Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 20. október 2022 08:01 Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. Það er því ekki úr vegi að við spyrjum okkur hvort Íslendingar geti lært af reynslu Svía við forgangsröðun í heilbrigðismálum? Í kjölfar mikilla sparnaðaraðgerða sem fólu í sér umtalsverða fækkun starfsmanna og lokun bráðamóttöku sjúkrahússins var rekstrarkostnaður Karólínska sjúkrahússins fyrir árið 2021 tæplega 330 milljarðar á meðan rekstrarkostnaður Landspítalans var 94 milljarðar. Þess ber að geta að stór hluti rannsóknastarfs Karólínska sjúkrahússins er fjármagnaður sérstaklega og því ekki innifalinn í þessari tölu, á meðan Landspítalinn notar að mestu fé úr rekstri sjúkrahússins til að standa straum af kostnaði við vísindastörf. Starfsmenn Karólínska sjúkrahúsins voru á sama tíma 15200 en tæplega 4700 á Landspítalanum og legurými Karólínska sjúkrahúsins 1080 en 650 á Landspítalanum. Séu fyrrnefndar upplýsingar notaðar til að áætla kostnað á hvern starfsmann, var hver starfsmaður tæplega 9% dýrari og hvert legurými rúmlega 111% dýrara á Karólínska sjúkrahúsinu en á Landspítalanum. Ætti hver starfsmaður og hvert legurými að kosta jafnmikið á Íslandi og í Svíþjóð, þyrfti að auka fjárframlög til Landspítalans um 8.5 milljarða á ári með hliðsjón af kostnaði á hvern starfsmann en 104 milljarða á ári fyrir legurýmin. Nýr forstjóri stjórnar Landspítalans hefur rætt mögulega fækkun stjórnenda á Landspítalanum í hagræðingarskyni. Út frá opinberum tölum er afar erfitt er að átta sig á fjölda starfsmanna sem tilheyra rekstrarhluta starfseminnar á Landspítalanum. Í ársskýrslu Landspítalans fyrir árið 2021 má sjá að rekstur skrifstofu Landspítlans kostaði 5.5 milljarða eða rúmlega 6% af rekstarkosnaði hans, á sama tíma má finna tölur frá Karólínska sjúkrahúsins sem sýna að 9% starfsmanna spítalans tilheyri ennþá rekstarhluta starfseminnar þrátt fyrir orðróm um miklar uppsagnir á liðnum árum. Þótt sænskur veruleiki sé ekki endilega sambærilegur við íslenskan veruleika, eru áskoranir og vandamál Svía og Íslendinga sambærileg varðandi mönnun heilbrigðiskerfisins. Á Karólínska sjúkrahúsinu eru samkvæmt ofannefndum tölum, tvöfalt fleiri starfsmenn á hvert legurými samanborið við Landspítalann. Af þessum starfsmönnum, er hlutfall starfsmanna úr röð stærstu heilbrigðisstétta (lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða) 68% á Karólínska sjúkrahúsinu á meðan það er aðeins 53% á Landspítalanum. Fjárfesting Svía í Karólínska sjúkrahúsið, hefur skilað þeim árangri að sjúkrahúsið trónir nú ofarlega á listum yfir fremstu sjúkrahús í heimi. Slík velgengni er ekki ókeypis og ljóst að þrátt fyrir mikla hagræðingu á Karólínska sjúkrahúsinu seinustu ár, kostar ennþá mun meira að reka Karólínska sjúkrahúsið á ársgrundvelli en Landspítalann. Fjárlög ársins 2023 sem nýlega voru lögð fram á Alþingi Íslands gefa því miður lítil fyrirheit um mikla uppbyggingu innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Þótt mögulega séu tækifæri til hagræðingar í opinberri starfsemi, er ljóst að ekki verður gengið lengra í sparnaði inná heilbrigðisstofnunum landsins, nema draga verulega úr þjónustu. Öllum ætti að vera ljóst, að aukin fjárframlög í heilbrigðismál er fjárfesting til framtíðar, með raunsparnaði fyrir samfélagið til lengri tíma litið. Lærdómur íslenskra stjórnvalda, í ljósi ofannefnds samanburðar við Svíþjóð, ætti að vera að verja auknu hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Nýr formaður stjórnar Landspítalans, sem einnig er forstjóri Karólínska sjúkrahússins, ætti helst að beina kröftum sínum að Bjarna Benediktsyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, til að tryggja frekara fjármagn til reksturs og uppbyggingar þjóðarsjúkrahúss Íslendinga. Félag sjúkrahúslækna er reiðubúið að aðstoða stjórnvöld við nauðsynlega forgangsröðun verkefna innan heilbrigðiskerfisins svo nýta megi takmarkað fjármagn til málaflokksins sem best Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Heimildir Ársskýrsla Landspítalans 2021Ársskýrsla Karólínska sjúkrahússins 2021Upplýsingar um hlutfall starfsmanna á heimasíðu Karólínska sjúkrahússinsVefsíða OECD um hlutfall vergrar þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. Það er því ekki úr vegi að við spyrjum okkur hvort Íslendingar geti lært af reynslu Svía við forgangsröðun í heilbrigðismálum? Í kjölfar mikilla sparnaðaraðgerða sem fólu í sér umtalsverða fækkun starfsmanna og lokun bráðamóttöku sjúkrahússins var rekstrarkostnaður Karólínska sjúkrahússins fyrir árið 2021 tæplega 330 milljarðar á meðan rekstrarkostnaður Landspítalans var 94 milljarðar. Þess ber að geta að stór hluti rannsóknastarfs Karólínska sjúkrahússins er fjármagnaður sérstaklega og því ekki innifalinn í þessari tölu, á meðan Landspítalinn notar að mestu fé úr rekstri sjúkrahússins til að standa straum af kostnaði við vísindastörf. Starfsmenn Karólínska sjúkrahúsins voru á sama tíma 15200 en tæplega 4700 á Landspítalanum og legurými Karólínska sjúkrahúsins 1080 en 650 á Landspítalanum. Séu fyrrnefndar upplýsingar notaðar til að áætla kostnað á hvern starfsmann, var hver starfsmaður tæplega 9% dýrari og hvert legurými rúmlega 111% dýrara á Karólínska sjúkrahúsinu en á Landspítalanum. Ætti hver starfsmaður og hvert legurými að kosta jafnmikið á Íslandi og í Svíþjóð, þyrfti að auka fjárframlög til Landspítalans um 8.5 milljarða á ári með hliðsjón af kostnaði á hvern starfsmann en 104 milljarða á ári fyrir legurýmin. Nýr forstjóri stjórnar Landspítalans hefur rætt mögulega fækkun stjórnenda á Landspítalanum í hagræðingarskyni. Út frá opinberum tölum er afar erfitt er að átta sig á fjölda starfsmanna sem tilheyra rekstrarhluta starfseminnar á Landspítalanum. Í ársskýrslu Landspítalans fyrir árið 2021 má sjá að rekstur skrifstofu Landspítlans kostaði 5.5 milljarða eða rúmlega 6% af rekstarkosnaði hans, á sama tíma má finna tölur frá Karólínska sjúkrahúsins sem sýna að 9% starfsmanna spítalans tilheyri ennþá rekstarhluta starfseminnar þrátt fyrir orðróm um miklar uppsagnir á liðnum árum. Þótt sænskur veruleiki sé ekki endilega sambærilegur við íslenskan veruleika, eru áskoranir og vandamál Svía og Íslendinga sambærileg varðandi mönnun heilbrigðiskerfisins. Á Karólínska sjúkrahúsinu eru samkvæmt ofannefndum tölum, tvöfalt fleiri starfsmenn á hvert legurými samanborið við Landspítalann. Af þessum starfsmönnum, er hlutfall starfsmanna úr röð stærstu heilbrigðisstétta (lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða) 68% á Karólínska sjúkrahúsinu á meðan það er aðeins 53% á Landspítalanum. Fjárfesting Svía í Karólínska sjúkrahúsið, hefur skilað þeim árangri að sjúkrahúsið trónir nú ofarlega á listum yfir fremstu sjúkrahús í heimi. Slík velgengni er ekki ókeypis og ljóst að þrátt fyrir mikla hagræðingu á Karólínska sjúkrahúsinu seinustu ár, kostar ennþá mun meira að reka Karólínska sjúkrahúsið á ársgrundvelli en Landspítalann. Fjárlög ársins 2023 sem nýlega voru lögð fram á Alþingi Íslands gefa því miður lítil fyrirheit um mikla uppbyggingu innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Þótt mögulega séu tækifæri til hagræðingar í opinberri starfsemi, er ljóst að ekki verður gengið lengra í sparnaði inná heilbrigðisstofnunum landsins, nema draga verulega úr þjónustu. Öllum ætti að vera ljóst, að aukin fjárframlög í heilbrigðismál er fjárfesting til framtíðar, með raunsparnaði fyrir samfélagið til lengri tíma litið. Lærdómur íslenskra stjórnvalda, í ljósi ofannefnds samanburðar við Svíþjóð, ætti að vera að verja auknu hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Nýr formaður stjórnar Landspítalans, sem einnig er forstjóri Karólínska sjúkrahússins, ætti helst að beina kröftum sínum að Bjarna Benediktsyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, til að tryggja frekara fjármagn til reksturs og uppbyggingar þjóðarsjúkrahúss Íslendinga. Félag sjúkrahúslækna er reiðubúið að aðstoða stjórnvöld við nauðsynlega forgangsröðun verkefna innan heilbrigðiskerfisins svo nýta megi takmarkað fjármagn til málaflokksins sem best Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Heimildir Ársskýrsla Landspítalans 2021Ársskýrsla Karólínska sjúkrahússins 2021Upplýsingar um hlutfall starfsmanna á heimasíðu Karólínska sjúkrahússinsVefsíða OECD um hlutfall vergrar þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun