Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2022 23:31 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/José Luis Villegas Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. Í bók sem hún birti árið 2019 sakaði hún Trump um að hafa nauðgað sér í mátunarklefa í fataverslun í New York á tíunda áratug síðustu aldar. Trump sagði í kjölfarið að hún væri að ljúga og að hún væri „ekki hans týpa“. Í kjölfar þess kærði hún hann fyrir meiðyrði. Eins og við sögðum frá árið 2019 eru kærur sem þessar algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Carroll lýsti því nýverið yfir að hún ætlaði að kæra Trump aftur fyrir líkamsárás á grundvelli nýrrar reglugerðar um að fullorðin fórnarlömb nauðgunar geti kært meinta gerendur sína, sama hvenær brotin eiga að hafa átt sér stað. Sú kæra verður lögð fram í nóvember, þegar nýja reglugerðin í New York tekur gildi. Lögmenn hennar lýstu því yfir í kvöld að Trump hefði borið vitni í dag en vildu ekki segja meira að svo stöddu. Það er eftir að Trump og lögmenn hans hafa ítrekað reynt að koma í veg fyrir þennan vitnisburð. Alríkisdómari komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki frestað vitnaleiðslunum frekar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Óljóst er hvort Trump bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað en hann var í Flórída í morgun og málið er tekið fyrir í New York. Carroll er sögð hafa borið vitni síðasta föstudag en hvorki lögmenn hennar né Trumps hafa svarað fyrirspurnum um þá vitnaleiðslu. Trump tjáði sig nýverið um ásakanir Carroll og þá sagði hann þær vera pretti. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hver Carroll væri, fyrir utan það að mynd hefði verið tekin af honum með henni og eiginmanni hennar á góðgerðarviðburði fyrir mörgum árum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Í bók sem hún birti árið 2019 sakaði hún Trump um að hafa nauðgað sér í mátunarklefa í fataverslun í New York á tíunda áratug síðustu aldar. Trump sagði í kjölfarið að hún væri að ljúga og að hún væri „ekki hans týpa“. Í kjölfar þess kærði hún hann fyrir meiðyrði. Eins og við sögðum frá árið 2019 eru kærur sem þessar algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Carroll lýsti því nýverið yfir að hún ætlaði að kæra Trump aftur fyrir líkamsárás á grundvelli nýrrar reglugerðar um að fullorðin fórnarlömb nauðgunar geti kært meinta gerendur sína, sama hvenær brotin eiga að hafa átt sér stað. Sú kæra verður lögð fram í nóvember, þegar nýja reglugerðin í New York tekur gildi. Lögmenn hennar lýstu því yfir í kvöld að Trump hefði borið vitni í dag en vildu ekki segja meira að svo stöddu. Það er eftir að Trump og lögmenn hans hafa ítrekað reynt að koma í veg fyrir þennan vitnisburð. Alríkisdómari komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki frestað vitnaleiðslunum frekar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Óljóst er hvort Trump bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað en hann var í Flórída í morgun og málið er tekið fyrir í New York. Carroll er sögð hafa borið vitni síðasta föstudag en hvorki lögmenn hennar né Trumps hafa svarað fyrirspurnum um þá vitnaleiðslu. Trump tjáði sig nýverið um ásakanir Carroll og þá sagði hann þær vera pretti. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hver Carroll væri, fyrir utan það að mynd hefði verið tekin af honum með henni og eiginmanni hennar á góðgerðarviðburði fyrir mörgum árum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira