Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2022 14:31 Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, segir málið sem rætt var í Bítinu á Bylgjunni í morgun vera hræðilega sorglegt. Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. Sædís Hrönn Samúelsdóttir greindi frá því í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun að hópur stúlkna hafi ráðist á tólf ára dóttur hennar í Smáralind. Sædís Hrönn lýst því hvernig um þrjátíu krakkar hafi tekið þátt í bæði líkamlegu og andlegu einelti gegn dóttur hennar í rúmt ár. Hópurinn samanstandi bæði af samnemendum í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði og krökkum úr öðrum skólum. Sædís Hrönn var spurð hvaða hjálp hún hafi fengið frá skólanum. „Ekkert voða mikla. Hún fer ekkert í skólann lengur.“ Hvernig upplifir þú þetta sem móðir? „Nánast eins og morðtilraun bara,“ segir Sædís Hrönn. Hún sagði lögreglu reyna að aðhafast í málinu eins og hún geti og þá aðstoði Barnavernd einnig. En staðan sé þó hálfvonlaus. Hræðilega sorglegt Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, segir málið hræðilega sorglegt. „Í þessu síbreytta samfélagi okkar þar sem aðgangur að samfélagsmiðlum býður upp á fjölbreyttari leiðir til að leggja í einelti. Við sem fullorðið sem fólk höfum ekki náð að fylgja alveg í takt við þessa miklu þróun sem þarna er. Því miður benda tölur til þess að einelti hafi ekki minnkað og jafnvel aukist eftir Covid.“ Því miður sé einelti þannig að oft sé erfitt fyrir fullorðna að koma auga á það. Kerfið verði að taka utan um þolendur Linda Hrönn segir að kerfið verði að taka utan um þolendur þess. „En við þurfum líka að hlúa að þeim sem eru að leggja aðra í einelti. Það eru líka börn. Og það eru börn sem eru oft í einhvers konar vanda sem veldur því að þau bregðast við og eru að beita svona ofbeldi í samskiptum.“ Frá Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Reglulegir fundir Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Hraunavallaskóla sem vísaði á Árdísi Ármannsdóttur upplýsingafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Í skriflegu svari frá bænum segir lögregla og sveitarfélag vinni náið saman í öllum málum og reglubundið séu haldnir fundir þar sem farið sé yfir eðli mála, þróun og tölur. „Umræða og vaxandi áhyggjur vegna ofbeldis- og áhættuhegðunar heilt yfir í íslensku samfélagi skilaði sér í eflingu samstarfshóps innan sveitarfélagsins í upphafi árs 2022 sem í sitja fulltrúi lögreglu, fulltrúi barnaverndar, fulltrúi Brúarinnar, sálfræðingur og fagstjóri frístundastarfs og forvarna. Fagfólk sem vinnur þvert á stofnanir að málefnum barna og ungmenna og kallar til aðra fagaðila eftir því sem við á. Þar er þróun mála rædd og þær breytingar sem virðast vera að eiga sér stað í samfélaginu gagngert til að fyrirbyggja með fræðslu og forvörnum. Samfélagið og starfsfólk bæjarins sem vinnur með börnum og ungmennum er á tánum og meðvitað um mikilvægi tilkynninga og snemmtækrar íhlutunar. Tilkynning til barnaverndar er ekki kæra heldur fremur beiðni um aðstoð fyrir viðkomandi barn og/eða fjölskyldu,“ segir í skriflegu svari Hafnarfjarðar við fyrirspurn fréttastofu. Ennfremur segir að bærinn muni ekki tjá sig um einstaka mál. Þó segir að bærinn hafi ekki fengið upplýsingar þess efnis að samnemendur hafi verið í hópi geranda í þeirri alvarlegu árás sem myndbirt hefur verið í miðlunum. „Þessi átakanlega þróun virðist vera landlæg og upp kominn vandi sem íslenskt samfélag í heild þarf að bregðast við.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Hafnarfjörður Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Sædís Hrönn Samúelsdóttir greindi frá því í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun að hópur stúlkna hafi ráðist á tólf ára dóttur hennar í Smáralind. Sædís Hrönn lýst því hvernig um þrjátíu krakkar hafi tekið þátt í bæði líkamlegu og andlegu einelti gegn dóttur hennar í rúmt ár. Hópurinn samanstandi bæði af samnemendum í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði og krökkum úr öðrum skólum. Sædís Hrönn var spurð hvaða hjálp hún hafi fengið frá skólanum. „Ekkert voða mikla. Hún fer ekkert í skólann lengur.“ Hvernig upplifir þú þetta sem móðir? „Nánast eins og morðtilraun bara,“ segir Sædís Hrönn. Hún sagði lögreglu reyna að aðhafast í málinu eins og hún geti og þá aðstoði Barnavernd einnig. En staðan sé þó hálfvonlaus. Hræðilega sorglegt Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, segir málið hræðilega sorglegt. „Í þessu síbreytta samfélagi okkar þar sem aðgangur að samfélagsmiðlum býður upp á fjölbreyttari leiðir til að leggja í einelti. Við sem fullorðið sem fólk höfum ekki náð að fylgja alveg í takt við þessa miklu þróun sem þarna er. Því miður benda tölur til þess að einelti hafi ekki minnkað og jafnvel aukist eftir Covid.“ Því miður sé einelti þannig að oft sé erfitt fyrir fullorðna að koma auga á það. Kerfið verði að taka utan um þolendur Linda Hrönn segir að kerfið verði að taka utan um þolendur þess. „En við þurfum líka að hlúa að þeim sem eru að leggja aðra í einelti. Það eru líka börn. Og það eru börn sem eru oft í einhvers konar vanda sem veldur því að þau bregðast við og eru að beita svona ofbeldi í samskiptum.“ Frá Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Reglulegir fundir Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Hraunavallaskóla sem vísaði á Árdísi Ármannsdóttur upplýsingafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Í skriflegu svari frá bænum segir lögregla og sveitarfélag vinni náið saman í öllum málum og reglubundið séu haldnir fundir þar sem farið sé yfir eðli mála, þróun og tölur. „Umræða og vaxandi áhyggjur vegna ofbeldis- og áhættuhegðunar heilt yfir í íslensku samfélagi skilaði sér í eflingu samstarfshóps innan sveitarfélagsins í upphafi árs 2022 sem í sitja fulltrúi lögreglu, fulltrúi barnaverndar, fulltrúi Brúarinnar, sálfræðingur og fagstjóri frístundastarfs og forvarna. Fagfólk sem vinnur þvert á stofnanir að málefnum barna og ungmenna og kallar til aðra fagaðila eftir því sem við á. Þar er þróun mála rædd og þær breytingar sem virðast vera að eiga sér stað í samfélaginu gagngert til að fyrirbyggja með fræðslu og forvörnum. Samfélagið og starfsfólk bæjarins sem vinnur með börnum og ungmennum er á tánum og meðvitað um mikilvægi tilkynninga og snemmtækrar íhlutunar. Tilkynning til barnaverndar er ekki kæra heldur fremur beiðni um aðstoð fyrir viðkomandi barn og/eða fjölskyldu,“ segir í skriflegu svari Hafnarfjarðar við fyrirspurn fréttastofu. Ennfremur segir að bærinn muni ekki tjá sig um einstaka mál. Þó segir að bærinn hafi ekki fengið upplýsingar þess efnis að samnemendur hafi verið í hópi geranda í þeirri alvarlegu árás sem myndbirt hefur verið í miðlunum. „Þessi átakanlega þróun virðist vera landlæg og upp kominn vandi sem íslenskt samfélag í heild þarf að bregðast við.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Hafnarfjörður Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04