Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjallað er um verkefni lögreglunnar frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í nótt. Ekki kemur fram á hvaða aldri einstaklingurinn sem ungmennin veittust að er á.
Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um slagsmál í miðborginni. Þrír voru handteknir vegna málsins. Rannsókn lögreglu beinist að sölu einstaklinganna á fíkniefnum og ólöglegri dvöl á Schengen-svæðinu.
Lögregla athugaði í gærkvöldi með húsnæði þar sem kannabislykt barst frá því. Framkvæmd var húsleit þar sem fíkniefni fundust og var einn handtekinn.
Í umdæmi lögreglustöðvar þrjú sem sér um Kópavog og Breiðholt var tilkynnt um mann sem var með ógnandi hegðun við ungmenni. Þau sökuðu hann um að reyna að stela af þeim hlaupahjóli. Lögregla ræddi við manninn og er möguleiki á að um misskilning hafi verið að ræða. Foreldrum ungmennanna var tilkynnt um málið.