilla, Argentína, Kúba, Gvæjana og Sankti Kitts og Nevis. Börn frá 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn Á síðustu 14 árum hafa verið lögð fram sjö lagafrumvörp í kólumbíska þinginu til að afnema þessa lagaheimild, en þau hafa aldrei fengið afgreiðslu. Og þrátt fyrir að talað sé um að hjónavígslan sé framkvæmd með samþykki beggja aðila, er engum blöðum um það að fletta, segir Unicef, að verið sé að beita hundruð þúsunda barna ofbeldi í skjóli laganna. Talið er að 650 milljónir kvenna undir 18 ára séu giftar í heiminum, 60 milljónir þeirra búa í Suður-Ameríku og Karíbahafinu. Á síðasta áratug fæddu unglingsstúlkur í Kólumbíu, 18 ára og yngri, rúmlega eina og hálfa milljón barna, tæpur þriðjungur unglingsmæðranna voru einstæðar. Börn á aldrinum 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn á sama tíma. Menntun er lykillinn Í skýrslu Unicef segir að lykillinn að því að draga úr þessum barnagiftingum sé menntun. Verði tryggt að allar stúlkur ljúki grunnnámi til 15 ára aldurs, megi draga úr þeim um allt að 64 af hundraði. Rannsóknir hafa sýnt að þær stúlkur sem giftist svo kornungar verði fyrir mun meira ofbeldi en aðrar konur. 64% prósent þeirra hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og 32% fyrir líkamlegu ofbeldi. Kólumbía Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Í Kólumbíu mega börn giftast þegar við 14 ára aldur, með samþykki foreldra sinna. Og miðað við opinberar tölur þá leggur drjúgur hópur foreldra þar í landi blessun sína yfir slíkt, ár hvert. Giftast áður en þær verða kynþroska 20% allra unglingsstúlkna á aldrinum 15 – 19 ára giftust á árinu 2020. Og tvö prósent allra barna yngri en 14 ára gerðu það líka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þetta þýðir að 375.000 unglingsstúlkur á aldrinum 15-19 ára og 32.000 börn yngri en 14 ára giftust það árið. Og hið síðarnefnda er með öllu ólöglegt. Margar þessara stúlkubarna eru ekki einu sinni orðnar kynþroska þegar þeim er stefnt upp að altarinu. Í Kólumbíu búa 48 milljónir manna, þannig að hér er um að ræða tæplega 1% þjóðarinnar á ári hverju. Í skýrslunni kemur fram að ástandið hafi lítið sem ekkert breyst í landinu undanfarinn aldarfjórðung. Fimm önnur lönd eða sjálfstjórnarsvæði í Suður-Ameríku heimila að börn niður í 14 ára aldur megi ganga í hjónaband; Angvilla, Argentína, Kúba, Gvæjana og Sankti Kitts og Nevis. Börn frá 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn Á síðustu 14 árum hafa verið lögð fram sjö lagafrumvörp í kólumbíska þinginu til að afnema þessa lagaheimild, en þau hafa aldrei fengið afgreiðslu. Og þrátt fyrir að talað sé um að hjónavígslan sé framkvæmd með samþykki beggja aðila, er engum blöðum um það að fletta, segir Unicef, að verið sé að beita hundruð þúsunda barna ofbeldi í skjóli laganna. Talið er að 650 milljónir kvenna undir 18 ára séu giftar í heiminum, 60 milljónir þeirra búa í Suður-Ameríku og Karíbahafinu. Á síðasta áratug fæddu unglingsstúlkur í Kólumbíu, 18 ára og yngri, rúmlega eina og hálfa milljón barna, tæpur þriðjungur unglingsmæðranna voru einstæðar. Börn á aldrinum 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn á sama tíma. Menntun er lykillinn Í skýrslu Unicef segir að lykillinn að því að draga úr þessum barnagiftingum sé menntun. Verði tryggt að allar stúlkur ljúki grunnnámi til 15 ára aldurs, megi draga úr þeim um allt að 64 af hundraði. Rannsóknir hafa sýnt að þær stúlkur sem giftist svo kornungar verði fyrir mun meira ofbeldi en aðrar konur. 64% prósent þeirra hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og 32% fyrir líkamlegu ofbeldi.
Kólumbía Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira