Búast við hlutfallslega lítilli aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 15:23 Aukin eftirspurn eftir kolum er víða í Evrópu eftir að Rússar skrúfuðu fyrir jarðgasleiðslur vegna Úkraínustríðsins. Endurnýjanlegir orkugjafar koma í veg fyrir að losun aukist meira en annars hefði orðið vegna þess. Vísir/EPA Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) spáir því að losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundumvegna bruna á jarðefnaeldsneyti aukist um innan við eitt prósent á þessu ári í samanburði við síðasta ár. Það megi þakka uppgangi endurnýjanlegra orkugjafa og rafknúinna bifreiða. Gangi spáin eftir nemur losun vegna bruna á eldsneyti til orkunotkunar þessa árs um 33,8 milljörðum tonna af koltvísýringi, um 300 milljónum tonnum meira en árið 2021. Það er mun minni aukning en á milli áranna 2020 og 2021 þegar hún jókst um tvo milljarða tonna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hér er þó ótalin önnur losun manna á gróðurhúsalofttegundum en með bruna á jarðefnaeldsneyti. Aukningin í ár er rakin til vaxandi orkuframleiðslu og flugumferð eftir að ferðamennska náði sér á strik eftir kórónuveirufaraldurinn. Eftirspurn eftir kolum tók kipp vegna hækkandi gasverðs sem er tilkomið vegna stríðsátakanna í Úkraínu. „Góðu fréttirnar eru að sólar- og vindorku fylla að verulegu leyti upp í skarðið en aukningin í kolum virðist hlutfallslega lítil og tímabundin,“ segir Fatih Birol, framkvæmdastjóri IEA. Þrátt fyrir að losunin sé minni en hún hefði getað orðið er þróunin langt frá því sem þarf til að hafa hemil á loftslagsbreytingum af völdum manna. Rakið hefur verið í hverri vísindaskýrslunni á fætur annarri um áratugaskeið að mannkynið þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt sé að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Metaukning í framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa Raforkuframleiðsla með vindi og sólarorku jókst um 700 teravattstundir á árinu og hefur hún aldrei aukist eins mikið á einu ári. Ef ekki hefði verið fyrir vöxt í endurnýjanlegri orku hefði losun mannkynsins geta verið allt að 600 milljónum tonnum meiri í ár. Um fimmtungur framleiðsluaukningar endurnýjanlegra orkugjafa kom frá vatnsaflsvirkjunum þrátt fyrir mikla þurrka víða um jörðina. Horfur er á því að losun Evrópusambandsríkja dragist saman á milli ára þrátt fyrir aukinn kolabruna. Búist er við því að kolin hverfi fljótt aftur enda standi til að bæta við um fimmtíu gígavöttum af endurnýjanlegri orku á næsta ári. Í Kína er hægagangur í efnahagsmálum og bakslag fyrir endurnýjanlega orkugjafa talið leiða til þess að losun standi í stað í ár. Uppfært 24. október 2022 Orðalagi fréttarinnar var breytt til að skerpa á að spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar nær aðeins til losunar gróðurhúsalofttegunda vegna bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Gangi spáin eftir nemur losun vegna bruna á eldsneyti til orkunotkunar þessa árs um 33,8 milljörðum tonna af koltvísýringi, um 300 milljónum tonnum meira en árið 2021. Það er mun minni aukning en á milli áranna 2020 og 2021 þegar hún jókst um tvo milljarða tonna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hér er þó ótalin önnur losun manna á gróðurhúsalofttegundum en með bruna á jarðefnaeldsneyti. Aukningin í ár er rakin til vaxandi orkuframleiðslu og flugumferð eftir að ferðamennska náði sér á strik eftir kórónuveirufaraldurinn. Eftirspurn eftir kolum tók kipp vegna hækkandi gasverðs sem er tilkomið vegna stríðsátakanna í Úkraínu. „Góðu fréttirnar eru að sólar- og vindorku fylla að verulegu leyti upp í skarðið en aukningin í kolum virðist hlutfallslega lítil og tímabundin,“ segir Fatih Birol, framkvæmdastjóri IEA. Þrátt fyrir að losunin sé minni en hún hefði getað orðið er þróunin langt frá því sem þarf til að hafa hemil á loftslagsbreytingum af völdum manna. Rakið hefur verið í hverri vísindaskýrslunni á fætur annarri um áratugaskeið að mannkynið þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt sé að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Metaukning í framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa Raforkuframleiðsla með vindi og sólarorku jókst um 700 teravattstundir á árinu og hefur hún aldrei aukist eins mikið á einu ári. Ef ekki hefði verið fyrir vöxt í endurnýjanlegri orku hefði losun mannkynsins geta verið allt að 600 milljónum tonnum meiri í ár. Um fimmtungur framleiðsluaukningar endurnýjanlegra orkugjafa kom frá vatnsaflsvirkjunum þrátt fyrir mikla þurrka víða um jörðina. Horfur er á því að losun Evrópusambandsríkja dragist saman á milli ára þrátt fyrir aukinn kolabruna. Búist er við því að kolin hverfi fljótt aftur enda standi til að bæta við um fimmtíu gígavöttum af endurnýjanlegri orku á næsta ári. Í Kína er hægagangur í efnahagsmálum og bakslag fyrir endurnýjanlega orkugjafa talið leiða til þess að losun standi í stað í ár. Uppfært 24. október 2022 Orðalagi fréttarinnar var breytt til að skerpa á að spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar nær aðeins til losunar gróðurhúsalofttegunda vegna bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira