Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 15:43 Stöplar sköpunarinnar eins og þeir komu fyrir sjónir James Webb-geimsjónaukans. NASA, ESA, CSA, STScI; J. DePasquale, A. Koekemoer, A. Pagan (ST Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. Mynd Hubble af Stöplunum vakti heimsathygli þegar hún var fyrst birt árið 1995. Þeir eru hlutfallslega litlir angar af Arnarþokunni í um 6.500 ljósara fjarlægð frá jörðinni og voru kenndir við sköpun vegna þess að í gasskýinu eru að myndast nýjar stjörnur og sólkerfi. Stöplarnir eru engu að síður risavaxnir, fleiri ljósár að lengd, og eru upplýstir af sterku útfjólubláu ljósi sem tröllvaxnar stjörnur í nærliggjandi stjörnuþyrpingu gefa frá sér, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Ó mæ vá! Ný mynd af Stöplum sköpunarinnar í Arnarþokunni með gullauga Webb geimsjónaukans. Þarna er fæðast stjörnur í 6500 ljósára fjarlægð frá okkur. Hver stöpull geymir nokkur sólkerfi í mótun. Sterkir vindar og geislun móta skýið.Finnst ykkur þetta ekki gullfallegt? pic.twitter.com/0YwPoouJTI— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 19, 2022 Geimstofnanirnar þrjár sem standa að James Webb-sjónaukanum birtu mynd hans af Stöplum sköpunarinnar í dag. Ólíkt Hubble sem er fyrst og fremst næmur fyrir sýnilegu ljósi drakk James Webb í sig nærinnrautt ljós stjörnuþokunnar. Á henni sést aragrúi stjarna innan um hálfgegnsætt gas og ryk stöplanna. Þar sjást meðal annars rauðleitar frumstjörnur þar sem gasið hefur þést nægilega undan eigin þyngdarkrafti til þess að það byrji að hitna og skína. Í tilkynningu á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA kemur fram að nýja myndin muni hjálpa stjörnufræðingum að fága líkön sín um stjörnumyndun þar sem þeir geta nú talið stjörnurnar og mælt magn gass og ryks með meiri nákvæmni en áður. Stöplar sköpunarinnar í Arnarþokunni, ein frægasta ljósmynd Hubble.VÍSIR/ESA Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Mynd Hubble af Stöplunum vakti heimsathygli þegar hún var fyrst birt árið 1995. Þeir eru hlutfallslega litlir angar af Arnarþokunni í um 6.500 ljósara fjarlægð frá jörðinni og voru kenndir við sköpun vegna þess að í gasskýinu eru að myndast nýjar stjörnur og sólkerfi. Stöplarnir eru engu að síður risavaxnir, fleiri ljósár að lengd, og eru upplýstir af sterku útfjólubláu ljósi sem tröllvaxnar stjörnur í nærliggjandi stjörnuþyrpingu gefa frá sér, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Ó mæ vá! Ný mynd af Stöplum sköpunarinnar í Arnarþokunni með gullauga Webb geimsjónaukans. Þarna er fæðast stjörnur í 6500 ljósára fjarlægð frá okkur. Hver stöpull geymir nokkur sólkerfi í mótun. Sterkir vindar og geislun móta skýið.Finnst ykkur þetta ekki gullfallegt? pic.twitter.com/0YwPoouJTI— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 19, 2022 Geimstofnanirnar þrjár sem standa að James Webb-sjónaukanum birtu mynd hans af Stöplum sköpunarinnar í dag. Ólíkt Hubble sem er fyrst og fremst næmur fyrir sýnilegu ljósi drakk James Webb í sig nærinnrautt ljós stjörnuþokunnar. Á henni sést aragrúi stjarna innan um hálfgegnsætt gas og ryk stöplanna. Þar sjást meðal annars rauðleitar frumstjörnur þar sem gasið hefur þést nægilega undan eigin þyngdarkrafti til þess að það byrji að hitna og skína. Í tilkynningu á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA kemur fram að nýja myndin muni hjálpa stjörnufræðingum að fága líkön sín um stjörnumyndun þar sem þeir geta nú talið stjörnurnar og mælt magn gass og ryks með meiri nákvæmni en áður. Stöplar sköpunarinnar í Arnarþokunni, ein frægasta ljósmynd Hubble.VÍSIR/ESA
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira